Hornafjörður ekki bótaskyldur vegna meints tjóns upp á hundruð milljóna Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2022 21:56 Deilurnar snerust um ferðaþjónustu á og við Jökulsárlón. Þessi bátur er gerður út af samkeppnisaðila Ice Lagoon sem neitaði að veita samþykki sitt fyrir stöðuleyfi fyrirtækisins. Vísir/Vilhelm Landsréttur vísaði hluta krafna Ice Lagoon ehf. á hendur Hornafirði frá dómi í dag og sýknaði bæjarfélagið af öðrum kröfum. Félagið taldi Hornafjörð hafa valdið sér tjóni upp á hundruði milljóna króna með ólögmætum stjórnvaldsákvörðunum. Héraðsdómur Austurlands dæmdi Ice Lagoon í vil árið 2020 og viðurkenndi skaðabótaskyldu sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna ákvarðana þess frá 2014 og 2015 um að veita félaginu ekki stöðuleyfi fyrir hjólhýsi við austurbakka Jökulsárlóns. Hjólhýsi átti að nota undir ferðaþjónustustarfsemi. Kröfu vegna ákvarðanar frá 2010 var hins vegar vísað frá dómi enda var hún fyrnt þegar málið var höfðað árið 2018. Slíkar kröfur fyrnast á fjórum árum og hafði Ice Lagoon ekkert gert til að slíta fyrningarfrestinum. Vísað frá vegna fyrningar og vanreifunar Landsréttur vísaði kröfunni vegna ákvörðunar frá 2010 einnig frá vegna fyrningar en gekk skrefi lengra og vísaði kröfum vegna meintra ólögmætra aðgerða frá 2014 og 2015 sökum frá vanreifunar. Í dómkröfum Ice Lagoon var téðum meintum ólögmætum aðgerðum Hornafjarðar ekki lýst nánar og voru því ekki dómtækar. Eftir stóð þó að ákvarða hvort Hornafjörður hafi tekið ólögmæta ákvörðun með því að binda leyfisveitingu við samþykki allra landeiganda jarðarinnar Fells. Helsti samkeppnisaðilinn þurfti að veita samþykki Sem áður segir huggðist Ice Lagoon nýta hjólhýsi við austurbakka Jökulsárlóns í ferðaþjónustu sinni en fyrirtækið hefur siglt með ferðamenn um lónið frá árinu 2011. Þá var aðstaðan við vesturbakka lónsins en félagið vildi færa hana á austurbakkann og koma upp hjólhýsi á jörðinni Felli. Áður en íslenska ríkið keypti lóðina árið 2016 áttu 32 aðilar jörðina og höfðu þeir stofnað Sameignarfélagið Fell til að halda utan um sameign jarðarinnar. Einn þessara eigenda er einnig eigandi Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. sem boðið hefur upp á siglingar um lónið um áratugabil. Ice Lagoon samdi við sameignarfélagið um leigu á landi til að starfrækja ferðaþjónustu frá og sótti um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á svæðinu. Sveitarfélagið Hornafjörður samþykkti að veita leyfi til fjögurra mánaða en þó með fyrirvara um endanlega staðsetningu á hjólhýsi og samþykki allra landeigenda á svæðinu. Eðli málsins samkvæmt samþykkti eigandi samkeppnisaðilans ekki stöðuleyfið fyrir sitt leyti. Ólögmætt en engin saknæm háttsemi fyrir hendi Landsréttur vísar til dóms Hæstaréttar þar sem því var slegið föstu að ólögmætt væri að binda stöðuleyfisveitingu í sameign jarðar við samþykki allra eigenda hennar. Hins vegar liggi fyrir að þrátt fyrir ólögmæti gildi almenn regla skaðabótaréttar um saknæmi fullum fetum. Skilyrði bótaskyldu í málinu sé því saknæm háttsemi af hálfu Hornafjarðar. Landsréttur taldi Ice Lagoon ekki hafa fært sönnur á að Hornafjörður hefði tekið umþrættar ákvarðanir með saknæmum hætti. 270 milljóna króna tjón Í stefnu Ice Lagoon frá 2018 kemur fram að samkvæmt niðurstöðu endurskoðendafyrirtækisins Ernst & Young nemi tjón Ice Lagoon ehf. vegna aðgerða sveitarfélagsins allt að rúmum 270 milljónum króna. Í málsástæðum Hornafjarðar í málinu kom fram að fyrirtækið hefði aflað matsins einhliða og að sveitarfélagið mótmælti sönnunargildi þess. Fréttastofa ræddi við lögmann Ice Lagoon á sínum tíma og sagði hann meðal annars að framganga sveitarfélagsins í málinu hafi verið svo röng að hún líktist atvikalýsingu í raunhæfu verkefni í stjórnsýslurétti. Hornafjörður Dómsmál Tengdar fréttir Undrast yfirlýsingar Hornafjarðar 31. júlí 2014 07:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands dæmdi Ice Lagoon í vil árið 2020 og viðurkenndi skaðabótaskyldu sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna ákvarðana þess frá 2014 og 2015 um að veita félaginu ekki stöðuleyfi fyrir hjólhýsi við austurbakka Jökulsárlóns. Hjólhýsi átti að nota undir ferðaþjónustustarfsemi. Kröfu vegna ákvarðanar frá 2010 var hins vegar vísað frá dómi enda var hún fyrnt þegar málið var höfðað árið 2018. Slíkar kröfur fyrnast á fjórum árum og hafði Ice Lagoon ekkert gert til að slíta fyrningarfrestinum. Vísað frá vegna fyrningar og vanreifunar Landsréttur vísaði kröfunni vegna ákvörðunar frá 2010 einnig frá vegna fyrningar en gekk skrefi lengra og vísaði kröfum vegna meintra ólögmætra aðgerða frá 2014 og 2015 sökum frá vanreifunar. Í dómkröfum Ice Lagoon var téðum meintum ólögmætum aðgerðum Hornafjarðar ekki lýst nánar og voru því ekki dómtækar. Eftir stóð þó að ákvarða hvort Hornafjörður hafi tekið ólögmæta ákvörðun með því að binda leyfisveitingu við samþykki allra landeiganda jarðarinnar Fells. Helsti samkeppnisaðilinn þurfti að veita samþykki Sem áður segir huggðist Ice Lagoon nýta hjólhýsi við austurbakka Jökulsárlóns í ferðaþjónustu sinni en fyrirtækið hefur siglt með ferðamenn um lónið frá árinu 2011. Þá var aðstaðan við vesturbakka lónsins en félagið vildi færa hana á austurbakkann og koma upp hjólhýsi á jörðinni Felli. Áður en íslenska ríkið keypti lóðina árið 2016 áttu 32 aðilar jörðina og höfðu þeir stofnað Sameignarfélagið Fell til að halda utan um sameign jarðarinnar. Einn þessara eigenda er einnig eigandi Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. sem boðið hefur upp á siglingar um lónið um áratugabil. Ice Lagoon samdi við sameignarfélagið um leigu á landi til að starfrækja ferðaþjónustu frá og sótti um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á svæðinu. Sveitarfélagið Hornafjörður samþykkti að veita leyfi til fjögurra mánaða en þó með fyrirvara um endanlega staðsetningu á hjólhýsi og samþykki allra landeigenda á svæðinu. Eðli málsins samkvæmt samþykkti eigandi samkeppnisaðilans ekki stöðuleyfið fyrir sitt leyti. Ólögmætt en engin saknæm háttsemi fyrir hendi Landsréttur vísar til dóms Hæstaréttar þar sem því var slegið föstu að ólögmætt væri að binda stöðuleyfisveitingu í sameign jarðar við samþykki allra eigenda hennar. Hins vegar liggi fyrir að þrátt fyrir ólögmæti gildi almenn regla skaðabótaréttar um saknæmi fullum fetum. Skilyrði bótaskyldu í málinu sé því saknæm háttsemi af hálfu Hornafjarðar. Landsréttur taldi Ice Lagoon ekki hafa fært sönnur á að Hornafjörður hefði tekið umþrættar ákvarðanir með saknæmum hætti. 270 milljóna króna tjón Í stefnu Ice Lagoon frá 2018 kemur fram að samkvæmt niðurstöðu endurskoðendafyrirtækisins Ernst & Young nemi tjón Ice Lagoon ehf. vegna aðgerða sveitarfélagsins allt að rúmum 270 milljónum króna. Í málsástæðum Hornafjarðar í málinu kom fram að fyrirtækið hefði aflað matsins einhliða og að sveitarfélagið mótmælti sönnunargildi þess. Fréttastofa ræddi við lögmann Ice Lagoon á sínum tíma og sagði hann meðal annars að framganga sveitarfélagsins í málinu hafi verið svo röng að hún líktist atvikalýsingu í raunhæfu verkefni í stjórnsýslurétti.
Hornafjörður Dómsmál Tengdar fréttir Undrast yfirlýsingar Hornafjarðar 31. júlí 2014 07:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira