Vara við fuglaflensu sem berist líklega til landsins með vorinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2022 10:48 Fuglaflensan mun líklega berast hingað til lands með farfuglum í vor. Getty Ekkert lát er á útbreiðslu skæðrar fuglaflensu í Evrópu, bæði í alifuglum og villtum fuglum. Sérstakar reglur um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að flensan berist í íslenska fugla hafa verið setttar í gildi. Samkvæmt nýjum reglum þurfa fuglaeigendur að gæta sérstakra sóttvarna til að fyrirbyggja að fuglaflensuveirur berist í fuglana þeirra úr villtum fuglum. Mörg tilfelli af fuglaflensu, í flestum tilfellum H5N1 afbrigði veirunnar, hafa verið á svæðum þar sem íslenskir farfuglr hafa vetursetu eða fara um á leið sinni til landsins. Fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun að nær öruggt sé að farfuglar beri veiruna með sér til landsins í ár. Rannsóknir á dauða svartbaka í Austur-Kanada í lok síðasta árs sýndu fram á að skæðar fuglaflensuveirur bárust með villtum fulum þangað frá Evrópu í fyrrasumar eða haust, líklegast með farfuglum sem komu við á Íslandi og Grænlandi. Gera má ráð fyrir að þetta endurtaki sig í ár og er því mikilvægt að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti frá villtum fuglum í fuglana sína. Þá þurfi að muna hina þrjá mikilvægu þættina í sóttvörnum: Aðskilnað, þrif og sótthreinsun. Það feli einna helst í sér aðskilnað villtra fugla frá fuglum í haldi, til dæmis með því að hafa fuglana inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum og tryggja að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Þá er almenningur hvattur til að tilkynna dauða villtra fugla ef ekki er augljóst að þeir hafi drepist af slysförum. Best er að gera það með því að skrá ábendingu á heimasíðu MAST. Öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla, er skylt að fylgja eftirfarandi reglum: 1. Fuglahús og umhverfi þeirra. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. Hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblástur vélrænnar loftræstingar. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum. 2. Umgengni og umhirða. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. 3. Fóður og drykkjarvatn. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. 4. Flutningar. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. 5. Úrgangur. Farga skal öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi. Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Samkvæmt nýjum reglum þurfa fuglaeigendur að gæta sérstakra sóttvarna til að fyrirbyggja að fuglaflensuveirur berist í fuglana þeirra úr villtum fuglum. Mörg tilfelli af fuglaflensu, í flestum tilfellum H5N1 afbrigði veirunnar, hafa verið á svæðum þar sem íslenskir farfuglr hafa vetursetu eða fara um á leið sinni til landsins. Fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun að nær öruggt sé að farfuglar beri veiruna með sér til landsins í ár. Rannsóknir á dauða svartbaka í Austur-Kanada í lok síðasta árs sýndu fram á að skæðar fuglaflensuveirur bárust með villtum fulum þangað frá Evrópu í fyrrasumar eða haust, líklegast með farfuglum sem komu við á Íslandi og Grænlandi. Gera má ráð fyrir að þetta endurtaki sig í ár og er því mikilvægt að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti frá villtum fuglum í fuglana sína. Þá þurfi að muna hina þrjá mikilvægu þættina í sóttvörnum: Aðskilnað, þrif og sótthreinsun. Það feli einna helst í sér aðskilnað villtra fugla frá fuglum í haldi, til dæmis með því að hafa fuglana inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum og tryggja að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Þá er almenningur hvattur til að tilkynna dauða villtra fugla ef ekki er augljóst að þeir hafi drepist af slysförum. Best er að gera það með því að skrá ábendingu á heimasíðu MAST. Öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla, er skylt að fylgja eftirfarandi reglum: 1. Fuglahús og umhverfi þeirra. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. Hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblástur vélrænnar loftræstingar. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum. 2. Umgengni og umhirða. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. 3. Fóður og drykkjarvatn. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. 4. Flutningar. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. 5. Úrgangur. Farga skal öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi.
1. Fuglahús og umhverfi þeirra. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. Hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblástur vélrænnar loftræstingar. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum. 2. Umgengni og umhirða. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. 3. Fóður og drykkjarvatn. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. 4. Flutningar. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. 5. Úrgangur. Farga skal öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi.
Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira