„Það stenst enginn þetta augnaráð“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 13:28 Við fengum að klappa Gaur í gær, sem er ekki á eiginlegri vakt þegar hann er ekki í leiðsögubeisli sínu. Þá er hann venjulegur hundur. vísir Það mun vanta sjö leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta á landinu á næstu árum. Við hittum Kela, eiganda leiðsöguhunds, í miðbæ Reykjavíkur í gær sem lýsti afar nánu sambandi sínu við besta vin sinn - Gaur. Lionshreyfingin á Íslandi selur nú rauðu fjöðrina svokölluðu í samstarfi við Blindrafélagið til að tryggja framboð af leiðsöguhundum hér á landi. Þeir eru nú 12 talsins en ljóst er að hér vantar um sjö til viðbótar, hið minnsta, á næstu árum. Þeir félagar Þorkell Jóhann Steindal og leiðsöguhundur hans Gaur voru staddir niðri í miðbæ í gær til að selja fjöðrina. Við spjölluðum við þá fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2, sem er hægt að sjá hér að neðan: Leiðsöguhundar þurfa að fara í gegn um langa og stranga þjálfun í Svíþjóð áður en þeir koma til landsins og það kostar sitt. „Fyrsta ár ævi sinnar eru þeir hjá fósturfjölskyldu þar sem þeir læra guðsótta og góða siði hjá heilbrigðum sænskum fjölskyldum og svo fara þeir í bara svona eins og heimavistarskóli fyrir hunda,“ útskýrir Þorkell, eða Keli, fyrir okkur. Keli segir svakalegt að fylgjast með áhrifum leiðsöguhunda á eigendur sína. vísir Og þar eru hundarnir annað ár áður en þeir fá loks að koma til Íslands, tveggja ára gamlir, og taka til starfa. Fólki líður betur og fær meira sjálfstraust Keli segir hundana þó gegna fjölþættara hlutverki en að vísa fólki veginn. Þeir eru nefnilega ansi góður félagsskapur. „Ég hef nú orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgjast með notendum fá hundana sína og góðu áhrifin sem þessi kvikindi hafa á fólk, það er bara magnað,“ segir Þorkell. „Fólki líður betur, það fær meira sjálfstraust og svo eru þetta svo yndisleg kvikindi að þau verða svona til þess að auka verulega á tíðni jákvæðra samskipta við nærumhverfi manns og annað fólk,“ segir hann. Fólk átti erfitt með að segja nei við Gaur í gær. vísir Þeim Kela og Gaur hefur gengið ansi vel að selja rauðu fjöðrina Það er nefnilega ekki verra að vera með krúttlegan hund þegar á að sannfæra fólk. „Við höfum svoldið klínt út með þessu ef fólk á erfitt með að ákveða sig. Sagt bara: Áður en þú ákveður þig horfðu þá í augun á þessum hundi. Það stenst enginn þetta augnaráð,“ segir Keli. Dýr Reykjavík Hundar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Lionshreyfingin á Íslandi selur nú rauðu fjöðrina svokölluðu í samstarfi við Blindrafélagið til að tryggja framboð af leiðsöguhundum hér á landi. Þeir eru nú 12 talsins en ljóst er að hér vantar um sjö til viðbótar, hið minnsta, á næstu árum. Þeir félagar Þorkell Jóhann Steindal og leiðsöguhundur hans Gaur voru staddir niðri í miðbæ í gær til að selja fjöðrina. Við spjölluðum við þá fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2, sem er hægt að sjá hér að neðan: Leiðsöguhundar þurfa að fara í gegn um langa og stranga þjálfun í Svíþjóð áður en þeir koma til landsins og það kostar sitt. „Fyrsta ár ævi sinnar eru þeir hjá fósturfjölskyldu þar sem þeir læra guðsótta og góða siði hjá heilbrigðum sænskum fjölskyldum og svo fara þeir í bara svona eins og heimavistarskóli fyrir hunda,“ útskýrir Þorkell, eða Keli, fyrir okkur. Keli segir svakalegt að fylgjast með áhrifum leiðsöguhunda á eigendur sína. vísir Og þar eru hundarnir annað ár áður en þeir fá loks að koma til Íslands, tveggja ára gamlir, og taka til starfa. Fólki líður betur og fær meira sjálfstraust Keli segir hundana þó gegna fjölþættara hlutverki en að vísa fólki veginn. Þeir eru nefnilega ansi góður félagsskapur. „Ég hef nú orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgjast með notendum fá hundana sína og góðu áhrifin sem þessi kvikindi hafa á fólk, það er bara magnað,“ segir Þorkell. „Fólki líður betur, það fær meira sjálfstraust og svo eru þetta svo yndisleg kvikindi að þau verða svona til þess að auka verulega á tíðni jákvæðra samskipta við nærumhverfi manns og annað fólk,“ segir hann. Fólk átti erfitt með að segja nei við Gaur í gær. vísir Þeim Kela og Gaur hefur gengið ansi vel að selja rauðu fjöðrina Það er nefnilega ekki verra að vera með krúttlegan hund þegar á að sannfæra fólk. „Við höfum svoldið klínt út með þessu ef fólk á erfitt með að ákveða sig. Sagt bara: Áður en þú ákveður þig horfðu þá í augun á þessum hundi. Það stenst enginn þetta augnaráð,“ segir Keli.
Dýr Reykjavík Hundar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira