DeChambeau hunsar ráðleggingar lækna og spilar á Masters Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2022 17:00 Bryson DeChambeau komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Valero Texas Open um helgina. getty/Stacy Revere Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau ætlar að spila á Masters-mótinu í vikunni þvert á ráðleggingar lækna hans. Hann hefur verið meiddur undanfarnar vikur og er hundrað prósent klár í slaginn. Masters, fyrsta risamót ársins, hefst á morgun. Venju samkvæmt fer mótið fram á Augusta National vellinum í Georgíu. DeChambeau verður meðal keppenda þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsli að undanförnu. Hann braut bein í höndinni og meiddist á mjöðm þegar hann rann á marmaragólfi þegar hann var að spila borðtennis. DeChambeau harkaði af sér og hefur spilað á mótum undanfarnar tvær helgar. Og hann verður með á Masters. „Þetta er bara einu sinni á ári og ég verð að láta þetta reyna,“ sagði DeChambeau. „Venjulega tekur það fjóra mánuði fyrir bein að gróa en ég er kominn til baka eftir tvo mánuði. Ég er ánægður með það. Ég er sennilega áttatíu prósent klár núna. Ég get samt ekki æft af fullum krafti og lengi og þarf bara að meta hlutina.“ Læknar DeChambeaus eru ekkert sérstaklega hrifnir af því að hann taki þátt á Masters en freistingin var of mikil fyrir Bandaríkjamanninn hrausta. „Þeir mæltu með því að ég tæki mér góða hvíld en sögðu að ef ég gæti slegið bolta og ekki fundið neitt athugavert gæti ég íhugað það,“ sagði DeChambeau. „Þeir sögðu að ég ætti að leyfa þessu að gróa og þjálfarinn minn [Chris Como] var eiginlega sammála, jafnvel þótt hann vilji að ég spili. Hann ber hag minn fyrir brjósti.“ DeChambeau hefur unnið einn risatitil á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótið 2020. Besti árangur hans á Masters er 21. sæti 2016. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Masters á Stöð 2 Golf. Fyrsta beina útsendingin hefst klukkan 19:00 á morgun. Golf Masters-mótið Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Masters, fyrsta risamót ársins, hefst á morgun. Venju samkvæmt fer mótið fram á Augusta National vellinum í Georgíu. DeChambeau verður meðal keppenda þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsli að undanförnu. Hann braut bein í höndinni og meiddist á mjöðm þegar hann rann á marmaragólfi þegar hann var að spila borðtennis. DeChambeau harkaði af sér og hefur spilað á mótum undanfarnar tvær helgar. Og hann verður með á Masters. „Þetta er bara einu sinni á ári og ég verð að láta þetta reyna,“ sagði DeChambeau. „Venjulega tekur það fjóra mánuði fyrir bein að gróa en ég er kominn til baka eftir tvo mánuði. Ég er ánægður með það. Ég er sennilega áttatíu prósent klár núna. Ég get samt ekki æft af fullum krafti og lengi og þarf bara að meta hlutina.“ Læknar DeChambeaus eru ekkert sérstaklega hrifnir af því að hann taki þátt á Masters en freistingin var of mikil fyrir Bandaríkjamanninn hrausta. „Þeir mæltu með því að ég tæki mér góða hvíld en sögðu að ef ég gæti slegið bolta og ekki fundið neitt athugavert gæti ég íhugað það,“ sagði DeChambeau. „Þeir sögðu að ég ætti að leyfa þessu að gróa og þjálfarinn minn [Chris Como] var eiginlega sammála, jafnvel þótt hann vilji að ég spili. Hann ber hag minn fyrir brjósti.“ DeChambeau hefur unnið einn risatitil á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótið 2020. Besti árangur hans á Masters er 21. sæti 2016. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Masters á Stöð 2 Golf. Fyrsta beina útsendingin hefst klukkan 19:00 á morgun.
Golf Masters-mótið Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira