„Þagnarhjúpur og skömm hefur umlukið sjálfsvíg og sjálfsvígshugsanir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2022 20:01 Rætt er við aðstandendur í kvikmyndinni Út úr myrkrinu. Út úr myrkrinu Þann 20. apríl verður frumsýnd í Bíó Paradís kvikmyndin Út úr myrkrinu eftir Helga Felixson og Titti Johnson. Tónlistin í myndinni er eftir Óskarsverðlaunahafann Hildi Guðnadóttur. Sýnishorn úr myndinni má sjá hér neðar í fréttinni. Myndinni er ætlað að hvetja til opinnar umræðu um sjálfsvíg. Frá því að gerð þessarar myndar hófst árið 2017 hafa að minnsta kosti 211 einstaklingar fallið fyrir eigin hendi á Íslandi samkvæmt fréttatilkynningu frá aðstandendum kvikmyndarinnar. Þessi kvikmynd miðlar reynslu aðstandenda sem hafa misst ástvin, sem tekið hefur eigið líf og hvernig þeir hafa komist út úr myrkri og þöggun. Myndinni er ætlað að hvetja til opinnar umræðu um efni sem hingað til hefur verið umlukið dulúð og þrúgandi þögn. Sýnishorn úr myndinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hundruð tilrauna á ári „Þagnarhjúpur og skömm hefur umlukið sjálfsvíg og sjálfsvígshugsanir í gegnum aldirnar. Það skýrist eflaust af þeirri staðreynd að litið var á sjálfsvíg sem glæp, samanber tungutakið þar sem sumir tala um að „fremja sjálfsmorð“ en sögnin að fremja vísar í glæpsamlegt athæfi eins og það sama á við orðið morð. Fyrr á öldum var hægt að gera eigur þeirra sem tóku eigið líf upptækar og greftrun þeirra í kirkjugörðum var bönnuð og Ísland var þar engin undantekning,“ segir í tilkynningunni. Frá ljósagöngunni sem er farin árlega hér á landi.Út úr myrkrinu „Talið er að 500 til 600 sjálfsvígstilraunir séu gerðar á Íslandi árlega og að á milli 30 til 50 manns deyja á ári vegna sjálfsvígs. Hvað er að, hvað veldur? Það er greinilega eitthvað verulega mikið að í samfélagi sem sættir sig við þessa staðreynd.“ Helgi Felixson og Titti Johnson hafa langan feril að baki í kvikmyndagerð og hafa áður gert myndir eins og Guð blessi Ísland, Vive la France og Undir stjörnuhimni sem allar hafa verið sýndar víða um heim, hlotið mikla athygli og verið sýndar á sjónvarpsstöðvum og á fjölda kvikmyndahátíða. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Myndinni er ætlað að hvetja til opinnar umræðu um sjálfsvíg. Frá því að gerð þessarar myndar hófst árið 2017 hafa að minnsta kosti 211 einstaklingar fallið fyrir eigin hendi á Íslandi samkvæmt fréttatilkynningu frá aðstandendum kvikmyndarinnar. Þessi kvikmynd miðlar reynslu aðstandenda sem hafa misst ástvin, sem tekið hefur eigið líf og hvernig þeir hafa komist út úr myrkri og þöggun. Myndinni er ætlað að hvetja til opinnar umræðu um efni sem hingað til hefur verið umlukið dulúð og þrúgandi þögn. Sýnishorn úr myndinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hundruð tilrauna á ári „Þagnarhjúpur og skömm hefur umlukið sjálfsvíg og sjálfsvígshugsanir í gegnum aldirnar. Það skýrist eflaust af þeirri staðreynd að litið var á sjálfsvíg sem glæp, samanber tungutakið þar sem sumir tala um að „fremja sjálfsmorð“ en sögnin að fremja vísar í glæpsamlegt athæfi eins og það sama á við orðið morð. Fyrr á öldum var hægt að gera eigur þeirra sem tóku eigið líf upptækar og greftrun þeirra í kirkjugörðum var bönnuð og Ísland var þar engin undantekning,“ segir í tilkynningunni. Frá ljósagöngunni sem er farin árlega hér á landi.Út úr myrkrinu „Talið er að 500 til 600 sjálfsvígstilraunir séu gerðar á Íslandi árlega og að á milli 30 til 50 manns deyja á ári vegna sjálfsvígs. Hvað er að, hvað veldur? Það er greinilega eitthvað verulega mikið að í samfélagi sem sættir sig við þessa staðreynd.“ Helgi Felixson og Titti Johnson hafa langan feril að baki í kvikmyndagerð og hafa áður gert myndir eins og Guð blessi Ísland, Vive la France og Undir stjörnuhimni sem allar hafa verið sýndar víða um heim, hlotið mikla athygli og verið sýndar á sjónvarpsstöðvum og á fjölda kvikmyndahátíða.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira