Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2022 13:55 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld fylgjast vel með stöðunni. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. „Við gerum ráð fyrir frekari viðskiptaþvingunum. Við munum áfram hér eftir sem hingað til taka þátt í þeim. Það er eitthvað sem skýrist á næstu sólarhringum,“ segir Þórdís Kolbrún. Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa fimmtán rússneskum embættismönnum úr landi. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, greindi frá því í morgun að utanríkismálanefnd landsins hafi komist að þessari niðurstöðu. Þórdís var spurð hvort eitthvað slíkt yrði gert hér á landi. Hún benti á að rússneskir starfsmenn sendiráðsins væru öfáir. „Ef svarað er í sömu mynt þýðir það að við verðum ekki með starfrækt sendiráð í Rússlandi. Við tökum tillit til þess í okkar hagsmunamati og mati á stöðunni.“ Það sé alveg rétt að sífelld meiri harka færist í leikinn. „Þessar myndir og upplýsingar eru með algjörum ólíkindum og hörmungarnar af svo miklum skala að það er ótrúlegt að eftir allan þennan tíma séum við á rangri braut. Við eigum langt í land,“ segir Þórdís Kolbrún. Íslensk stjórnvöld fylgist með því hvað vina- og bandalagsþjóðir geri. „Nú eru þau orðin allmörg sem eru að senda hluta starfsmanna til baka. Þau eru með svo miklu meiri fjölda fólks. Við erum með örfá. Við munum áfram fylgjast með því sem önnur ríki gera,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá var Þórdís spurð út í hlutverk starfsmanna sendiráðs Rússa hér á landi. „Það er alveg rétt að starfsmenn hér eru að fylgjast með því sem er að gerast í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Við höfum fundið fyrir því. En við erum meðvituð um það og höfum það í huga. Þau ríki, eins og Litháen, sem er að senda sendiherrann til baka eru ekki að slíta stjórnmálasambandi. Þannig að það er líka munur þar á. Við þurfum að taka tillit til þess hversu fámenn við erum í Rússlandi. Það er það sem vði þurfum að huga að. En það er hreyfing á þessu. Ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breyast. Að því leytinu fylgjumst við með,“ segir Þórdís. „Við sjáum bara í þessari stöðu hversu hratt hlutirnir geta breyst. Því miður erum við enn á leiðinni í ranga átt. Það lengist alltaf og lengist í land. Það er fátt sem ég get útilokað. Við allavega sjáum þróun annars staðar, sem er í þá veru að senda fleiri starfsmenn, jafnvel sendiherrann. Að því leytinu til ef við ætlum að fylgjast með og fylgja okkar vina- og bandalagsþjóðum þá eru þau nær því, þannig að já.“ Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. 5. apríl 2022 12:01 Vaktin: Segja 165 börn hafa látið lífið í átökunum til þessa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 22:25 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir frekari viðskiptaþvingunum. Við munum áfram hér eftir sem hingað til taka þátt í þeim. Það er eitthvað sem skýrist á næstu sólarhringum,“ segir Þórdís Kolbrún. Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa fimmtán rússneskum embættismönnum úr landi. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, greindi frá því í morgun að utanríkismálanefnd landsins hafi komist að þessari niðurstöðu. Þórdís var spurð hvort eitthvað slíkt yrði gert hér á landi. Hún benti á að rússneskir starfsmenn sendiráðsins væru öfáir. „Ef svarað er í sömu mynt þýðir það að við verðum ekki með starfrækt sendiráð í Rússlandi. Við tökum tillit til þess í okkar hagsmunamati og mati á stöðunni.“ Það sé alveg rétt að sífelld meiri harka færist í leikinn. „Þessar myndir og upplýsingar eru með algjörum ólíkindum og hörmungarnar af svo miklum skala að það er ótrúlegt að eftir allan þennan tíma séum við á rangri braut. Við eigum langt í land,“ segir Þórdís Kolbrún. Íslensk stjórnvöld fylgist með því hvað vina- og bandalagsþjóðir geri. „Nú eru þau orðin allmörg sem eru að senda hluta starfsmanna til baka. Þau eru með svo miklu meiri fjölda fólks. Við erum með örfá. Við munum áfram fylgjast með því sem önnur ríki gera,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá var Þórdís spurð út í hlutverk starfsmanna sendiráðs Rússa hér á landi. „Það er alveg rétt að starfsmenn hér eru að fylgjast með því sem er að gerast í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Við höfum fundið fyrir því. En við erum meðvituð um það og höfum það í huga. Þau ríki, eins og Litháen, sem er að senda sendiherrann til baka eru ekki að slíta stjórnmálasambandi. Þannig að það er líka munur þar á. Við þurfum að taka tillit til þess hversu fámenn við erum í Rússlandi. Það er það sem vði þurfum að huga að. En það er hreyfing á þessu. Ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breyast. Að því leytinu fylgjumst við með,“ segir Þórdís. „Við sjáum bara í þessari stöðu hversu hratt hlutirnir geta breyst. Því miður erum við enn á leiðinni í ranga átt. Það lengist alltaf og lengist í land. Það er fátt sem ég get útilokað. Við allavega sjáum þróun annars staðar, sem er í þá veru að senda fleiri starfsmenn, jafnvel sendiherrann. Að því leytinu til ef við ætlum að fylgjast með og fylgja okkar vina- og bandalagsþjóðum þá eru þau nær því, þannig að já.“
Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. 5. apríl 2022 12:01 Vaktin: Segja 165 börn hafa látið lífið í átökunum til þessa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 22:25 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. 5. apríl 2022 12:01
Vaktin: Segja 165 börn hafa látið lífið í átökunum til þessa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 22:25