Þetta staðfestir Ari í samtali við fréttastofu. Eftir standa Aðalheiður Ámundadóttir og Garðar Örn Úlfarsson sem munu áfram gegna stöðu fréttastjóra á Fréttablaðinu.
Ari er með mastersgráðu í blaða- og fréttamennsku frá Edinburgh Napier University í Skotlandi og BA-gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Áður en hann hóf störf á Fréttablaðinu vann hann hjá Vefpressunni sem rak þá DV, Eyjuna, Pressuna og Bleikt. Hann var ráðinn fréttastjóri Pressunnar árið 2016.