„Endalaust að fá athugasemdir að það væri ekki hægt að taka mark á mér, ég væri svo ljót“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2022 10:31 Ólöf Tara, Ninna Karla, Helga Benediktsdóttir, Hulda Hrund og Þórhildur Gyða erum saman í baráttuhópnum Öfgar. Það hafa eflaust margir heyrt um hópinn Öfga sem heyrt hefur hátt í á undanförnu ári en markmið hópsins er að standa með þolendum og berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Þessar konur liggja svo sannarlega ekki á skoðununum sínum. Sindri Sindrason hitti hópinn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og fékk að kynnast þessum konum betur. „Við erum ekkert alltaf brjálaðar og erum líka mjög fyndnar og skemmtilegar sko. Ég held að samfélagið sjái þetta út frá einhverjum æsifréttastíl og athugasemdakerfunum,“ segir Ninna Karla meðlimur í Öfgum. „Mér finnst miklu meira gaman hjá okkur heldur en við séum reiðar. Það er ekkert neikvætt að vera reiður stundum, bara nota reiðina í eitthvað gott,“ segir Ólöf Tara Harðardóttir í Öfgum. „Ef karlmenn eru reiðir eru þeir fullir af eldmóði en ef við erum reiðar erum við bara ógeðslega brjálaðar og á túr eða eitthvað,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir í Öfgum. Ekki er um að ræða hóp af æskuvinkonum heldur kynntust þær í gegnum baráttuna á einn eða annan hátt. Þau treysta okkur „Við viljum gera allt fyrir þolendur og trúum þeim og við finnum að þau treysta okkur,“ segir Helga Benediktsdóttir í Öfgum. Konurnar í hópnum eru í raun nokkuð ólíkar þegar kemur að menntun og starfi en um er að ræða einkaþjálfara, förðunarfræðing, leikara, nema í iðjuþjálfun og meistaranema í félagsráðgjöf. „Að vera með þetta bakland í þessari baráttu breytir öllu. Eldri aktívistar brenna bara út því þær eru bara einar. Það er erfiðara ef við erum hópur,“ segir Helga. , Konurnar byrjuðu að vinna saman fyrir aðeins tíu mánuðum og finna þær mikinn mun á samfélaginu á þessum stutta tíma. Fleiri taki mark á þeim og er stuðningurinn oft úr óvæntum áttum. „Við erum að fá ofboðslega mikinn stuðning frá eldri karlmönnum sem eru að bakka okkur upp og hafa samband við okkur og þakka okkur fyrir. Það er virkilega gefandi að fá stuðning úr þeirri átt,“ segir Hulda Hrund. „Á tímabili var baráttan svolítið þung og róðurinn svolítið þungur en stemningin er miklu léttari núna. Ég held að það sé út af því að við erum orðnar meira óheflaðar að nota húmorinn okkar og erum allar að verða miklu léttari á okkur,“ segir Ólöf Tara. Þær segjast vissulega finna fyrir fordómum. „Fordómarnir sem ég upplifi var að þegar við byrjuðum baráttuna var ég tuttugu kílóum þyngri og var í lyfjameðferð og þetta var ekki auðvelt. Þá var ég endalaust að fá athugasemdir að það væri ekki hægt að taka mark á mér, ég væri svo ljót og það myndi enginn vilja ríða mér. Svo hætti ég á þessari lyfjameðferð og þyngdin fór og þá er hægt að taka meira mark á mér,“ segir Hulda Hrund. Kynferðisofbeldi Ísland í dag MeToo Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Sindri Sindrason hitti hópinn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og fékk að kynnast þessum konum betur. „Við erum ekkert alltaf brjálaðar og erum líka mjög fyndnar og skemmtilegar sko. Ég held að samfélagið sjái þetta út frá einhverjum æsifréttastíl og athugasemdakerfunum,“ segir Ninna Karla meðlimur í Öfgum. „Mér finnst miklu meira gaman hjá okkur heldur en við séum reiðar. Það er ekkert neikvætt að vera reiður stundum, bara nota reiðina í eitthvað gott,“ segir Ólöf Tara Harðardóttir í Öfgum. „Ef karlmenn eru reiðir eru þeir fullir af eldmóði en ef við erum reiðar erum við bara ógeðslega brjálaðar og á túr eða eitthvað,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir í Öfgum. Ekki er um að ræða hóp af æskuvinkonum heldur kynntust þær í gegnum baráttuna á einn eða annan hátt. Þau treysta okkur „Við viljum gera allt fyrir þolendur og trúum þeim og við finnum að þau treysta okkur,“ segir Helga Benediktsdóttir í Öfgum. Konurnar í hópnum eru í raun nokkuð ólíkar þegar kemur að menntun og starfi en um er að ræða einkaþjálfara, förðunarfræðing, leikara, nema í iðjuþjálfun og meistaranema í félagsráðgjöf. „Að vera með þetta bakland í þessari baráttu breytir öllu. Eldri aktívistar brenna bara út því þær eru bara einar. Það er erfiðara ef við erum hópur,“ segir Helga. , Konurnar byrjuðu að vinna saman fyrir aðeins tíu mánuðum og finna þær mikinn mun á samfélaginu á þessum stutta tíma. Fleiri taki mark á þeim og er stuðningurinn oft úr óvæntum áttum. „Við erum að fá ofboðslega mikinn stuðning frá eldri karlmönnum sem eru að bakka okkur upp og hafa samband við okkur og þakka okkur fyrir. Það er virkilega gefandi að fá stuðning úr þeirri átt,“ segir Hulda Hrund. „Á tímabili var baráttan svolítið þung og róðurinn svolítið þungur en stemningin er miklu léttari núna. Ég held að það sé út af því að við erum orðnar meira óheflaðar að nota húmorinn okkar og erum allar að verða miklu léttari á okkur,“ segir Ólöf Tara. Þær segjast vissulega finna fyrir fordómum. „Fordómarnir sem ég upplifi var að þegar við byrjuðum baráttuna var ég tuttugu kílóum þyngri og var í lyfjameðferð og þetta var ekki auðvelt. Þá var ég endalaust að fá athugasemdir að það væri ekki hægt að taka mark á mér, ég væri svo ljót og það myndi enginn vilja ríða mér. Svo hætti ég á þessari lyfjameðferð og þyngdin fór og þá er hægt að taka meira mark á mér,“ segir Hulda Hrund.
Kynferðisofbeldi Ísland í dag MeToo Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira