„Endalaust að fá athugasemdir að það væri ekki hægt að taka mark á mér, ég væri svo ljót“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2022 10:31 Ólöf Tara, Ninna Karla, Helga Benediktsdóttir, Hulda Hrund og Þórhildur Gyða erum saman í baráttuhópnum Öfgar. Það hafa eflaust margir heyrt um hópinn Öfga sem heyrt hefur hátt í á undanförnu ári en markmið hópsins er að standa með þolendum og berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Þessar konur liggja svo sannarlega ekki á skoðununum sínum. Sindri Sindrason hitti hópinn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og fékk að kynnast þessum konum betur. „Við erum ekkert alltaf brjálaðar og erum líka mjög fyndnar og skemmtilegar sko. Ég held að samfélagið sjái þetta út frá einhverjum æsifréttastíl og athugasemdakerfunum,“ segir Ninna Karla meðlimur í Öfgum. „Mér finnst miklu meira gaman hjá okkur heldur en við séum reiðar. Það er ekkert neikvætt að vera reiður stundum, bara nota reiðina í eitthvað gott,“ segir Ólöf Tara Harðardóttir í Öfgum. „Ef karlmenn eru reiðir eru þeir fullir af eldmóði en ef við erum reiðar erum við bara ógeðslega brjálaðar og á túr eða eitthvað,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir í Öfgum. Ekki er um að ræða hóp af æskuvinkonum heldur kynntust þær í gegnum baráttuna á einn eða annan hátt. Þau treysta okkur „Við viljum gera allt fyrir þolendur og trúum þeim og við finnum að þau treysta okkur,“ segir Helga Benediktsdóttir í Öfgum. Konurnar í hópnum eru í raun nokkuð ólíkar þegar kemur að menntun og starfi en um er að ræða einkaþjálfara, förðunarfræðing, leikara, nema í iðjuþjálfun og meistaranema í félagsráðgjöf. „Að vera með þetta bakland í þessari baráttu breytir öllu. Eldri aktívistar brenna bara út því þær eru bara einar. Það er erfiðara ef við erum hópur,“ segir Helga. , Konurnar byrjuðu að vinna saman fyrir aðeins tíu mánuðum og finna þær mikinn mun á samfélaginu á þessum stutta tíma. Fleiri taki mark á þeim og er stuðningurinn oft úr óvæntum áttum. „Við erum að fá ofboðslega mikinn stuðning frá eldri karlmönnum sem eru að bakka okkur upp og hafa samband við okkur og þakka okkur fyrir. Það er virkilega gefandi að fá stuðning úr þeirri átt,“ segir Hulda Hrund. „Á tímabili var baráttan svolítið þung og róðurinn svolítið þungur en stemningin er miklu léttari núna. Ég held að það sé út af því að við erum orðnar meira óheflaðar að nota húmorinn okkar og erum allar að verða miklu léttari á okkur,“ segir Ólöf Tara. Þær segjast vissulega finna fyrir fordómum. „Fordómarnir sem ég upplifi var að þegar við byrjuðum baráttuna var ég tuttugu kílóum þyngri og var í lyfjameðferð og þetta var ekki auðvelt. Þá var ég endalaust að fá athugasemdir að það væri ekki hægt að taka mark á mér, ég væri svo ljót og það myndi enginn vilja ríða mér. Svo hætti ég á þessari lyfjameðferð og þyngdin fór og þá er hægt að taka meira mark á mér,“ segir Hulda Hrund. Kynferðisofbeldi Ísland í dag MeToo Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Sindri Sindrason hitti hópinn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og fékk að kynnast þessum konum betur. „Við erum ekkert alltaf brjálaðar og erum líka mjög fyndnar og skemmtilegar sko. Ég held að samfélagið sjái þetta út frá einhverjum æsifréttastíl og athugasemdakerfunum,“ segir Ninna Karla meðlimur í Öfgum. „Mér finnst miklu meira gaman hjá okkur heldur en við séum reiðar. Það er ekkert neikvætt að vera reiður stundum, bara nota reiðina í eitthvað gott,“ segir Ólöf Tara Harðardóttir í Öfgum. „Ef karlmenn eru reiðir eru þeir fullir af eldmóði en ef við erum reiðar erum við bara ógeðslega brjálaðar og á túr eða eitthvað,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir í Öfgum. Ekki er um að ræða hóp af æskuvinkonum heldur kynntust þær í gegnum baráttuna á einn eða annan hátt. Þau treysta okkur „Við viljum gera allt fyrir þolendur og trúum þeim og við finnum að þau treysta okkur,“ segir Helga Benediktsdóttir í Öfgum. Konurnar í hópnum eru í raun nokkuð ólíkar þegar kemur að menntun og starfi en um er að ræða einkaþjálfara, förðunarfræðing, leikara, nema í iðjuþjálfun og meistaranema í félagsráðgjöf. „Að vera með þetta bakland í þessari baráttu breytir öllu. Eldri aktívistar brenna bara út því þær eru bara einar. Það er erfiðara ef við erum hópur,“ segir Helga. , Konurnar byrjuðu að vinna saman fyrir aðeins tíu mánuðum og finna þær mikinn mun á samfélaginu á þessum stutta tíma. Fleiri taki mark á þeim og er stuðningurinn oft úr óvæntum áttum. „Við erum að fá ofboðslega mikinn stuðning frá eldri karlmönnum sem eru að bakka okkur upp og hafa samband við okkur og þakka okkur fyrir. Það er virkilega gefandi að fá stuðning úr þeirri átt,“ segir Hulda Hrund. „Á tímabili var baráttan svolítið þung og róðurinn svolítið þungur en stemningin er miklu léttari núna. Ég held að það sé út af því að við erum orðnar meira óheflaðar að nota húmorinn okkar og erum allar að verða miklu léttari á okkur,“ segir Ólöf Tara. Þær segjast vissulega finna fyrir fordómum. „Fordómarnir sem ég upplifi var að þegar við byrjuðum baráttuna var ég tuttugu kílóum þyngri og var í lyfjameðferð og þetta var ekki auðvelt. Þá var ég endalaust að fá athugasemdir að það væri ekki hægt að taka mark á mér, ég væri svo ljót og það myndi enginn vilja ríða mér. Svo hætti ég á þessari lyfjameðferð og þyngdin fór og þá er hægt að taka meira mark á mér,“ segir Hulda Hrund.
Kynferðisofbeldi Ísland í dag MeToo Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira