Kylfingurinn Dagur Snær og PGA-golfkennarinn Snorri Páll sjá um sýnikennsluna og sjá áhorfendum fyrir heimaæfingum.
Í lok þáttanna er fylgst með útvarpsmanninum Agli Ploder og kraftlyftingarkonunni Arnhildi Önnu þar sem þau reyna að bæta sinn leik. Fjölmiðlamaðurinn geðþekki Rikki G sér um þjálfun Egils en Dagur Snær verður Arnhildi innan handar.
Slegið í gegn koma út á miðvikudögum næstu mánuði.