„Ef við drullum upp á bak núna þá erum við í enn verri vandræðum“ Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 11:01 Þorsteinn Halldórsson stýrir Íslandi á EM í júlí og vonast til að fara einnig með liðið á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. vísir/vilhelm Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, segir ekki koma annað til greina en að leggja allt í sölurnar í Belgrad í dag til að ná sigri gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM. Ísland mætir Tékklandi ytra á þriðjudaginn í algjörum lykilleik í toppbaráttu C-riðils, þar sem Ísland berst við Tékkland og Holland um efstu tvö sætin. Efsta liðið kemst beint á HM og næstefsta liðið í umspil. Fyrir fram er Ísland mun sigurstranglegra en Hvíta-Rússland í dag en Þorsteinn segir ekki koma til greina að hvíla leikmenn eða fara varlega í dag eins og hægt væri að gera með leikinn við Tékka í huga: „Við erum ekki að fara að hvíla einn né neinn. Við mætum með fulla virðingu fyrir andstæðingnum og ætlum ekki að taka sénsa á einu né neinu,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. „Við ætlum að vinna þennan leik, sama hvað við þurfum að gera. Þessi leikur er alveg jafnmikilvægur og leikurinn við Tékka á þriðjudaginn. Ef við drullum upp á bak núna þá erum við í enn verri vandræðum fyrir þriðjudaginn. Við gerum okkur algjörlega grein fyrir því að við erum að fara í leik sem er mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn. Þýðir ekkert hálfkák þó að við vitum að við séum betri Vinni Ísland bæði Hvíta-Rússland og Tékkland gæti liðinu dugað að ná jafntefli gegn Hollandi á útivelli í september til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farseðil á HM í fyrsta sinn. Holland vann Hvíta-Rússland 2-0 í Minsk á síðasta ári, áður en stríðið í Úkraínu hófst og Hvít-Rússar máttu enn spila á sínum heimavelli, en bæði mörk Hollendinga komu þá eftir 70 mínútna leik. „Hvít-Rússarnir eru skipulagðir varnarlega. Þær geta alveg varist og sýndu á móti Hollandi að þú þarft að vera hugmyndaríkur, áræðinn og spila af krafti á móti þeim. Það þýðir ekkert hálfkák þó að við segjum við sjálf okkur, trúum því og vitum það, að við séum betri en þær. Við þurfum að vera góð í þessum leik og leggja hart að okkur til að brjóta þær á bak aftur,“ sagði Þorsteinn. Leikur Hvíta-Rússlands og Íslands hefst klukkan 16 í dag að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Ísland mætir Tékklandi ytra á þriðjudaginn í algjörum lykilleik í toppbaráttu C-riðils, þar sem Ísland berst við Tékkland og Holland um efstu tvö sætin. Efsta liðið kemst beint á HM og næstefsta liðið í umspil. Fyrir fram er Ísland mun sigurstranglegra en Hvíta-Rússland í dag en Þorsteinn segir ekki koma til greina að hvíla leikmenn eða fara varlega í dag eins og hægt væri að gera með leikinn við Tékka í huga: „Við erum ekki að fara að hvíla einn né neinn. Við mætum með fulla virðingu fyrir andstæðingnum og ætlum ekki að taka sénsa á einu né neinu,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. „Við ætlum að vinna þennan leik, sama hvað við þurfum að gera. Þessi leikur er alveg jafnmikilvægur og leikurinn við Tékka á þriðjudaginn. Ef við drullum upp á bak núna þá erum við í enn verri vandræðum fyrir þriðjudaginn. Við gerum okkur algjörlega grein fyrir því að við erum að fara í leik sem er mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn. Þýðir ekkert hálfkák þó að við vitum að við séum betri Vinni Ísland bæði Hvíta-Rússland og Tékkland gæti liðinu dugað að ná jafntefli gegn Hollandi á útivelli í september til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farseðil á HM í fyrsta sinn. Holland vann Hvíta-Rússland 2-0 í Minsk á síðasta ári, áður en stríðið í Úkraínu hófst og Hvít-Rússar máttu enn spila á sínum heimavelli, en bæði mörk Hollendinga komu þá eftir 70 mínútna leik. „Hvít-Rússarnir eru skipulagðir varnarlega. Þær geta alveg varist og sýndu á móti Hollandi að þú þarft að vera hugmyndaríkur, áræðinn og spila af krafti á móti þeim. Það þýðir ekkert hálfkák þó að við segjum við sjálf okkur, trúum því og vitum það, að við séum betri en þær. Við þurfum að vera góð í þessum leik og leggja hart að okkur til að brjóta þær á bak aftur,“ sagði Þorsteinn. Leikur Hvíta-Rússlands og Íslands hefst klukkan 16 í dag að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira