„Ef við drullum upp á bak núna þá erum við í enn verri vandræðum“ Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 11:01 Þorsteinn Halldórsson stýrir Íslandi á EM í júlí og vonast til að fara einnig með liðið á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. vísir/vilhelm Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, segir ekki koma annað til greina en að leggja allt í sölurnar í Belgrad í dag til að ná sigri gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM. Ísland mætir Tékklandi ytra á þriðjudaginn í algjörum lykilleik í toppbaráttu C-riðils, þar sem Ísland berst við Tékkland og Holland um efstu tvö sætin. Efsta liðið kemst beint á HM og næstefsta liðið í umspil. Fyrir fram er Ísland mun sigurstranglegra en Hvíta-Rússland í dag en Þorsteinn segir ekki koma til greina að hvíla leikmenn eða fara varlega í dag eins og hægt væri að gera með leikinn við Tékka í huga: „Við erum ekki að fara að hvíla einn né neinn. Við mætum með fulla virðingu fyrir andstæðingnum og ætlum ekki að taka sénsa á einu né neinu,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. „Við ætlum að vinna þennan leik, sama hvað við þurfum að gera. Þessi leikur er alveg jafnmikilvægur og leikurinn við Tékka á þriðjudaginn. Ef við drullum upp á bak núna þá erum við í enn verri vandræðum fyrir þriðjudaginn. Við gerum okkur algjörlega grein fyrir því að við erum að fara í leik sem er mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn. Þýðir ekkert hálfkák þó að við vitum að við séum betri Vinni Ísland bæði Hvíta-Rússland og Tékkland gæti liðinu dugað að ná jafntefli gegn Hollandi á útivelli í september til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farseðil á HM í fyrsta sinn. Holland vann Hvíta-Rússland 2-0 í Minsk á síðasta ári, áður en stríðið í Úkraínu hófst og Hvít-Rússar máttu enn spila á sínum heimavelli, en bæði mörk Hollendinga komu þá eftir 70 mínútna leik. „Hvít-Rússarnir eru skipulagðir varnarlega. Þær geta alveg varist og sýndu á móti Hollandi að þú þarft að vera hugmyndaríkur, áræðinn og spila af krafti á móti þeim. Það þýðir ekkert hálfkák þó að við segjum við sjálf okkur, trúum því og vitum það, að við séum betri en þær. Við þurfum að vera góð í þessum leik og leggja hart að okkur til að brjóta þær á bak aftur,“ sagði Þorsteinn. Leikur Hvíta-Rússlands og Íslands hefst klukkan 16 í dag að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Ísland mætir Tékklandi ytra á þriðjudaginn í algjörum lykilleik í toppbaráttu C-riðils, þar sem Ísland berst við Tékkland og Holland um efstu tvö sætin. Efsta liðið kemst beint á HM og næstefsta liðið í umspil. Fyrir fram er Ísland mun sigurstranglegra en Hvíta-Rússland í dag en Þorsteinn segir ekki koma til greina að hvíla leikmenn eða fara varlega í dag eins og hægt væri að gera með leikinn við Tékka í huga: „Við erum ekki að fara að hvíla einn né neinn. Við mætum með fulla virðingu fyrir andstæðingnum og ætlum ekki að taka sénsa á einu né neinu,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. „Við ætlum að vinna þennan leik, sama hvað við þurfum að gera. Þessi leikur er alveg jafnmikilvægur og leikurinn við Tékka á þriðjudaginn. Ef við drullum upp á bak núna þá erum við í enn verri vandræðum fyrir þriðjudaginn. Við gerum okkur algjörlega grein fyrir því að við erum að fara í leik sem er mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn. Þýðir ekkert hálfkák þó að við vitum að við séum betri Vinni Ísland bæði Hvíta-Rússland og Tékkland gæti liðinu dugað að ná jafntefli gegn Hollandi á útivelli í september til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farseðil á HM í fyrsta sinn. Holland vann Hvíta-Rússland 2-0 í Minsk á síðasta ári, áður en stríðið í Úkraínu hófst og Hvít-Rússar máttu enn spila á sínum heimavelli, en bæði mörk Hollendinga komu þá eftir 70 mínútna leik. „Hvít-Rússarnir eru skipulagðir varnarlega. Þær geta alveg varist og sýndu á móti Hollandi að þú þarft að vera hugmyndaríkur, áræðinn og spila af krafti á móti þeim. Það þýðir ekkert hálfkák þó að við segjum við sjálf okkur, trúum því og vitum það, að við séum betri en þær. Við þurfum að vera góð í þessum leik og leggja hart að okkur til að brjóta þær á bak aftur,“ sagði Þorsteinn. Leikur Hvíta-Rússlands og Íslands hefst klukkan 16 í dag að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira