Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta Siggeir Ævarsson skrifar 6. apríl 2022 21:25 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Foto: Vilhelm Gunnarsson Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur ekki riðið sérlega feitum hesti frá viðureignum sínum gegn uppeldisfélaginu KR, en fyrir leikinn í kvöld hafði hann tapað 13 af 14 síðustu leikjum gegn þeim, þar af báðum leikjunum í deildinni í vetur og seinni leiknum ansi illa. Það var annað uppi á teningnum í kvöld og því lá beinast við að spyrja hvort Benni væri loksins búinn að ná að kveða niður KR-grýluna. „Þetta er bara 1. leikhluti í seríunni og ég ætla ekki að vera stóryrtur á þessum tímapunkti um að hafa kveðið eitthvað niður. Ég man ekki eftir leik án þess að KR hafi spilað vel á móti mér í gegnum tíðina og svo man ég ekki eftir Njarðvík - KR seríu án þess að það hafi verið einmitt svona. Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta. Við vissum það fyrir þennan leik.“ Það var hart tekist á í leiknum í kvöld og töluvert um pústra manna á milli. Var Benni sáttur með orkustigið sem hans menn komu með í leikinn í kvöld? „Já já, þetta var allt annað en þegar við skíttöpuðum fyrir þeim hérna fyrir stuttu síðan og orkan og ákefðin allt önnur. Menn gera sér grein fyrir mikilvægi leikjanna núna og ég vona að þetta verði svona áfram og ég veit að þetta verður svona áfram.“ Hinn gríski Fotis Lampropoulos endaði lang stigahæstur Njarðvíkinga með 28 stig í kvöld. Hann var þó ekki sérlega áberandi í leiknum, og var það mál manna í blaðamannastúkunni að þetta væri einhver sú lúmskasta 28 stiga frammistaða sem sést hefði á parketinu í langan tíma. „Ég er eiginlega bara sammála því. Ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir þessu sjálfur fyrr en ég kíkti á tölfræðina núna eftir leik því mér fannst hann geta gert betur stundum. En svona er hann bara sem leikmaður, hann laumar án þess að það fari mikið fyrir því og þessi 28 stig skiptu klárlega máli.“ Spurningin sem brann á körfuboltaþjóðinni fyrir leikinn í kvöld var án vafa hvort Haukur Helgi Pálsson myndi reima á sig skóna, sem hann og gerði. En hann virtist þó ekki vera 100% heill heilsu, og staðfesti Benedikt þær vangaveltur. „Haukur hefur náttúrulega ekkert verið 100% í vetur og verður það ekkert á þessu tímabili. En hann hjálpar okkur samt. Við prófuðum hann og hann hjálpaði okkur hér í dag, við þurfum á honum að halda þó hann sé 30-40%. Hann endaði með 14 stig en gerir líka ýmislegt annað, hann má bara ekki kólna mikið þannig að hann þarf að byrja og svo þegar ég set hann aftur inn á þarf það að vera fljótlega. Þannig að ég reyni bara að nýta hann eins og hægt er.“ Það var gríðarlega góð stemming í Ljónagryfjunni í kvöld. Stúkan þétt setin og mikil læti. Það hlýtur að gleðja Benedikt að fá svona góðan stuðning úr stúkunni? „Þetta er bara úrslitakeppnin eins og hún er alltaf. Ég held að það séu einhver ár síðan að Njarðvík var í úrslitakeppni, bara út af covid og öllu því. Ég veit að fólkið okkar er hungrað í svona úrslitakeppnisstemmingu og örugglega bara fólk útum land og ég held að það verði full hús og stemming alls staðar.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
„Þetta er bara 1. leikhluti í seríunni og ég ætla ekki að vera stóryrtur á þessum tímapunkti um að hafa kveðið eitthvað niður. Ég man ekki eftir leik án þess að KR hafi spilað vel á móti mér í gegnum tíðina og svo man ég ekki eftir Njarðvík - KR seríu án þess að það hafi verið einmitt svona. Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta. Við vissum það fyrir þennan leik.“ Það var hart tekist á í leiknum í kvöld og töluvert um pústra manna á milli. Var Benni sáttur með orkustigið sem hans menn komu með í leikinn í kvöld? „Já já, þetta var allt annað en þegar við skíttöpuðum fyrir þeim hérna fyrir stuttu síðan og orkan og ákefðin allt önnur. Menn gera sér grein fyrir mikilvægi leikjanna núna og ég vona að þetta verði svona áfram og ég veit að þetta verður svona áfram.“ Hinn gríski Fotis Lampropoulos endaði lang stigahæstur Njarðvíkinga með 28 stig í kvöld. Hann var þó ekki sérlega áberandi í leiknum, og var það mál manna í blaðamannastúkunni að þetta væri einhver sú lúmskasta 28 stiga frammistaða sem sést hefði á parketinu í langan tíma. „Ég er eiginlega bara sammála því. Ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir þessu sjálfur fyrr en ég kíkti á tölfræðina núna eftir leik því mér fannst hann geta gert betur stundum. En svona er hann bara sem leikmaður, hann laumar án þess að það fari mikið fyrir því og þessi 28 stig skiptu klárlega máli.“ Spurningin sem brann á körfuboltaþjóðinni fyrir leikinn í kvöld var án vafa hvort Haukur Helgi Pálsson myndi reima á sig skóna, sem hann og gerði. En hann virtist þó ekki vera 100% heill heilsu, og staðfesti Benedikt þær vangaveltur. „Haukur hefur náttúrulega ekkert verið 100% í vetur og verður það ekkert á þessu tímabili. En hann hjálpar okkur samt. Við prófuðum hann og hann hjálpaði okkur hér í dag, við þurfum á honum að halda þó hann sé 30-40%. Hann endaði með 14 stig en gerir líka ýmislegt annað, hann má bara ekki kólna mikið þannig að hann þarf að byrja og svo þegar ég set hann aftur inn á þarf það að vera fljótlega. Þannig að ég reyni bara að nýta hann eins og hægt er.“ Það var gríðarlega góð stemming í Ljónagryfjunni í kvöld. Stúkan þétt setin og mikil læti. Það hlýtur að gleðja Benedikt að fá svona góðan stuðning úr stúkunni? „Þetta er bara úrslitakeppnin eins og hún er alltaf. Ég held að það séu einhver ár síðan að Njarðvík var í úrslitakeppni, bara út af covid og öllu því. Ég veit að fólkið okkar er hungrað í svona úrslitakeppnisstemmingu og örugglega bara fólk útum land og ég held að það verði full hús og stemming alls staðar.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira