HK og Fram með sigra í Olís-deildinni Atli Arason skrifar 6. apríl 2022 21:30 Jóhann Reynir Gunnlaugsson, leikmaður Víkings og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, voru báðir markahæstir hjá sínum liðum. Hulda Margrét Það var nóg um líf og fjör í Olís-deild karla í kvöld. Fram fór létt með Stjörnuna, 37-27, á meðan HK vann botnslagin gegn Víkingum en HK vann tveggja marka sigur í Kórnum í Kópavogi, 28-26. Víkingar byrjuðu leikinn betur og komust mest í 6 marka forystu þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, 6-12. Heimamönnum tókst að laga stöðuna örlítið fyrir hálfleik og hálfleikstölur voru 11-15 fyrir Víking. Síðari hálfleikur var jafn framan af en heimamönnum tekst að jafna metin á 46. mínútu leiksins í stöðunni 22-22 og við tóku æsispennandi lokamínútur. Það var allt jafnt þegar tvær mínútur lifðu eftir af leiknum en þá tók HK völdin og þeir skoruðu síðustu tvö mörkin til að vinna leikinn 28-26. Jóhann Reynir Gunnlaugsson, leikmaður Víkings, var markahæsti leikmaður vallarins með 8 mörk úr 13 skotum en Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði flest mörk í liði HK, alls 6 stykki úr 8 tilraunum. Hjörtur gerði einnig síðustu tvö mörk HK. HK er eftir sigurinn með sex stig í 11. sæti á meðan Víkingur er áfram á botni deildarinnar með 3 stig. HK leikur gegn ÍBV í lokaleik sínum næsta sunnudag en Víkingur fer í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ. Fram fór nokkuð auðveldlega í gegnum leik sinn við Stjörnuna en Fram skoraði fyrsta mark leiksins og leiddi viðureignina frá upphafi til enda. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, var markahæsti leikmaður vallarins með alls 9 mörk úr 11 tilraunum. Hjá Stjörnunni var Tandri Már Konráðsson markahæstur en hann skoraði úr 7 af sínum 8 skotum. Lokaleikur Fram er gegn Aftureldingu og er það úrslitaleikur um áttunda sætið. Stjarnan leikur á sama tíma gegn Víking en Stjarnan mun enda í sjötta sæti sama hvernig sá leikur fer. Olís-deild karla HK Fram Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Fleiri fréttir „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Sjá meira
Víkingar byrjuðu leikinn betur og komust mest í 6 marka forystu þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, 6-12. Heimamönnum tókst að laga stöðuna örlítið fyrir hálfleik og hálfleikstölur voru 11-15 fyrir Víking. Síðari hálfleikur var jafn framan af en heimamönnum tekst að jafna metin á 46. mínútu leiksins í stöðunni 22-22 og við tóku æsispennandi lokamínútur. Það var allt jafnt þegar tvær mínútur lifðu eftir af leiknum en þá tók HK völdin og þeir skoruðu síðustu tvö mörkin til að vinna leikinn 28-26. Jóhann Reynir Gunnlaugsson, leikmaður Víkings, var markahæsti leikmaður vallarins með 8 mörk úr 13 skotum en Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði flest mörk í liði HK, alls 6 stykki úr 8 tilraunum. Hjörtur gerði einnig síðustu tvö mörk HK. HK er eftir sigurinn með sex stig í 11. sæti á meðan Víkingur er áfram á botni deildarinnar með 3 stig. HK leikur gegn ÍBV í lokaleik sínum næsta sunnudag en Víkingur fer í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ. Fram fór nokkuð auðveldlega í gegnum leik sinn við Stjörnuna en Fram skoraði fyrsta mark leiksins og leiddi viðureignina frá upphafi til enda. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, var markahæsti leikmaður vallarins með alls 9 mörk úr 11 tilraunum. Hjá Stjörnunni var Tandri Már Konráðsson markahæstur en hann skoraði úr 7 af sínum 8 skotum. Lokaleikur Fram er gegn Aftureldingu og er það úrslitaleikur um áttunda sætið. Stjarnan leikur á sama tíma gegn Víking en Stjarnan mun enda í sjötta sæti sama hvernig sá leikur fer.
Olís-deild karla HK Fram Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Fleiri fréttir „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Sjá meira