Heyrir einhver ákallið? Sandra B. Franks skrifar 7. apríl 2022 11:30 Hvað eru um 6.000 milljarðar króna og er til fimm ára? Það er glæný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem var mælt fyrir á Alþingi í vikunni. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Þegar rýnt er í gögnin sjáum við að Covid-samdrátturinn var minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur eru mun jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Gott mál. Skoðum svo aðeins hvað mælist ítrekað sem mikilvægasta málefnið í hugum landsmanna? Það eru heilbrigðismálin enda taka þau stærstu sneið ríkisútgjaldanna. En hvað segir nýja fjármálaáætlun stjórnvalda um þróun útgjalda í heilbrigðismálin? Nær ekki að halda í fjölgun og öldrun Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 er á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning nær hins vegar ekki að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Þá má fastlega gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há næstu árin en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Það sem vekur einnig athygli er að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar lækka útgjöldin til heilbrigðismála um 2 prósentustig á milli ára! Af hverju er lækkun þá? Því til viðbótar kemur það eflaust mörgum á óvart að framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu lækka beinlínis næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Árið 2019 námu heilbrigðisútgjöld vegna þeirra sem voru 65 ára og eldri 48% af öllum heilbrigðisútgjöldum hins opinbera. Fólk í þessum aldurshópi var þó einungis 14,2% mannfjöldans. Með hækkandi aldri þjóðarinnar fjölgar hlutfallslega þeim íbúum sem glíma við heilsufarsvanda af einhverju tagi og þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Núna eru um 48.500 íbúar eldri en 67 ára og þeim fjölgar um tæp 10.000 á næstu fimm árum. Í skýrslu um langtímahorfur í opinberum fjármálum kemur fram að vegna lýðfræðilegrar þróunar, fólksfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar þarf hækkun á heildarútgjöldum til heilbrigðismála að vera um 50% á föstu verðlagi á næstu þremur áratugum ef viðhalda á óbreyttu þjónustustigi. Vandinn blasir við Það liggur fyrir að Landspítalinn hefur þurft að loka rýmum vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, auk þess sem umtalsverður hluti þessara stétta mun hefja töku lífeyris á næstu árum. Einnig hefur verið vandamál að hluti þessara heilbrigðisstétta, hverfur frá starfinu fáum árum eftir útskrift. Þá heyrum við ítrekað ákall heilbrigðisstétta um „neyðarástand á bráðamóttökunni“ og „mikið álag sem stefnir öryggi sjúklinga í hættu“. Þessu til viðbótar kemur skýrt fram í umræddri fjármálaáætlun að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og þá þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að „heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir“ og að „huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk.“ Þá stendur sérstaklega í plagginu að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks.“ Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju sjáum við það ekki endurspeglast í tölum fjármálaáætlunarinnar. Af hverju sjáum við þetta ekki í launaseðlum sjúkraliða? Af hverju sjáum við þetta ekki í þeim viðræðum sem núna eru í gangi um stofnanasamninga sjúkraliða? Hvað er málið? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað eru um 6.000 milljarðar króna og er til fimm ára? Það er glæný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem var mælt fyrir á Alþingi í vikunni. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Þegar rýnt er í gögnin sjáum við að Covid-samdrátturinn var minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur eru mun jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Gott mál. Skoðum svo aðeins hvað mælist ítrekað sem mikilvægasta málefnið í hugum landsmanna? Það eru heilbrigðismálin enda taka þau stærstu sneið ríkisútgjaldanna. En hvað segir nýja fjármálaáætlun stjórnvalda um þróun útgjalda í heilbrigðismálin? Nær ekki að halda í fjölgun og öldrun Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 er á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning nær hins vegar ekki að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Þá má fastlega gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há næstu árin en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Það sem vekur einnig athygli er að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar lækka útgjöldin til heilbrigðismála um 2 prósentustig á milli ára! Af hverju er lækkun þá? Því til viðbótar kemur það eflaust mörgum á óvart að framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu lækka beinlínis næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Árið 2019 námu heilbrigðisútgjöld vegna þeirra sem voru 65 ára og eldri 48% af öllum heilbrigðisútgjöldum hins opinbera. Fólk í þessum aldurshópi var þó einungis 14,2% mannfjöldans. Með hækkandi aldri þjóðarinnar fjölgar hlutfallslega þeim íbúum sem glíma við heilsufarsvanda af einhverju tagi og þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Núna eru um 48.500 íbúar eldri en 67 ára og þeim fjölgar um tæp 10.000 á næstu fimm árum. Í skýrslu um langtímahorfur í opinberum fjármálum kemur fram að vegna lýðfræðilegrar þróunar, fólksfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar þarf hækkun á heildarútgjöldum til heilbrigðismála að vera um 50% á föstu verðlagi á næstu þremur áratugum ef viðhalda á óbreyttu þjónustustigi. Vandinn blasir við Það liggur fyrir að Landspítalinn hefur þurft að loka rýmum vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, auk þess sem umtalsverður hluti þessara stétta mun hefja töku lífeyris á næstu árum. Einnig hefur verið vandamál að hluti þessara heilbrigðisstétta, hverfur frá starfinu fáum árum eftir útskrift. Þá heyrum við ítrekað ákall heilbrigðisstétta um „neyðarástand á bráðamóttökunni“ og „mikið álag sem stefnir öryggi sjúklinga í hættu“. Þessu til viðbótar kemur skýrt fram í umræddri fjármálaáætlun að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og þá þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að „heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir“ og að „huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk.“ Þá stendur sérstaklega í plagginu að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks.“ Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju sjáum við það ekki endurspeglast í tölum fjármálaáætlunarinnar. Af hverju sjáum við þetta ekki í launaseðlum sjúkraliða? Af hverju sjáum við þetta ekki í þeim viðræðum sem núna eru í gangi um stofnanasamninga sjúkraliða? Hvað er málið? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun