Tíu leikmenn Frankfurt héldu út gegn Barcelona Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2022 20:54 Barcelona og Frankfurt gerði 1-1 jafntefli í kvöld. Alex Grimm/Getty Images Barcelona náði ekki að nýta sér liðsmuninn er liðið heimsótti Frankfurt í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en liðin mætast á ný að viku liðinni á Spáni. Enn var markalaust að fyrri hálfleik loknum, en sá síðari var ekki nema tæplega þriggja mínútna gamall þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var á ferðinni Ansgar Knauff þegar hann kom Frankfurt í forystu með góðu skoti fyrir utan teig. Ferran Torres náði þó að koma boltanum í netið fyrir Börsunga á 66. mínútu eftir stoðsendingu frá Frenkie de Jong og allt orðið jafnt á ný. Heimamenn í Frankfurt komu sér svo í vesen á 78. mínútu þegar Tuta fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann fékk því að fara snemma í bað, en liðsfélagar hans þurftu að leika manni færri seinustu tólf mínútur leiksins. Börsungum tókst hins vegar ekki að nýta sér liðsmuninn og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Þrátt fyrir að Börsungum hafi mistekist að vinna geta þeir þó huggað sig við það að liðið er nú taplaust í seinustu 14 leikjum sínum. Barça extend their unbeaten streak to 14 games across all competitions after coming back to draw 1-1 against Frankfurt 💪 pic.twitter.com/ITyzCRa4yN— B/R Football (@brfootball) April 7, 2022 Eins og áður segir mætast liðin á nýjan leik að viku liðinni á Spáni og þá kemur í ljós hvort liðið tryggir sér sæti í undanúrslitum. Fótbolti Evrópudeild UEFA
Barcelona náði ekki að nýta sér liðsmuninn er liðið heimsótti Frankfurt í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en liðin mætast á ný að viku liðinni á Spáni. Enn var markalaust að fyrri hálfleik loknum, en sá síðari var ekki nema tæplega þriggja mínútna gamall þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var á ferðinni Ansgar Knauff þegar hann kom Frankfurt í forystu með góðu skoti fyrir utan teig. Ferran Torres náði þó að koma boltanum í netið fyrir Börsunga á 66. mínútu eftir stoðsendingu frá Frenkie de Jong og allt orðið jafnt á ný. Heimamenn í Frankfurt komu sér svo í vesen á 78. mínútu þegar Tuta fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann fékk því að fara snemma í bað, en liðsfélagar hans þurftu að leika manni færri seinustu tólf mínútur leiksins. Börsungum tókst hins vegar ekki að nýta sér liðsmuninn og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Þrátt fyrir að Börsungum hafi mistekist að vinna geta þeir þó huggað sig við það að liðið er nú taplaust í seinustu 14 leikjum sínum. Barça extend their unbeaten streak to 14 games across all competitions after coming back to draw 1-1 against Frankfurt 💪 pic.twitter.com/ITyzCRa4yN— B/R Football (@brfootball) April 7, 2022 Eins og áður segir mætast liðin á nýjan leik að viku liðinni á Spáni og þá kemur í ljós hvort liðið tryggir sér sæti í undanúrslitum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti