Þegar gleðin dó í Framsóknarhúsinu Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2022 22:54 Ljósmyndarinn nær að grípa örlagaríkt andartak í samtíma stjórnmálasögu, þegar starfsmenn BÍ vildu bregða á leik með Sigurði Inga sem sá sitt óvænna og vildi minna en ekkert af þessu glensi vita. Og mælti fram orð sem hann hefur nú beðist afsökunar á. Mynd sem sýnir andartakið þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lét hin umdeildu ummæli um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, fer nú sem eldur í sinu um internetið. Myndin er nánast þegar orðin hluti af nútíma stjórnmálasögu en eins og Vísir hefur farið ítarlega yfir gætu orð Sigurðar Inga, þess efnis að hann hafi ekki áhuga á að lyfta „þeirri svörtu“ haft margvíslegar pólitískar afleiðingar í för með sér. Myndin sýnir þrjá starfsmenn Bændasamtakanna halda á Vigdísi en Sigurður Ingi reynir að forða sér. BÍ-menn eru þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson fyrrverandi formaður BÍ og fyrrverandi varaþingmaður Framsóknar, Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á markaðssviði og Ásgeir Helgi Jóhannsson lögfræðingur samtakanna. Sigurður Ingi stendur milli Höskuldar og Ásgeirs en hefur ekki hug á að halda við Vigdísi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndin ferðast um milli áhugamanna um stjórnmál og höfð í mismiklum flimtingum. Einn þeirra, Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og auglýsingamaður, hefur þegar birt myndina á sínum Facebook-vegg þar sem menn reyna að ráða í myndmálið. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi við Magnús Hlyn Hreiðarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Magnús spurði Sigurð Inga hvort hann hefði verið ölvaður þetta kvöld. „Það var mikill gleðskapur þetta kvöld, söngur og gleði og mikill hávaði. Það var verið að fá mig, eins og ég hef lýst í minni yfirlýsingu, í einhverja myndatöku sem mér fannst ekki vera viðeigandi á þessum tíma.“ Sigurður Ingi hefur ekki viljað upplýsa nákvæmlega hver ummælin eru, þau sem hann sér eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru þau á þá leið að spyrja hvort lyfta ætti þeirri svörtu. „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það,“ sagði Sigurður Ingi við Magnús Hlyn á Selfossi í kvöld þar sem ný skrifstofuaðstaða var opnuð í Landsbankahúsinu við Austurveg. Nú er unnið að því að koma á sættum en svo virðist sem kólandi sé milli Framsóknarflokksins og Bændasamtakanna. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því að til standi að halda sáttafund á morgun. Þá munu þau Vigdís og Sigurður Ingi hittast á fundi. Með á fundinum verður einnig stjórn Bændasamtakanna. Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Félagasamtök Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Myndin er nánast þegar orðin hluti af nútíma stjórnmálasögu en eins og Vísir hefur farið ítarlega yfir gætu orð Sigurðar Inga, þess efnis að hann hafi ekki áhuga á að lyfta „þeirri svörtu“ haft margvíslegar pólitískar afleiðingar í för með sér. Myndin sýnir þrjá starfsmenn Bændasamtakanna halda á Vigdísi en Sigurður Ingi reynir að forða sér. BÍ-menn eru þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson fyrrverandi formaður BÍ og fyrrverandi varaþingmaður Framsóknar, Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á markaðssviði og Ásgeir Helgi Jóhannsson lögfræðingur samtakanna. Sigurður Ingi stendur milli Höskuldar og Ásgeirs en hefur ekki hug á að halda við Vigdísi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndin ferðast um milli áhugamanna um stjórnmál og höfð í mismiklum flimtingum. Einn þeirra, Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og auglýsingamaður, hefur þegar birt myndina á sínum Facebook-vegg þar sem menn reyna að ráða í myndmálið. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi við Magnús Hlyn Hreiðarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Magnús spurði Sigurð Inga hvort hann hefði verið ölvaður þetta kvöld. „Það var mikill gleðskapur þetta kvöld, söngur og gleði og mikill hávaði. Það var verið að fá mig, eins og ég hef lýst í minni yfirlýsingu, í einhverja myndatöku sem mér fannst ekki vera viðeigandi á þessum tíma.“ Sigurður Ingi hefur ekki viljað upplýsa nákvæmlega hver ummælin eru, þau sem hann sér eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru þau á þá leið að spyrja hvort lyfta ætti þeirri svörtu. „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það,“ sagði Sigurður Ingi við Magnús Hlyn á Selfossi í kvöld þar sem ný skrifstofuaðstaða var opnuð í Landsbankahúsinu við Austurveg. Nú er unnið að því að koma á sættum en svo virðist sem kólandi sé milli Framsóknarflokksins og Bændasamtakanna. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því að til standi að halda sáttafund á morgun. Þá munu þau Vigdís og Sigurður Ingi hittast á fundi. Með á fundinum verður einnig stjórn Bændasamtakanna.
Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Félagasamtök Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
„Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10