Vaktin: Evrópusambandið bætir í refsiaðgerðir Hólmfríður Gísladóttir, Atli Ísleifsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 8. apríl 2022 06:49 Þetta kort frá breska varnarmálaráðuneytinu sýnir stöðuna eins og hún var í gær. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa nú gera árásir á Odesa frá Svartahafi. Innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Breska varnarmálaráðuneytið segir að svo virðist sem Rússar hafi nú alfarið yfirgefið norðurhluta landsins. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Breska varnarmálaráðuneytið segir sumar þeirra sveita sem drógu sig til baka frá norðurhluta Úkraínu og til Rússlands og Hvíta-Rússlands verða sendar til Donbas. Það muni hins vegar taka að minnsta kosti viku að endurskipuleggja þær og manna. Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð í Kramatorsk í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir ráðamenn, þeirra á meðal Vólódímir Selenskí forseti, hafa sagt að ástandið í Borodyanka sé jafnvel verra en það var í Bucha. Myndir sem hafa borist frá bænum sýna gríðarlega eyðileggingu og unnið er að því að grafa eftir líkum í húsarústum. Ástralir hafa sent fyrstu þrjár af tuttugu brynvörðum Bushmaster-bifreiðum til Úkraínu. Rússar hafa tilkynnt um refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, meðal annars ráðamönnum. Valdemaras Sarapinas, sendiherra Litháen í Úkraínu, hefur snúið aftur í sendiráðið í Kænugarði eftir að hafa yfirgefið höfuðborgina þegar hún sætti árásum Rússa. Fáir sendifulltrúar hafa snúið aftur en þeir frá Póllandi og Páfagarði voru meðal fárra sem fóru aldrei. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Josep Borrell, æðsti sendifulltrúi sambandsins, eru á leið til Kænugarðs. Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í dag. Þeir eru sagðir munu ræða hvernig þeir geta unnið að því að gera Evrópuríkin óháð gasi frá Rússlandi. Evrópusambandið tilkynnti í kvöld auknar refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi, sem fela meðal annars í sér bann við innflutningi kola frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu og sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Breska varnarmálaráðuneytið segir sumar þeirra sveita sem drógu sig til baka frá norðurhluta Úkraínu og til Rússlands og Hvíta-Rússlands verða sendar til Donbas. Það muni hins vegar taka að minnsta kosti viku að endurskipuleggja þær og manna. Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð í Kramatorsk í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir ráðamenn, þeirra á meðal Vólódímir Selenskí forseti, hafa sagt að ástandið í Borodyanka sé jafnvel verra en það var í Bucha. Myndir sem hafa borist frá bænum sýna gríðarlega eyðileggingu og unnið er að því að grafa eftir líkum í húsarústum. Ástralir hafa sent fyrstu þrjár af tuttugu brynvörðum Bushmaster-bifreiðum til Úkraínu. Rússar hafa tilkynnt um refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, meðal annars ráðamönnum. Valdemaras Sarapinas, sendiherra Litháen í Úkraínu, hefur snúið aftur í sendiráðið í Kænugarði eftir að hafa yfirgefið höfuðborgina þegar hún sætti árásum Rússa. Fáir sendifulltrúar hafa snúið aftur en þeir frá Póllandi og Páfagarði voru meðal fárra sem fóru aldrei. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Josep Borrell, æðsti sendifulltrúi sambandsins, eru á leið til Kænugarðs. Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í dag. Þeir eru sagðir munu ræða hvernig þeir geta unnið að því að gera Evrópuríkin óháð gasi frá Rússlandi. Evrópusambandið tilkynnti í kvöld auknar refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi, sem fela meðal annars í sér bann við innflutningi kola frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu og sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira