Með hækkandi sól klífur listann Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. apríl 2022 16:02 Systkinin Beta, Sigga, Elín og Eyþór stíga á svið fyrir Íslands hönd á Eurovision keppninni í Torino í vor. Instagram @betaey Nú styttist óðfluga í Eurovision og íslenski listinn fylgist spenntur með á hliðarlínunni. Framlag okkar Íslendinga, lagið Með hækkandi sól, hækkar sig um tólf sæti á milli vikna og situr nú í sjötta sæti íslenska listans. Systurnar Sigga, Beta og Elín Eyþórsdætur flytja lagið ásamt bróður sínum Eyþóri Inga og lagið er eftir tónlistarkonuna Lay Low. Tilhlökkunin er mikil og það verður virkilega gaman að sjá þau skína skært á sviði í Tórínó í maí. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vk9D10EyxHA">watch on YouTube</a> Íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að gera góða hluti á íslenska listanum. Bríet er komin í tíunda sæti með nýjasta lag sitt Flugdreki og dúóinn Blaz Roca og Egill Ólafsson skjótast upp í sjöunda sæti með lagið Slaki Babarinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tHOpZX7IBsw">watch on YouTube</a> Hugo situr í fjórða sæti með lagið Farinn, en hann var valinn Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í mars. Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson standa svo óhreyfðir frá því í síðustu viku, þar sem Frikki skipar þriðja sæti með lagið Þú og fyrsta sæti með lagið Bleikur og Blár. Bæði lög eru á plötunni Dætur. Jón Jónsson er svo í öðru sæti með ástarlagið Lengi lifum við, af samnefndri plötu. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00 á FM957. Íslenski listinn í heild sinni: Íslenski listinn á Spotify: FM957 Íslenski listinn Tónlist Eurovision Tengdar fréttir Bræður í einvígi á toppnum Ástsælu bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir standa ansi nálægt hvor öðrum á íslenska listanum þessa vikuna. Friðrik Dór trónir enn á toppnum með silkimjúka smellinn Bleikur og blár en Jón fylgir fast á eftir með ástarlagið Lengi lifum við og hefur hækkað sig um eitt sæti frá því í síðustu viku. 2. apríl 2022 16:00 Íslenskt tónlistarfólk tekur yfir topp tíu Íslenskt tónlistarfólk átti öfluga viku á íslenska listanum. Sex íslensk lög sitja nú í topp tíu og efstu fjögur lög listans eru eftir íslenska tónlistarmenn. 26. mars 2022 16:00 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Systurnar Sigga, Beta og Elín Eyþórsdætur flytja lagið ásamt bróður sínum Eyþóri Inga og lagið er eftir tónlistarkonuna Lay Low. Tilhlökkunin er mikil og það verður virkilega gaman að sjá þau skína skært á sviði í Tórínó í maí. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vk9D10EyxHA">watch on YouTube</a> Íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að gera góða hluti á íslenska listanum. Bríet er komin í tíunda sæti með nýjasta lag sitt Flugdreki og dúóinn Blaz Roca og Egill Ólafsson skjótast upp í sjöunda sæti með lagið Slaki Babarinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tHOpZX7IBsw">watch on YouTube</a> Hugo situr í fjórða sæti með lagið Farinn, en hann var valinn Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í mars. Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson standa svo óhreyfðir frá því í síðustu viku, þar sem Frikki skipar þriðja sæti með lagið Þú og fyrsta sæti með lagið Bleikur og Blár. Bæði lög eru á plötunni Dætur. Jón Jónsson er svo í öðru sæti með ástarlagið Lengi lifum við, af samnefndri plötu. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00 á FM957. Íslenski listinn í heild sinni: Íslenski listinn á Spotify:
FM957 Íslenski listinn Tónlist Eurovision Tengdar fréttir Bræður í einvígi á toppnum Ástsælu bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir standa ansi nálægt hvor öðrum á íslenska listanum þessa vikuna. Friðrik Dór trónir enn á toppnum með silkimjúka smellinn Bleikur og blár en Jón fylgir fast á eftir með ástarlagið Lengi lifum við og hefur hækkað sig um eitt sæti frá því í síðustu viku. 2. apríl 2022 16:00 Íslenskt tónlistarfólk tekur yfir topp tíu Íslenskt tónlistarfólk átti öfluga viku á íslenska listanum. Sex íslensk lög sitja nú í topp tíu og efstu fjögur lög listans eru eftir íslenska tónlistarmenn. 26. mars 2022 16:00 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bræður í einvígi á toppnum Ástsælu bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir standa ansi nálægt hvor öðrum á íslenska listanum þessa vikuna. Friðrik Dór trónir enn á toppnum með silkimjúka smellinn Bleikur og blár en Jón fylgir fast á eftir með ástarlagið Lengi lifum við og hefur hækkað sig um eitt sæti frá því í síðustu viku. 2. apríl 2022 16:00
Íslenskt tónlistarfólk tekur yfir topp tíu Íslenskt tónlistarfólk átti öfluga viku á íslenska listanum. Sex íslensk lög sitja nú í topp tíu og efstu fjögur lög listans eru eftir íslenska tónlistarmenn. 26. mars 2022 16:00