Kallar forsætisráðherra Póllands „öfga-hægri gyðingahatara“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. apríl 2022 23:30 Macron fór ekki mjúkum höndum um Morawiecki í viðtali á dögunum. Jean Catuffe/Getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sé „öfga-hægri gyðingahatari sem bannar hinsegin fólk.“ Þessar ásakanir setti forsetinn fram eftir að Morawiecki gagnrýndi ítrekuð samtöl Macrons við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Macron er sá leiðtogi í Evrópu sem hefur verið í mestum samskiptum við Pútín eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Hann segir það mikilvægan lið í því að binda enda á átökin. „Hversu oft hefurðu rætt við Pútín og hverju hefur það skilað,“ spurði Morawiecki á mánudaginn síðastliðinn og bar viðræðurnar saman við tilraunir til þess að semja við Adolf Hitler. Ætlar ekki að hætta að ræða við Pútín Macron hefur nú svarað fyrir sig í blaðaviðtali í Frakklandi og segir það skyldu sína að ræða við Pútín. Hann muni ekki hætta því, þar sem samtal við Pútín sé leið inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínu. „Með því að tala við hann og við Selenskí Úkraínuforseta getum við hjálpað við viðræðurnar. Á einhverjum tímapunkti verður vopnahlé. Það verður þó ekki án ábyrgðarmanna og Frakkland vill gangast í þá ábyrgð,“ sagði Macron. Hvað varðar ummæli Macron um Morawiecki sjálfan liggur ekki fyrir hvers vegna hann kallaði hann gyðingahatara. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafa pólsk stjórnvöld sætt gagnrýni fyrir lagasetningu sem torveldar Gyðingum að endurheimta eigur sem glötuðust í Helförinni, auk þess sem ólöglegt er í Póllandi að tengja pólsku þjóðina við glæpi Nasista. Um það að Morawiecki „banni hinsegin fólk“ vísar Macron væntanlega meðal annars til þess að þar er ólöglegt að bera út „áróður fyrir samkynhneigð,“ þess að einstökum borgum og héröðum er heimilt að lýsa sig svæði án samkynhneigðar og þess að samkynja hjónabönd eru ólögleg í Póllandi. Piotr Müller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, segir að Macron hafi gengið of lang með orðavali sínu um forsætisráðherrann. Morawiecki hefur líkt viðræðum Macrons og Pútíns við tilraunir til að semja við Adolf Hitler.Mateusz Wlodarczyk/NurPhoto via Getty Styttist í kosningar Macron sakaði Morawiecki einnig um að ganga erinda Marine Le Pen, sem er helsti keppinautur hans í komandi forsetakosningum í Frakklandi. Samkvæmt könnunum saxar Le Pen nú á forskot Macron í skoðanakönnunum, sem hingað til hefur mælst efstur. Árangur hans í könnunum má meðal annars rekja til viðleitni hans til að stilla til friðar milli Rússa og Úkraínu með samtölum sínum við leiðtoga beggja þjóða, en áhrif þeirrar viðleitni virðast nú fara dvínandi. Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fara fram næstkomandi sunnudag, 10. apríl. Seinni umferðin, þar sem val kjósenda stendur á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni, fer fram 24. apríl. Talið er næsta víst að þá verði nöfnin Macron og Le Pen á kjörseðlinum. Frakkland Pólland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Macron er sá leiðtogi í Evrópu sem hefur verið í mestum samskiptum við Pútín eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Hann segir það mikilvægan lið í því að binda enda á átökin. „Hversu oft hefurðu rætt við Pútín og hverju hefur það skilað,“ spurði Morawiecki á mánudaginn síðastliðinn og bar viðræðurnar saman við tilraunir til þess að semja við Adolf Hitler. Ætlar ekki að hætta að ræða við Pútín Macron hefur nú svarað fyrir sig í blaðaviðtali í Frakklandi og segir það skyldu sína að ræða við Pútín. Hann muni ekki hætta því, þar sem samtal við Pútín sé leið inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínu. „Með því að tala við hann og við Selenskí Úkraínuforseta getum við hjálpað við viðræðurnar. Á einhverjum tímapunkti verður vopnahlé. Það verður þó ekki án ábyrgðarmanna og Frakkland vill gangast í þá ábyrgð,“ sagði Macron. Hvað varðar ummæli Macron um Morawiecki sjálfan liggur ekki fyrir hvers vegna hann kallaði hann gyðingahatara. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafa pólsk stjórnvöld sætt gagnrýni fyrir lagasetningu sem torveldar Gyðingum að endurheimta eigur sem glötuðust í Helförinni, auk þess sem ólöglegt er í Póllandi að tengja pólsku þjóðina við glæpi Nasista. Um það að Morawiecki „banni hinsegin fólk“ vísar Macron væntanlega meðal annars til þess að þar er ólöglegt að bera út „áróður fyrir samkynhneigð,“ þess að einstökum borgum og héröðum er heimilt að lýsa sig svæði án samkynhneigðar og þess að samkynja hjónabönd eru ólögleg í Póllandi. Piotr Müller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, segir að Macron hafi gengið of lang með orðavali sínu um forsætisráðherrann. Morawiecki hefur líkt viðræðum Macrons og Pútíns við tilraunir til að semja við Adolf Hitler.Mateusz Wlodarczyk/NurPhoto via Getty Styttist í kosningar Macron sakaði Morawiecki einnig um að ganga erinda Marine Le Pen, sem er helsti keppinautur hans í komandi forsetakosningum í Frakklandi. Samkvæmt könnunum saxar Le Pen nú á forskot Macron í skoðanakönnunum, sem hingað til hefur mælst efstur. Árangur hans í könnunum má meðal annars rekja til viðleitni hans til að stilla til friðar milli Rússa og Úkraínu með samtölum sínum við leiðtoga beggja þjóða, en áhrif þeirrar viðleitni virðast nú fara dvínandi. Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fara fram næstkomandi sunnudag, 10. apríl. Seinni umferðin, þar sem val kjósenda stendur á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni, fer fram 24. apríl. Talið er næsta víst að þá verði nöfnin Macron og Le Pen á kjörseðlinum.
Frakkland Pólland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira