„Leikur sem getur sett okkur í lykilstöðu fyrir haustið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2022 15:16 Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára nálgast Agla María Albertsdóttir fimmtíu landsleiki fyrir Íslands hönd. stöð 2 sport Agla María Albertsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið gangi sátt frá borði eftir 0-5 sigurinn á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í fyrradag. „Mér fannst við gera þetta mjög fagmannlega, að klára þetta svona sannfærandi. Við erum ánægðar með að hafa unnið og stefnum á sigur í næsta leik líka,“ sagði Agla María í samtali við blaðamann á hóteli íslenska liðsins í Prag í dag. Næsti leikur Íslands er gegn Tékklandi í Teplice á þriðjudaginn. Með sigri í þeim leik er ljóst að íslenska liðið verður á toppi riðilsins fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. „Það verður klárlega miklu erfiðari leikur og allt öðruvísi. Þær eru með hörkugott varnarlið myndi ég segja en á sama tíma þurfa þær að sækja sem hentar okkur vel. Þetta verður hörkuleikur. Þetta eru jöfn lið,“ sagði Agla María. Klippa: Viðtal við Öglu Maríu Þetta verður þriðji leikur Íslands og Tékklands á hálfu ári. Íslendingar unnu Tékka, 4-0, á Laugardalsvellinum í fyrri leiknum í undankeppni HM í október á síðasta ári og unnu svo 1-2 sigur á SheBelieves mótinu í Bandaríkjunum í febrúar. Þótt Ísland hafi unnið stórsigur á Tékklandi síðasta haust gáfu úrslitin ekki alveg rétta mynd af leiknum. „Þetta er mjög sterkt lið og þrátt fyrir að við höfum unnið þennan leik voru þær mjög öflugar í honum. En ef maður horfir nokkur ár aftur í tímann gerðum við tvisvar jafntefli við þær og það voru tveir hörkuleikir. Þær eru með mjög svipað lið og þá,“ sagði Agla María. „Þetta er leikur sem getur sett okkur í lykilstöðu fyrir haustið og við stefnum klárlega á að koma okkur í hana.“ Allt viðtalið við Öglu Maríu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún einnig um fyrstu mánuðina í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Häcken í Svíþjóð í vetur. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
„Mér fannst við gera þetta mjög fagmannlega, að klára þetta svona sannfærandi. Við erum ánægðar með að hafa unnið og stefnum á sigur í næsta leik líka,“ sagði Agla María í samtali við blaðamann á hóteli íslenska liðsins í Prag í dag. Næsti leikur Íslands er gegn Tékklandi í Teplice á þriðjudaginn. Með sigri í þeim leik er ljóst að íslenska liðið verður á toppi riðilsins fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. „Það verður klárlega miklu erfiðari leikur og allt öðruvísi. Þær eru með hörkugott varnarlið myndi ég segja en á sama tíma þurfa þær að sækja sem hentar okkur vel. Þetta verður hörkuleikur. Þetta eru jöfn lið,“ sagði Agla María. Klippa: Viðtal við Öglu Maríu Þetta verður þriðji leikur Íslands og Tékklands á hálfu ári. Íslendingar unnu Tékka, 4-0, á Laugardalsvellinum í fyrri leiknum í undankeppni HM í október á síðasta ári og unnu svo 1-2 sigur á SheBelieves mótinu í Bandaríkjunum í febrúar. Þótt Ísland hafi unnið stórsigur á Tékklandi síðasta haust gáfu úrslitin ekki alveg rétta mynd af leiknum. „Þetta er mjög sterkt lið og þrátt fyrir að við höfum unnið þennan leik voru þær mjög öflugar í honum. En ef maður horfir nokkur ár aftur í tímann gerðum við tvisvar jafntefli við þær og það voru tveir hörkuleikir. Þær eru með mjög svipað lið og þá,“ sagði Agla María. „Þetta er leikur sem getur sett okkur í lykilstöðu fyrir haustið og við stefnum klárlega á að koma okkur í hana.“ Allt viðtalið við Öglu Maríu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún einnig um fyrstu mánuðina í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Häcken í Svíþjóð í vetur.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn