Góður skóli – góður vinnustaður Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 12. apríl 2022 07:00 Framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem skipað verður í þær sveitir sem munu stjórna málefnum borgar, bæja og sveitarfélaga um land allt næstu fjögur árin. Reynsluboltar munu halda áfram sínum störfum en jafnframt munu nýir aðilar bætast í hópinn, taka við keflinu og móta áherslur til framtíðar. Fjölmörg mál brenna á kjósendum og sitt sýnist hverjum um hvað ber hæst. En sama hvar ber niður þá er eitt mál sem á að bera höfuð og herðar yfir önnur mál. Málefni grunnskólanna. Rúmlega aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að grunnskólarnir voru fluttir frá ríki til sveitarfélaganna. Á þeim tíma hefur ýmislegt gerst, sumt til batnaðar en annað ekki. Þeir aðilar sem nú bjóða fram krafta sína til að stýra nærþjónustunni hafa bæði mikil völd og bera mikla ábyrgð - og það er þeirra að styðja við umbætur í skólastarfi og hlúa að starfsfólki skólanna. Skólamál eru þverpólitísk og snerta okkur öll, hvort sem við erum foreldrar, forráðamenn, nemendur, starfsmenn eða lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings í landinu. Grunnskólamál eiga alltaf að vera til umræðu og líklega eiga þau aldrei meira erindi við okkur en einmitt í aðdraganda kosninga. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir núverandi og verðandi sveitarstjórnarfólki hversu marga og mikilvæga snertifleti skólinn hefur við samfélagið á hverjum stað. Nýgerður kjarasamningur við grunnskólakennara markar ákveðin tímamót. Í honum er tekist á við eina stærstu breytingu á skipulagi vinnutíma sem gerð hefur verið í fimmtíu ár með samkomulagi um styttingu vinnutíma. Markmið þessara breytinga er að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs, án þess þó að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skólanna. Við þurfum að tryggja gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum og því að grunnskólar verði eftirsóttir vinnustaðir. Sveitarstjórnir sem taka við keflinu í vor þurfa að taka utan um þetta mikilvæga verkefni, fóstra það og gefa því þá vængi sem duga til að gera grunnskóla landsins enn betri og tryggja velferð kennara til lengri tíma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem skipað verður í þær sveitir sem munu stjórna málefnum borgar, bæja og sveitarfélaga um land allt næstu fjögur árin. Reynsluboltar munu halda áfram sínum störfum en jafnframt munu nýir aðilar bætast í hópinn, taka við keflinu og móta áherslur til framtíðar. Fjölmörg mál brenna á kjósendum og sitt sýnist hverjum um hvað ber hæst. En sama hvar ber niður þá er eitt mál sem á að bera höfuð og herðar yfir önnur mál. Málefni grunnskólanna. Rúmlega aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að grunnskólarnir voru fluttir frá ríki til sveitarfélaganna. Á þeim tíma hefur ýmislegt gerst, sumt til batnaðar en annað ekki. Þeir aðilar sem nú bjóða fram krafta sína til að stýra nærþjónustunni hafa bæði mikil völd og bera mikla ábyrgð - og það er þeirra að styðja við umbætur í skólastarfi og hlúa að starfsfólki skólanna. Skólamál eru þverpólitísk og snerta okkur öll, hvort sem við erum foreldrar, forráðamenn, nemendur, starfsmenn eða lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings í landinu. Grunnskólamál eiga alltaf að vera til umræðu og líklega eiga þau aldrei meira erindi við okkur en einmitt í aðdraganda kosninga. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir núverandi og verðandi sveitarstjórnarfólki hversu marga og mikilvæga snertifleti skólinn hefur við samfélagið á hverjum stað. Nýgerður kjarasamningur við grunnskólakennara markar ákveðin tímamót. Í honum er tekist á við eina stærstu breytingu á skipulagi vinnutíma sem gerð hefur verið í fimmtíu ár með samkomulagi um styttingu vinnutíma. Markmið þessara breytinga er að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs, án þess þó að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skólanna. Við þurfum að tryggja gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum og því að grunnskólar verði eftirsóttir vinnustaðir. Sveitarstjórnir sem taka við keflinu í vor þurfa að taka utan um þetta mikilvæga verkefni, fóstra það og gefa því þá vængi sem duga til að gera grunnskóla landsins enn betri og tryggja velferð kennara til lengri tíma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun