Sjáðu stórbrotna auglýsingu Hannesar: Áflog í uppsiglingu og Óskar á hvítum hesti Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2022 12:02 Stjörnumaðurinn Óskar Örn Hauksson er á meðal þeirra sem leika í auglýsingunni. Skjáskot Á kynningarfundi Bestu deildarinnar í dag var frumsýnd ný auglýsing úr smiðju Hannesar Þórs Halldórssonar, leikjahæsta landsliðsmarkvarðar Íslands frá upphafi. Þjálfarar og leikmenn deildarinnar eru þar í aðalhlutverkum. Hannes skrifaði handritið að auglýsingunni og leikstýrði mörgum af helstu stjörnum Bestu deildanna í ár sem þar með þurftu að spreyta sig á sviði leiklistarinnar, í dimmum bílakjallara þar sem allt virtist ætla að sjóða upp úr. Sjón er sögu ríkari: Klippa: Auglýsing Hannesar um Bestu deildina Auk leikmanna og þjálfara koma fyrir í auglýsingunni fleiri aðilar sem á einhvern hátt tengjast íslenskum fótbolta. Hannes viðurkennir að það hafi verið krefjandi að leikstýra óreyndum hópi fólks og fá fólk langt út fyrir sinn þægindaramma: „Þetta er mjög flókið verkefni en spennandi á sama tíma. Þú ert með gríðarlega mikið magn af óreyndum leikurum sem gerir þetta extra krefjandi. Þá er líka mjög erfitt að ná öllum leikmönnum, þjálfurum og öðrum þátttakendum saman yfir eina helgi, þannig að þetta var heljarinnar púsluspil,“ segir Hannes. „Það þurfti alveg að sannfæra nokkuð marga um þetta ætti eftir að verða mjög flott enda allt öðruvísi að lesa hluti í handriti en að sjá þá raungerast á skjánum. Sem dæmi var alveg smá kómískt þegar ég hringdi í Óskar Örn Hauksson og spurði hvort að hann væri ekki til í að vera ber að ofan málaður í framan á hvítum hesti,“ segir Hannes. Gefur tóninn fyrir sumarið „Við höfðum samband við Hannes í haust um að leggja okkur lið við gerð á auglýsingu fyrir Bestu deildina,“ segir Björn Þór Ingason, markaðsstjóri ÍTF. „Hannes tók vel í þá bón og fljótlega kom upp þessi hugmynd sem okkur leist strax mjög vel á. Okkur fannst mjög mikilvægt að fylgja eftir nýja vörumerkinu með flottri auglýsingu sem myndi setja tóninn fyrir sumarið,“ segir Björn og bætir við: „Markmiðið var líka að létta aðeins stemmninguna í kringum fótboltann og þó svo að auglýsingin sé í mjög harðgerðu umhverfi er hún á léttu nótunum. Við unnum út frá því frá upphafi að forðast það að búa til þessa týpísku fótboltaauglýsingu og mér finnst Hannesi hafa tekist einstaklega vel til við það.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Besta deildin og spáin kynnt Kynningarfundur ÍTF vegna Bestu deildar karla í fótbolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. 12. apríl 2022 11:30 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Hannes skrifaði handritið að auglýsingunni og leikstýrði mörgum af helstu stjörnum Bestu deildanna í ár sem þar með þurftu að spreyta sig á sviði leiklistarinnar, í dimmum bílakjallara þar sem allt virtist ætla að sjóða upp úr. Sjón er sögu ríkari: Klippa: Auglýsing Hannesar um Bestu deildina Auk leikmanna og þjálfara koma fyrir í auglýsingunni fleiri aðilar sem á einhvern hátt tengjast íslenskum fótbolta. Hannes viðurkennir að það hafi verið krefjandi að leikstýra óreyndum hópi fólks og fá fólk langt út fyrir sinn þægindaramma: „Þetta er mjög flókið verkefni en spennandi á sama tíma. Þú ert með gríðarlega mikið magn af óreyndum leikurum sem gerir þetta extra krefjandi. Þá er líka mjög erfitt að ná öllum leikmönnum, þjálfurum og öðrum þátttakendum saman yfir eina helgi, þannig að þetta var heljarinnar púsluspil,“ segir Hannes. „Það þurfti alveg að sannfæra nokkuð marga um þetta ætti eftir að verða mjög flott enda allt öðruvísi að lesa hluti í handriti en að sjá þá raungerast á skjánum. Sem dæmi var alveg smá kómískt þegar ég hringdi í Óskar Örn Hauksson og spurði hvort að hann væri ekki til í að vera ber að ofan málaður í framan á hvítum hesti,“ segir Hannes. Gefur tóninn fyrir sumarið „Við höfðum samband við Hannes í haust um að leggja okkur lið við gerð á auglýsingu fyrir Bestu deildina,“ segir Björn Þór Ingason, markaðsstjóri ÍTF. „Hannes tók vel í þá bón og fljótlega kom upp þessi hugmynd sem okkur leist strax mjög vel á. Okkur fannst mjög mikilvægt að fylgja eftir nýja vörumerkinu með flottri auglýsingu sem myndi setja tóninn fyrir sumarið,“ segir Björn og bætir við: „Markmiðið var líka að létta aðeins stemmninguna í kringum fótboltann og þó svo að auglýsingin sé í mjög harðgerðu umhverfi er hún á léttu nótunum. Við unnum út frá því frá upphafi að forðast það að búa til þessa týpísku fótboltaauglýsingu og mér finnst Hannesi hafa tekist einstaklega vel til við það.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Besta deildin og spáin kynnt Kynningarfundur ÍTF vegna Bestu deildar karla í fótbolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. 12. apríl 2022 11:30 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Bein útsending: Besta deildin og spáin kynnt Kynningarfundur ÍTF vegna Bestu deildar karla í fótbolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. 12. apríl 2022 11:30