Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 12:21 Friðrik formaður BHM er afar gagnrýninn á uppsagnirnar á skrifstofum Eflingar. Hann telur einsýnt að þar sé Sólveig Anna Jónsdóttir formaður að losa sig við óæskilegt starfsfólk. Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. „Þessar fréttir af yfirvofandi hópuppsögn allra starfsmanna Eflingar vekja óhug. Ýmislegt orkar hér tvímælis að því er virðist og nokkuð líklegt að ef hér væri á ferð atvinnurekandi innan vébanda Samtaka atvinnulífsins sem færi fram með þessum hætti að viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar yrðu afdráttarlaus,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM í nýlegum pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Verið að losa sig við óæskilega starfsmenn Friðrik telur blasa við að með uppsögnunum sé Sólveig Anna Jónsdóttir, sem var að taka við stjórnartaumunum í Eflingu eftir hlé, sé að losa sig við „óæskilega starfsmenn“: „Vissulega er það svo að ef starfsmenn t.d. í félagspólitísku umhverfi vinna beinlínis gegn lýðræðislega kjörinni forystu að þá verður eitthvað undan að láta. Hér er hins vegar beitt öðrum rökum sem hver um sig vekja upp enn frekari spurningar.“ Drífa Snædal forseti ASÍ var viðstödd starfsmannafund starfsmanna Eflingar sem fram fór á skrifstofu Eflingar og hún sagði, líkt og Friðrik, að uppsagnirnar vektu upp ýmsar spurningar. Jafnlaunastaðall misnotaður Friðrik segir að vísað sé í skipulagsbreytingar, breytt hæfnisviðmið og starfslýsingar við uppsagnirnar. Hann gefur ekki mikið fyrir það. „Við í verkalýðshreyfingunni þekkjum þessar skýringar af engu öðru en að hafa þann tilgang að lækka laun. Það að verkalýðsfélag gangi fram með þeim hætti er „athyglisvert“ svo ekki sé meira sagt.“ Friðrik segir ennfremur að vísað sé í jafnlaunastaðal en hann sé yfirleitt nýttur til að hækka laun til að ná jöfnuði milli kynja. Það sé hins vegar nýlunda, svo ekki sé meira sagt, að hann sé misnotaður til að réttlæta uppsagnir. „Í ljósi starfsöryggis starfsfólk Eflingar – ef það er svo að laun þar séu hærri en gengur og gerist – er kannski ekki óeðlilegt að þau njóti þess með bættum kjörum hvað það er greinilega hverfult að starfa á þeirra vettvangi.“ Friðrik segir fróðlegt að sjá hvort fram komi formleg tilkynning um hópuppsögn frá Eflingu. Drífa hvetur stjórnarmenn að endurskoða ákvörðun sína Uppfært 12:44 Drífa hefur nú hnykkt á því, á sinni Facebook-síðu, sem hún sagði í samtali við fréttastofu að afloknum starfsmannafundi Eflingar í morgun. Drífa er ómyrk í máli: „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa þann dag að stéttarfélag segði upp öllu starfsfólki sínu á einu bretti. Þetta hefur ekki gerst áður hér á landi og mér er til efs að til sambærilegra aðgerða hafi verið gripið nokkurs staðar á Norðurlöndunum eða í öðrum löndum með frjálsa og skipulagða verkalýðshreyfingu,“ segir Drífa þar. Hún segir nauðsynjalausar hópuppsagnir aðför að réttindum launafólks og gangi gegn atvinnu- og afkomuöryggi. Nú ríki upplausn og ljóst að mikil reynsla og þekking hverfur úr húsi: Þekking á túlkun kjarasamninga, greiðslum úr sjúkrasjóðum, fræðslusjóðum, úthlutun orlofshúsa, ráðgjöf um starfsendurhæfingu, innheimtu vangoldinna launa og allt annað sem stéttarfélög vinna að dags daglega. Svipmynd frá baráttufundi Eflingar vegna verkfalla. Þarna ganga þær hlið við hlið fremstar í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir nú formaður og Agnieszka Ewa Ziółkowska. Þar hefur orðið vík milli vina.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Félagsfólk Eflingar sem treystir á aðstoð síns stéttarfélags situr uppi með laskað félag,“ segir Drífa sem tekur fram að hún myndi fordæma öll fyrirtæki sem stæðu fyrir slíkum gjörðum. Hún hvetur stjórnarmenn Eflingar sem samþykktu uppsagnirnar að endurskoða ákvörðunina. ASÍ muni taka málið fyrir á sínum vettvangi. Meðal þeirra sem starfa á skrifstofu Eflingar eru félagar í VR en fréttastofu tókst ekki að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni formanni þar, nú fyrir hádegi. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
„Þessar fréttir af yfirvofandi hópuppsögn allra starfsmanna Eflingar vekja óhug. Ýmislegt orkar hér tvímælis að því er virðist og nokkuð líklegt að ef hér væri á ferð atvinnurekandi innan vébanda Samtaka atvinnulífsins sem færi fram með þessum hætti að viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar yrðu afdráttarlaus,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM í nýlegum pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Verið að losa sig við óæskilega starfsmenn Friðrik telur blasa við að með uppsögnunum sé Sólveig Anna Jónsdóttir, sem var að taka við stjórnartaumunum í Eflingu eftir hlé, sé að losa sig við „óæskilega starfsmenn“: „Vissulega er það svo að ef starfsmenn t.d. í félagspólitísku umhverfi vinna beinlínis gegn lýðræðislega kjörinni forystu að þá verður eitthvað undan að láta. Hér er hins vegar beitt öðrum rökum sem hver um sig vekja upp enn frekari spurningar.“ Drífa Snædal forseti ASÍ var viðstödd starfsmannafund starfsmanna Eflingar sem fram fór á skrifstofu Eflingar og hún sagði, líkt og Friðrik, að uppsagnirnar vektu upp ýmsar spurningar. Jafnlaunastaðall misnotaður Friðrik segir að vísað sé í skipulagsbreytingar, breytt hæfnisviðmið og starfslýsingar við uppsagnirnar. Hann gefur ekki mikið fyrir það. „Við í verkalýðshreyfingunni þekkjum þessar skýringar af engu öðru en að hafa þann tilgang að lækka laun. Það að verkalýðsfélag gangi fram með þeim hætti er „athyglisvert“ svo ekki sé meira sagt.“ Friðrik segir ennfremur að vísað sé í jafnlaunastaðal en hann sé yfirleitt nýttur til að hækka laun til að ná jöfnuði milli kynja. Það sé hins vegar nýlunda, svo ekki sé meira sagt, að hann sé misnotaður til að réttlæta uppsagnir. „Í ljósi starfsöryggis starfsfólk Eflingar – ef það er svo að laun þar séu hærri en gengur og gerist – er kannski ekki óeðlilegt að þau njóti þess með bættum kjörum hvað það er greinilega hverfult að starfa á þeirra vettvangi.“ Friðrik segir fróðlegt að sjá hvort fram komi formleg tilkynning um hópuppsögn frá Eflingu. Drífa hvetur stjórnarmenn að endurskoða ákvörðun sína Uppfært 12:44 Drífa hefur nú hnykkt á því, á sinni Facebook-síðu, sem hún sagði í samtali við fréttastofu að afloknum starfsmannafundi Eflingar í morgun. Drífa er ómyrk í máli: „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa þann dag að stéttarfélag segði upp öllu starfsfólki sínu á einu bretti. Þetta hefur ekki gerst áður hér á landi og mér er til efs að til sambærilegra aðgerða hafi verið gripið nokkurs staðar á Norðurlöndunum eða í öðrum löndum með frjálsa og skipulagða verkalýðshreyfingu,“ segir Drífa þar. Hún segir nauðsynjalausar hópuppsagnir aðför að réttindum launafólks og gangi gegn atvinnu- og afkomuöryggi. Nú ríki upplausn og ljóst að mikil reynsla og þekking hverfur úr húsi: Þekking á túlkun kjarasamninga, greiðslum úr sjúkrasjóðum, fræðslusjóðum, úthlutun orlofshúsa, ráðgjöf um starfsendurhæfingu, innheimtu vangoldinna launa og allt annað sem stéttarfélög vinna að dags daglega. Svipmynd frá baráttufundi Eflingar vegna verkfalla. Þarna ganga þær hlið við hlið fremstar í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir nú formaður og Agnieszka Ewa Ziółkowska. Þar hefur orðið vík milli vina.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Félagsfólk Eflingar sem treystir á aðstoð síns stéttarfélags situr uppi með laskað félag,“ segir Drífa sem tekur fram að hún myndi fordæma öll fyrirtæki sem stæðu fyrir slíkum gjörðum. Hún hvetur stjórnarmenn Eflingar sem samþykktu uppsagnirnar að endurskoða ákvörðunina. ASÍ muni taka málið fyrir á sínum vettvangi. Meðal þeirra sem starfa á skrifstofu Eflingar eru félagar í VR en fréttastofu tókst ekki að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni formanni þar, nú fyrir hádegi.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23
Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36