Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Fjölnir 64-58| Deildarmeistararnir í sumarfrí og Njarðvík mætir Haukum í úrslitum Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2022 23:30 Fer Fjölnir í sumarfrí? Vísir/Vilhelm Tímabilinu er lokið fyrir deildarmeistara Fjölnis eftir tap í undanúrslitaeinvíginu gegn Njarðvík 3-1 sem er nýliði í deildinni. Njarðvík vann fjórða leikinn 64-58 og mætir Haukum í úrslitum Subway-deildar kvenna. Ólíkt síðustu tveimur leikjum í einvíginu var það Fjölnir sem byrjaði betur að þessu sinni. Fjölniskonur gerðu fyrstu tvær körfurnar í leiknum og eftir sjö mínútur voru þær ellefu stigum yfir 8-19. Á fyrstu fimm mínútunum hafði Fjölnir tekið fimm sóknarfráköst en Njarðvík steig betur út þegar leið á leikinn. Njarðvík komst betur inn í leikinn og gerði átta stig í röð þar til Aliyah Daija Mazyck endaði leikhlutann á flautuþristi og var staðan 19-22 eftir fyrsta fjórðung. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og bæði lið tóku snörp áhlaup. Njarðvík komst yfir í fyrsta sinn í fyrri hálfleik þegar korter var liðið af leiknum. Aliyah Daija Mazyck endurtók leikinn frá því í fyrsta leikhluta og endaði fyrri hálfleik á flautukörfu. Að þessu sinni var það sniðskot þar sem hún keyrði á vörn Njarðvíkur. Afar mikilvæg karfa fyrir Fjölni sem var fjórum stigum yfir í hálfleik 30-34. Fjölnir byrjaði seinni hálfleik afar brösuglega. Fjölnir tapaði klaufalegum boltum, hitti ekkert úr opnum skotum og þegar Fjölniskonur komust að hringnum þá fóru sniðskotin ekki heldur niður. Fyrsta karfa Fjölnis kom eftir tæplega fjórar mínútur. Njarðvík hafði þá gert sjö stig í röð. Fjölnir var í tómu basli með varnarleik Njarðvíkur og tókst deildarmeisturunum aðeins að gera sjö stig á tíu mínútum. Góður varnarleikur skilaði Njarðvík 12 stiga forskoti fyrir síðasta fjórðung. Það mátti sjá taugaóstyrk í liði Njarðvíkur í fjórða leikhluta sem er ekki óeðlilegt þar sem miði í úrslitaeinvígi var í augsýn og margir stuðningsmenn mættir til að hvetja liðið. Njarðvík gerði aðeins þrjú stig á fyrstu sex mínútunum. Fjölnir minnkaði þá muninn niður í fjögur stig 54-50. Njarðvík gerði svo það sem þurfti á lokamínútunum sem skilaði að lokum sex stiga sigri 64-58. Af hverju vann Njarðvík? Fyrri hálfleikurinn var í járnum þar sem Fjölnir var tveimur stigum yfir. Njarðvík valtaði svo yfir Fjölni í þriðja leikhluta sem varð til þess að Njarðvík var með 12 stiga forystu fyrir síðasta fjórðung sem reyndist vera of mikið fyrir Fjölni. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, átti stórkostlegan leik. Hún gerði 21 stig, tók 24 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og skilaði 41 framlagspunkti. Diane Diéné Oumou endaði einnig með tvöfalda tvennu. Hún gerði 15 stig og tók 14 fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis hrundi í þriðja leikhluta þar sem liðið gerði sjö stig á tíu mínútum. Fjölnir fékk alls ekki nógu gott framlag frá sínum helstu leikmönnum. Aliyah Daija Mazyck gerði 19 stig úr 32 prósent skotnýtingu og Sanja Orozovic gerði 12 stig úr 21 prósent skotnýtingu. Hvað gerist næst? Tímabilinu er lokið hjá Fjölni á meðan Njarðvík mætir Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsti leikur er á þriðjudaginn í Ólafssal. Halldór Karl: Þetta verður svekkjandi að eilífu Halldór Karl, þjálfari Fjölnis, er kominn í sumarfrí eftir tap gegn NjarðvíkVísir/Vilhelm Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var afar svekktur með að tímabilinu sé lokið hjá deildarmeisturunum. „Þetta er mjög svekkjandi og verður svekkjandi að eilífu. Njarðvík var bara betri heldur en við og hrós á þær,“ sagði Halldór afar svekktur eftir að hafa tapað einvíginu gegn Njarðvík 3-1. Halldór var afar svekktur með tapið og fannst honum úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Í kvöld fannst mér við vera betra liðið. Njarðvík hefur verið mikið betri í síðustu tveimur leikjum en við vorum ofar í flestum tölfræði þáttum í dag en Njarðvík hitti úr stóru skotunum og það taldi. “ Aliyah Daija Mazyck, leikmaður Fjölnis, mætti inn í viðtalið og vildi koma því á framfæri að þrátt fyrir tap gegn Njarðvík þá er Halldór Karl besti þjálfarinn á landinu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Fjölnir
Tímabilinu er lokið fyrir deildarmeistara Fjölnis eftir tap í undanúrslitaeinvíginu gegn Njarðvík 3-1 sem er nýliði í deildinni. Njarðvík vann fjórða leikinn 64-58 og mætir Haukum í úrslitum Subway-deildar kvenna. Ólíkt síðustu tveimur leikjum í einvíginu var það Fjölnir sem byrjaði betur að þessu sinni. Fjölniskonur gerðu fyrstu tvær körfurnar í leiknum og eftir sjö mínútur voru þær ellefu stigum yfir 8-19. Á fyrstu fimm mínútunum hafði Fjölnir tekið fimm sóknarfráköst en Njarðvík steig betur út þegar leið á leikinn. Njarðvík komst betur inn í leikinn og gerði átta stig í röð þar til Aliyah Daija Mazyck endaði leikhlutann á flautuþristi og var staðan 19-22 eftir fyrsta fjórðung. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og bæði lið tóku snörp áhlaup. Njarðvík komst yfir í fyrsta sinn í fyrri hálfleik þegar korter var liðið af leiknum. Aliyah Daija Mazyck endurtók leikinn frá því í fyrsta leikhluta og endaði fyrri hálfleik á flautukörfu. Að þessu sinni var það sniðskot þar sem hún keyrði á vörn Njarðvíkur. Afar mikilvæg karfa fyrir Fjölni sem var fjórum stigum yfir í hálfleik 30-34. Fjölnir byrjaði seinni hálfleik afar brösuglega. Fjölnir tapaði klaufalegum boltum, hitti ekkert úr opnum skotum og þegar Fjölniskonur komust að hringnum þá fóru sniðskotin ekki heldur niður. Fyrsta karfa Fjölnis kom eftir tæplega fjórar mínútur. Njarðvík hafði þá gert sjö stig í röð. Fjölnir var í tómu basli með varnarleik Njarðvíkur og tókst deildarmeisturunum aðeins að gera sjö stig á tíu mínútum. Góður varnarleikur skilaði Njarðvík 12 stiga forskoti fyrir síðasta fjórðung. Það mátti sjá taugaóstyrk í liði Njarðvíkur í fjórða leikhluta sem er ekki óeðlilegt þar sem miði í úrslitaeinvígi var í augsýn og margir stuðningsmenn mættir til að hvetja liðið. Njarðvík gerði aðeins þrjú stig á fyrstu sex mínútunum. Fjölnir minnkaði þá muninn niður í fjögur stig 54-50. Njarðvík gerði svo það sem þurfti á lokamínútunum sem skilaði að lokum sex stiga sigri 64-58. Af hverju vann Njarðvík? Fyrri hálfleikurinn var í járnum þar sem Fjölnir var tveimur stigum yfir. Njarðvík valtaði svo yfir Fjölni í þriðja leikhluta sem varð til þess að Njarðvík var með 12 stiga forystu fyrir síðasta fjórðung sem reyndist vera of mikið fyrir Fjölni. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, átti stórkostlegan leik. Hún gerði 21 stig, tók 24 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og skilaði 41 framlagspunkti. Diane Diéné Oumou endaði einnig með tvöfalda tvennu. Hún gerði 15 stig og tók 14 fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis hrundi í þriðja leikhluta þar sem liðið gerði sjö stig á tíu mínútum. Fjölnir fékk alls ekki nógu gott framlag frá sínum helstu leikmönnum. Aliyah Daija Mazyck gerði 19 stig úr 32 prósent skotnýtingu og Sanja Orozovic gerði 12 stig úr 21 prósent skotnýtingu. Hvað gerist næst? Tímabilinu er lokið hjá Fjölni á meðan Njarðvík mætir Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsti leikur er á þriðjudaginn í Ólafssal. Halldór Karl: Þetta verður svekkjandi að eilífu Halldór Karl, þjálfari Fjölnis, er kominn í sumarfrí eftir tap gegn NjarðvíkVísir/Vilhelm Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var afar svekktur með að tímabilinu sé lokið hjá deildarmeisturunum. „Þetta er mjög svekkjandi og verður svekkjandi að eilífu. Njarðvík var bara betri heldur en við og hrós á þær,“ sagði Halldór afar svekktur eftir að hafa tapað einvíginu gegn Njarðvík 3-1. Halldór var afar svekktur með tapið og fannst honum úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Í kvöld fannst mér við vera betra liðið. Njarðvík hefur verið mikið betri í síðustu tveimur leikjum en við vorum ofar í flestum tölfræði þáttum í dag en Njarðvík hitti úr stóru skotunum og það taldi. “ Aliyah Daija Mazyck, leikmaður Fjölnis, mætti inn í viðtalið og vildi koma því á framfæri að þrátt fyrir tap gegn Njarðvík þá er Halldór Karl besti þjálfarinn á landinu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum