Volaða land keppir í Cannes Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 13:57 Myndin ber heitið Godland á ensku. Volaða land Kvikmyndin Volaða land, eftir Hlyn Pálmason, hefur verið valin til að keppa á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Kvikmyndin fjallar um ungan danskan prest sem ferðast til Íslands undir lok 19. aldar með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn smám saman tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Heimsfrumsýnd í Cannes Kvikmyndin verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni sem fram fer dagana 17. til 28. maí en Hlynur leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Fyrri verk Hlyns hafa víða unnið til verðlauna. Kvikmyndin Vetrarbræður tók þátt í aðalkeppni Locarno árið 2017 og kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur keppti í Cannes árið 2019. Með aðalhlutverk fara þeir Elliott Crosset Hove og Ingvar E. Sigurðsson. Þá fara Hilmar Guðjónsson, Jacob Hauberg Lohman, Vic Carmen Sonne og Ída Mekkín Hlynsdóttir með aukahlutverk í myndinni. Bíó og sjónvarp Cannes Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin fjallar um ungan danskan prest sem ferðast til Íslands undir lok 19. aldar með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn smám saman tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Heimsfrumsýnd í Cannes Kvikmyndin verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni sem fram fer dagana 17. til 28. maí en Hlynur leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Fyrri verk Hlyns hafa víða unnið til verðlauna. Kvikmyndin Vetrarbræður tók þátt í aðalkeppni Locarno árið 2017 og kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur keppti í Cannes árið 2019. Með aðalhlutverk fara þeir Elliott Crosset Hove og Ingvar E. Sigurðsson. Þá fara Hilmar Guðjónsson, Jacob Hauberg Lohman, Vic Carmen Sonne og Ída Mekkín Hlynsdóttir með aukahlutverk í myndinni.
Bíó og sjónvarp Cannes Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein