Handbolti

HK hafði betur í botnslagnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
HK-ingar unnu nauman sigur í dag.
HK-ingar unnu nauman sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét

HK sótti Aftureldingu heim í seinustu umferð Olís-deildar kvenna í dag þar sem gestirnir úr Kópavogi unnu nauman eins marks sigur, 24-25.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var mikið jafnræði með liðunum í dag og lítið sem gat skilið þau að. Liðin skiptust á að skora og þegar flautað var til hálfleiks höfðu heimakonur í Aftureldingu eins marks forystu, staðan 14-13.

Síðari hálfleikur bauð upp á meira af því sama og liðin héldu áfram að skiptast á að hafa forystuna. Heimakonur leiddu með einu marki þegar um fimm mínútur voru til leiksloka og voru því ansi nálægt því að krækja í fyrsta sigur tímabilsins.

Það voru þó gestirnir í HK sem reyndust sterkari á lokakaflanum og þær unnu að lokum eins marks sigur, 24-25.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst í liði HK með sex mörk, en í liði Aftureldingar var það Sylvía Björt Blöndal sem dró vagninn og skoraði tíu.

Afturelding og HK enda tímabilið í neðstu tveimur sætum deildarinnar. HK með 13 stig í næst neðsta sæti og Afturelding á botninum án stiga.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×