Norður-Kóreskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á gríðarstórri árás á tölvuleik Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2022 13:54 Tölvuþrjótarnir stálu rafmynt sem metin er á 80 milljarða króna. Getty Bandarísk yfirvöld hafa tengt Norður-Kóreska tölvurþjóta við gríðarlega umfangsmikla tölvuárás. Tölvuþrjótarnir stálu ígildi áttatíu milljarðum íslenskra króna af tölvuleikjaspilurum leiksins Axie Infinity í mars. Notendur tölvuleiksins geta safnað rafmynt með spilun leiksins; með því að einfaldlega ná árangri í tölvuleiknum eða með „viðskiptum“ innan hans. Þrjótunum tókst að brjótast inn í netkerfi Axie Infinty og stela rafmynt sem metin er 615 milljónir bandaríkjadala eða áttatíu milljarða króna. Hópurinn Lazarus er talinn bera ábyrgð á árásinni en leyniþjónusta Norður-Kóreu er talin leiða hópinn. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Lazarus er sami hópur tölvuþrjóta og braust inn í kvikmyndafyrirtækið Sony Pictures árið 2014. Eftir innbrotið kröfðust þeir þess að kvikmyndin The Interview, sem er gamansöm ádeila á leiðtogann Kim Jong-un, yrði ekki birt. „Rannsókn hefur leitt í ljós að hópurinn Lazarus Group og APT38, tölvuþrjótahópar tengdir Norður Kóreu, beri ábyrgð á þjófnaðinum,“ sagði í yfirlýsingu frá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Rafmyntir Tölvuárásir Norður-Kórea Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Notendur tölvuleiksins geta safnað rafmynt með spilun leiksins; með því að einfaldlega ná árangri í tölvuleiknum eða með „viðskiptum“ innan hans. Þrjótunum tókst að brjótast inn í netkerfi Axie Infinty og stela rafmynt sem metin er 615 milljónir bandaríkjadala eða áttatíu milljarða króna. Hópurinn Lazarus er talinn bera ábyrgð á árásinni en leyniþjónusta Norður-Kóreu er talin leiða hópinn. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Lazarus er sami hópur tölvuþrjóta og braust inn í kvikmyndafyrirtækið Sony Pictures árið 2014. Eftir innbrotið kröfðust þeir þess að kvikmyndin The Interview, sem er gamansöm ádeila á leiðtogann Kim Jong-un, yrði ekki birt. „Rannsókn hefur leitt í ljós að hópurinn Lazarus Group og APT38, tölvuþrjótahópar tengdir Norður Kóreu, beri ábyrgð á þjófnaðinum,“ sagði í yfirlýsingu frá bandarísku alríkislögreglunni FBI.
Rafmyntir Tölvuárásir Norður-Kórea Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira