Hefur saumað ellefu þjóðbúninga á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2022 19:21 Hjónin Sigríður Karen og Guðjón flott á Akranesi í þjóðbúningnum, sem Sigga Karen saumaði. Vísir/Magnús Hlynur Þjóðbúningar og allt í kringum þá er í miklu uppáhaldi hjá húsmóður á Akranesi en hún hefur saumað ellefu slíka búninga og á eftir að sauma einn í viðbót. Hún hvetur, sem flesta að læra að gera sér þjóðbúning og klæðast þeim við hátíðleg tækifæri. Áhugi á íslenskum þjóðbúningum er alltaf að aukast og aukast enda sífellt fleiri, sem klæða sig upp í slíka búning á hátíðisdögum, ekki síst á 17. júní. Sigríður Karen Samúelsdóttir, alltaf kölluð Sigga Karen, hefur saumað alls konar búninga síðustu ár og meira að segja haldið námskeið í þjóðbúningasaumi á Akranesi. Og að sjálfsögðu er hún búin að sauma herrabúning á bóndann sinn, Guðjón Sólmundsson, sem er með 44 hnappagötum á jakka og vesti. Húfan er líka á sínum stað. „Þetta tekur tíma, bara að sauma í þetta pils, sem ég er í tekur rúmar sex hundruð vinnustundir. Sumt tekur styttri tíma en allt kostar þetta vinnu,“ segir Sigga Karen. Og þú hefur mikla þolinmæði í þetta? „Já, ætli megi ekki að segja að fólkið mitt hefur líka hellings þolinmæði því ég hef tekið mér tíma til að gera þetta og ég fékk alltaf frið í tvo tíma á dag á meðan ég var að sauma. Þetta gefur mér fyrst og fremst gleði og að læra gamalt handverk því allt er þetta gamalt handverk, sem er verið að vinna upp,“ segir hún. Sigga Karen er algjör snillingur þegar kemur að því að sauma þjóðbúninga. Hún er búin með ellefu og fer nú að byrja á þeim tólfta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eigum við að huga meira af gamla handverkinu að hennar mati? „Já, að sjálfsögðu, þetta er það sem allir eiga að læra. Ef við hugsum okkur konurnar sem voru að sauma með lýsistýru, þær voru ekki með Led ljósin eins og við erum með í dag, og þessi vinna er óskapleg nákvæmnisvinna,“ segir Sigga Karen. Fjölskylda Siggu Karenar fer alltaf í búningana á 17. júní og sjálf fer hún í búning í fermingum og öðrum hátíðlegum tækifærum. En er hún hætt að suma? „Nei, ég á einn eftir, það er kirtilinn,“ segir hún hlægjandi. Sigga Karen að setja klútinn á bónda sinn.Vísir/Magnús Hlynur Akranes Handverk Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Áhugi á íslenskum þjóðbúningum er alltaf að aukast og aukast enda sífellt fleiri, sem klæða sig upp í slíka búning á hátíðisdögum, ekki síst á 17. júní. Sigríður Karen Samúelsdóttir, alltaf kölluð Sigga Karen, hefur saumað alls konar búninga síðustu ár og meira að segja haldið námskeið í þjóðbúningasaumi á Akranesi. Og að sjálfsögðu er hún búin að sauma herrabúning á bóndann sinn, Guðjón Sólmundsson, sem er með 44 hnappagötum á jakka og vesti. Húfan er líka á sínum stað. „Þetta tekur tíma, bara að sauma í þetta pils, sem ég er í tekur rúmar sex hundruð vinnustundir. Sumt tekur styttri tíma en allt kostar þetta vinnu,“ segir Sigga Karen. Og þú hefur mikla þolinmæði í þetta? „Já, ætli megi ekki að segja að fólkið mitt hefur líka hellings þolinmæði því ég hef tekið mér tíma til að gera þetta og ég fékk alltaf frið í tvo tíma á dag á meðan ég var að sauma. Þetta gefur mér fyrst og fremst gleði og að læra gamalt handverk því allt er þetta gamalt handverk, sem er verið að vinna upp,“ segir hún. Sigga Karen er algjör snillingur þegar kemur að því að sauma þjóðbúninga. Hún er búin með ellefu og fer nú að byrja á þeim tólfta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eigum við að huga meira af gamla handverkinu að hennar mati? „Já, að sjálfsögðu, þetta er það sem allir eiga að læra. Ef við hugsum okkur konurnar sem voru að sauma með lýsistýru, þær voru ekki með Led ljósin eins og við erum með í dag, og þessi vinna er óskapleg nákvæmnisvinna,“ segir Sigga Karen. Fjölskylda Siggu Karenar fer alltaf í búningana á 17. júní og sjálf fer hún í búning í fermingum og öðrum hátíðlegum tækifærum. En er hún hætt að suma? „Nei, ég á einn eftir, það er kirtilinn,“ segir hún hlægjandi. Sigga Karen að setja klútinn á bónda sinn.Vísir/Magnús Hlynur
Akranes Handverk Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira