Hefur saumað ellefu þjóðbúninga á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2022 19:21 Hjónin Sigríður Karen og Guðjón flott á Akranesi í þjóðbúningnum, sem Sigga Karen saumaði. Vísir/Magnús Hlynur Þjóðbúningar og allt í kringum þá er í miklu uppáhaldi hjá húsmóður á Akranesi en hún hefur saumað ellefu slíka búninga og á eftir að sauma einn í viðbót. Hún hvetur, sem flesta að læra að gera sér þjóðbúning og klæðast þeim við hátíðleg tækifæri. Áhugi á íslenskum þjóðbúningum er alltaf að aukast og aukast enda sífellt fleiri, sem klæða sig upp í slíka búning á hátíðisdögum, ekki síst á 17. júní. Sigríður Karen Samúelsdóttir, alltaf kölluð Sigga Karen, hefur saumað alls konar búninga síðustu ár og meira að segja haldið námskeið í þjóðbúningasaumi á Akranesi. Og að sjálfsögðu er hún búin að sauma herrabúning á bóndann sinn, Guðjón Sólmundsson, sem er með 44 hnappagötum á jakka og vesti. Húfan er líka á sínum stað. „Þetta tekur tíma, bara að sauma í þetta pils, sem ég er í tekur rúmar sex hundruð vinnustundir. Sumt tekur styttri tíma en allt kostar þetta vinnu,“ segir Sigga Karen. Og þú hefur mikla þolinmæði í þetta? „Já, ætli megi ekki að segja að fólkið mitt hefur líka hellings þolinmæði því ég hef tekið mér tíma til að gera þetta og ég fékk alltaf frið í tvo tíma á dag á meðan ég var að sauma. Þetta gefur mér fyrst og fremst gleði og að læra gamalt handverk því allt er þetta gamalt handverk, sem er verið að vinna upp,“ segir hún. Sigga Karen er algjör snillingur þegar kemur að því að sauma þjóðbúninga. Hún er búin með ellefu og fer nú að byrja á þeim tólfta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eigum við að huga meira af gamla handverkinu að hennar mati? „Já, að sjálfsögðu, þetta er það sem allir eiga að læra. Ef við hugsum okkur konurnar sem voru að sauma með lýsistýru, þær voru ekki með Led ljósin eins og við erum með í dag, og þessi vinna er óskapleg nákvæmnisvinna,“ segir Sigga Karen. Fjölskylda Siggu Karenar fer alltaf í búningana á 17. júní og sjálf fer hún í búning í fermingum og öðrum hátíðlegum tækifærum. En er hún hætt að suma? „Nei, ég á einn eftir, það er kirtilinn,“ segir hún hlægjandi. Sigga Karen að setja klútinn á bónda sinn.Vísir/Magnús Hlynur Akranes Handverk Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Áhugi á íslenskum þjóðbúningum er alltaf að aukast og aukast enda sífellt fleiri, sem klæða sig upp í slíka búning á hátíðisdögum, ekki síst á 17. júní. Sigríður Karen Samúelsdóttir, alltaf kölluð Sigga Karen, hefur saumað alls konar búninga síðustu ár og meira að segja haldið námskeið í þjóðbúningasaumi á Akranesi. Og að sjálfsögðu er hún búin að sauma herrabúning á bóndann sinn, Guðjón Sólmundsson, sem er með 44 hnappagötum á jakka og vesti. Húfan er líka á sínum stað. „Þetta tekur tíma, bara að sauma í þetta pils, sem ég er í tekur rúmar sex hundruð vinnustundir. Sumt tekur styttri tíma en allt kostar þetta vinnu,“ segir Sigga Karen. Og þú hefur mikla þolinmæði í þetta? „Já, ætli megi ekki að segja að fólkið mitt hefur líka hellings þolinmæði því ég hef tekið mér tíma til að gera þetta og ég fékk alltaf frið í tvo tíma á dag á meðan ég var að sauma. Þetta gefur mér fyrst og fremst gleði og að læra gamalt handverk því allt er þetta gamalt handverk, sem er verið að vinna upp,“ segir hún. Sigga Karen er algjör snillingur þegar kemur að því að sauma þjóðbúninga. Hún er búin með ellefu og fer nú að byrja á þeim tólfta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eigum við að huga meira af gamla handverkinu að hennar mati? „Já, að sjálfsögðu, þetta er það sem allir eiga að læra. Ef við hugsum okkur konurnar sem voru að sauma með lýsistýru, þær voru ekki með Led ljósin eins og við erum með í dag, og þessi vinna er óskapleg nákvæmnisvinna,“ segir Sigga Karen. Fjölskylda Siggu Karenar fer alltaf í búningana á 17. júní og sjálf fer hún í búning í fermingum og öðrum hátíðlegum tækifærum. En er hún hætt að suma? „Nei, ég á einn eftir, það er kirtilinn,“ segir hún hlægjandi. Sigga Karen að setja klútinn á bónda sinn.Vísir/Magnús Hlynur
Akranes Handverk Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira