Skoða meint misferli Le Pen viku fyrir kosningar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2022 14:57 Marine Le Pen, til vinstri, hefur sjaldan flogið hærra í skoðanakönnunum. (Photo by Chesnot/Getty Images) Saksóknarar í Frakklandi segja að þeir séu nú að fara yfir skýrslu þar sem Marine Le Pen og aðrir flokksmeðlimir í Franska þjóðarflokknum eru sökuð um að hafa misnotað fjármuni Evrópusambandsins. Reuters fjallar um og segir að saksóknarar í Frakklandi séu að fara yfir skýrslu Evrópuskrifstofu um aðgerðir gegn svikum, stofnun Evrópusambandsins sem rannsakar meðal annars misferli með fjármuni sambandsins. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa greint frá innihaldi skýrslunnar og segja að í henni sé Le Pen og flokksmenn hennar sakaðir um að hafa misnotað allt að 617 þúsund evrur af fjármunum sem flokkurinn fékk frá ESB. Þar af Le Pen sökuð um að hafa misnotað 140 þúsund evrur. Hvorki né Le Pen né aðrir flokksmeðlimir eru sakaðir um að hafa hagnast fjárhagslega með hinu meinta misferli. Þess í stað eru þau sökuð um að hafa notað fjármuni frá Evrópusambandinu til að greiða laun starfsmanna og halda ýmsa viðburði. Le Pen er í harðri kosningabaráttu þessa dagana sem forsetaframbjóðandi Franska þjóðarflokksins. Komst hún áfram í seinni umferð kosninganna þar sem kosið verður á milli hennar og Emmanuel Macrons, sitjandi forseta. Seinni umferðin fer fram eftir viku, næstkomandi sunnudag þann 24. apríl. Fylgi Macrons hafði dalað í aðdraganda fyrri umferðarinnar á meðan Le Pen sótti á. Macron leiðir í skoðanakönnunum, þó ekki með miklum mun. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. 10. apríl 2022 23:20 Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni. 3. apríl 2022 14:30 Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Reuters fjallar um og segir að saksóknarar í Frakklandi séu að fara yfir skýrslu Evrópuskrifstofu um aðgerðir gegn svikum, stofnun Evrópusambandsins sem rannsakar meðal annars misferli með fjármuni sambandsins. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa greint frá innihaldi skýrslunnar og segja að í henni sé Le Pen og flokksmenn hennar sakaðir um að hafa misnotað allt að 617 þúsund evrur af fjármunum sem flokkurinn fékk frá ESB. Þar af Le Pen sökuð um að hafa misnotað 140 þúsund evrur. Hvorki né Le Pen né aðrir flokksmeðlimir eru sakaðir um að hafa hagnast fjárhagslega með hinu meinta misferli. Þess í stað eru þau sökuð um að hafa notað fjármuni frá Evrópusambandinu til að greiða laun starfsmanna og halda ýmsa viðburði. Le Pen er í harðri kosningabaráttu þessa dagana sem forsetaframbjóðandi Franska þjóðarflokksins. Komst hún áfram í seinni umferð kosninganna þar sem kosið verður á milli hennar og Emmanuel Macrons, sitjandi forseta. Seinni umferðin fer fram eftir viku, næstkomandi sunnudag þann 24. apríl. Fylgi Macrons hafði dalað í aðdraganda fyrri umferðarinnar á meðan Le Pen sótti á. Macron leiðir í skoðanakönnunum, þó ekki með miklum mun.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. 10. apríl 2022 23:20 Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni. 3. apríl 2022 14:30 Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. 10. apríl 2022 23:20
Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni. 3. apríl 2022 14:30
Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43