Landsmenn hugi að sóttvörnum Snorri Másson skrifar 18. apríl 2022 13:00 Þau afbrigði fuglaflensuveirunnar sem nú er mest um í nágrannalöndum okkar (H5N1) hafa ekki valdið sýkingum í fólki. Ekki er talin hætta á að smit berist í fólk við neyslu eggja eða kjöts af alifuglum. Líkurnar á smiti frá fuglum í fólk eru því litlar en þó er aldrei hægt að útiloka smit og fólk þarf ávallt að gæta sóttvarna við handfjötlun á veikum og dauðum fuglum. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. Á Reykjum í Árnessýslu hefur Birna Þorsteinsdóttir haldið hænur um nokkra hríð - en þegar dauður hrafn fannst utan við hænsnakofann í síðustu viku, og nokkrar hænur veiktust skömmu síðar, var ákveðið að fella allar hænurnar. „Þetta er náttúrulega bara hundfúlt,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. „Maður var bara svekktur að hafa ekki lokað hænurnar inni um leið og við fundum hrafninn en það hefði nú trúlega verið of seint af því að þær eru alltaf á vappi um svæðið þar sem hann fannst dauður. Þetta virðist gerast mjög hratt af því að hænurnar eru búnar að vera fílhraustar allan daginn og verpa eins og þeim sé borgað fyrir,“ segir Birna. Svo detta hænurnar allt í einu niður dauðar. Það er ekki óeðlilegt að á þessum tíma árs berist flensur með farfuglum, en áhyggjur Matvælastofnunar nú beinast að stærri alifuglabúum. Í Evrópu hafa fleiri milljónir alifugla verið aflífaðir. En hve mikill gæti skaðinn orðið hér? Gríðarlegur, segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar. „Það er að segja ef þetta fer inn á alifuglabú, hvort sem það eru kjúklingar eða varphænum, sem eru yfirleitt í þúsundatali. Það er mikil veiki, mikill dauði og það eina sem hægt er að gera er að fella öll dýrin, þetta er ólæknandi. Aflífa þau og farga,“ segir Sigurborg. Nú er þetta spurning um smitvarnir að sögn Sigurborgar - einkum fugla á milli - því flensuafbrigðið sem nú hefur fundist í fuglum hefur ekki verið að smita fólk að neinu ráði. Almennt eru sóttvarnir á alifuglabúum góðar. Því er engin yfirvofandi hætta, en því er beint til almennings að snerta dauða fugla ekki með berum höndum. Og að tilkynna um óeðlilega dauða fugla. Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Á Reykjum í Árnessýslu hefur Birna Þorsteinsdóttir haldið hænur um nokkra hríð - en þegar dauður hrafn fannst utan við hænsnakofann í síðustu viku, og nokkrar hænur veiktust skömmu síðar, var ákveðið að fella allar hænurnar. „Þetta er náttúrulega bara hundfúlt,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. „Maður var bara svekktur að hafa ekki lokað hænurnar inni um leið og við fundum hrafninn en það hefði nú trúlega verið of seint af því að þær eru alltaf á vappi um svæðið þar sem hann fannst dauður. Þetta virðist gerast mjög hratt af því að hænurnar eru búnar að vera fílhraustar allan daginn og verpa eins og þeim sé borgað fyrir,“ segir Birna. Svo detta hænurnar allt í einu niður dauðar. Það er ekki óeðlilegt að á þessum tíma árs berist flensur með farfuglum, en áhyggjur Matvælastofnunar nú beinast að stærri alifuglabúum. Í Evrópu hafa fleiri milljónir alifugla verið aflífaðir. En hve mikill gæti skaðinn orðið hér? Gríðarlegur, segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar. „Það er að segja ef þetta fer inn á alifuglabú, hvort sem það eru kjúklingar eða varphænum, sem eru yfirleitt í þúsundatali. Það er mikil veiki, mikill dauði og það eina sem hægt er að gera er að fella öll dýrin, þetta er ólæknandi. Aflífa þau og farga,“ segir Sigurborg. Nú er þetta spurning um smitvarnir að sögn Sigurborgar - einkum fugla á milli - því flensuafbrigðið sem nú hefur fundist í fuglum hefur ekki verið að smita fólk að neinu ráði. Almennt eru sóttvarnir á alifuglabúum góðar. Því er engin yfirvofandi hætta, en því er beint til almennings að snerta dauða fugla ekki með berum höndum. Og að tilkynna um óeðlilega dauða fugla.
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36
Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32