Að selja fjöregg Þorsteinn Sæmundsson skrifar 18. apríl 2022 15:00 Frá því að ég man fyrst eftir hafa íslenskum stjórnvöldum verið mislagðar hendur við að selja fjöregg þjóðarinnar. Allt frá sölu á Síldarverksmiðjum ríkisins, áburðar og sementsverksmiðjum, Símanum að ekki sé minnst á s.k. einkavæðingu bankanna hina fyrri. Eftir á að hyggja finnst manni að í flestum tilvikum hafi kaupendur heitið sömu nöfnum. Eftir á að hyggja finnst manni að sömu mistökin hafi ítrekað verið gerð af hálfu seljenda. Eftir á að hyggja er maður ekki sannfærður um að söluverð hafi skilað sér í ríkissjóð í öllum tilfellum. Eftir á að hyggja virðist enginn hafa lært neitt á þeim mistökum sem gerð voru. Eftir á að hyggja hefur enginn tekið ábyrgð á þeim mistökum sem áttu sér stað. Ekki þá frekar en nú. Eftir hrun eru nokkrar eignasölur sem standa upp úr. Fyrst skal nefna söluna á færsluhirðinum Borgun. Borgun var bókstaflega seld nokkrum innherjum sem bönkuðu upp á í Landbankanum ásamt eins og einum Engeyingi sem var á kápulafi innherjanna. Ekkert útboð átti sér staði engin áreiðanleikakönnun virðist hafa átt sér stað. Nú er talið að seinni salan á Borgun ásamt sölunni á Valitor hafi ógnað þjóðaröryggi. Salan á Borgun var tekin upp á Alþingi og ritaðar um hana greinar en vakti takmarkaða athygli almennings og fjölmiðla. Ríkisendurskoðun vann síðar skýrslu um sölu Landsbankans á ríkiseignum þ.m.t Borgun. Sú skýrsla er áfellisdómur yfir þáverandi stjórnendum bankans sem guldu fyrir með því að láta af störfum. Annað atriði varðar sölumeðferð á stöðugleikaframlögum slitabúa bankanna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson beitti sér öðrum fremur fyrir að skiluðu sér í ríkissjóð. Eitt haldmesta stöðugleikaframlagið var Íslandsbanki eins og hann lagði sig. Stofnað var sérstakt fyrirtæki, Lindarhvoll,til að koma eignunum í verð. Mörg álitaefni eru um starfsemi Lindarhvols. Sérstakur settur ríkisendurskoðandi ad hoc virtur og vammlaus embættismaður til áratuga var fenginn til að gera skýrslu um starfsemi félagsins þar sem þáverandi Ríkisendurskoðandi og einn stjórnarmanna Lindarhvols voru bræður. Nýr ríkisendurskoðandi (sem nú er reyndar orðinn ráðuneytisstjóri) lét verða sitt fyrsta verk að leysa settan ríkisendurskoðanda undan störfum. Skýrsla sem settur ríkisendurskoðandi vann um starfsemi Lindarhvols fæst ekki gerð opinber hvorki fyrir þingnefndir, þingmenn eða almenning. Gerð var ný skýrsla sem eftir því sem er eftir því sem næst verður komist með allt öðrum niðurstöðum en sú fyrri sem ekki fæst gerð opinber. Þó hefur verið vitnað í skýrslu ríkisendurskoðanda ad hoc í opinberri umræðu og fundið að vinnu hans án þess að hann fái reist hönd fyrir höfuð sér. Leyndarmúr var reistur um fyrri skýrsluna um Lindarhvol með þátttöku þáverandi forseta Alþingis. Saga Lindarhvols að öðru leyti verður rakin frekar í annarri grein fljótlega. Það er þess vegna ekki á vísan að róa að biðja Ríkisendurskoðun nú um skýrslugerð vegna nýlegrar sölu á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka sem nánar verður fjallað um síðar. Þriðja atriðið varðar sölu á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs. Á árunum eftir hrun misstu þúsundir Íslendinga heimili sín fyrir framgöngu Íbúðalánasjóðs og viðskiptabankanna. Upplýsingar um upptöku og sölu eignanna hafa ekki legið á lausu. Núverandi félagsmálaráðherra fór í bága við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð til að reyna að koma í veg fyrir birtingu gagna um athæfið. Þegar þær upplýsingar lágu loks fyrir og reynt var að koma þeim á framfæri við fjölmiðla var áhugaleysið algert. Enginn hefur heldur mætt á Austurvöll til að sýna þessu fólki samtöðu. Þó var að finna í hópi kaupenda íbúðanna mörg af þeim nöfnum sem stungið hafa upp kollinum nú nýlega við sölu á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sögur fólksins sem missti heimili sín eru sorglegri en orð fá lýst. Sögur af því hvernig gengið var miskunnarlaust á rétt fólks sem hafði ekkert til saka unnið en hafði margt misst vinnuna tímabundið í kjölfar hrunsins og var þess vegna berskjaldað. Sem dæmi um tvískinnunginn tjáði sig fyrrverandi forsætisráðherra sem horfði aðgerðarlaus á fólk hrakið af heimilum sínum af mikilli vandlætingu um söluna á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sami fyrrverandi forsætisráðherra boðaði til sérstaks blaðamannafundar á starfstíma sínum til að gera heyrinkunnugt að ,,ekki yrði meira gert fyrir íslensk heimili.” Svei. Fjórða atriðið varðar sölu á minnihlutaeign ríkisins í Arionbanka sem seldur var á ótrúlegu undirverði þar sem fyrrum fjármálráðherra hafði fastsett verð hlutar ríkisins árið 2009. Réttast hefði verið og á það var bent af hálfu Miðflokksins að íslenska ríkið tæki Arionbanka yfir í kjölfar stöðugleikasamninganna og hefði sjálft gert sér mat úr virði bankans. Ég hvet fólk til að kynna sér þær upphæðir sem eigendur Arionbanka hafa greitt sér í arð undanfarin nokkur ár. Fimmta atriðið varðar nýlega sölu á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Við þá sölu virðast öll hugsanleg mistök hafa átt sér stað. Erlendum vogunarsjóðum var veitt tækifæri öðru sinni til að hagnast á nokkrum dögum eða klukkutímum um umtalsverðar upphæðir. Góðkunningjar frá hrunárunum tóku glaðir þátt í veislunni enda engar athugasemdir gerðar við þátttöku þeirra í „útboðinu“ þrátt fyrir fortíðarvanda. Einnig voru dregnir á flot nokkrir innherjar, framkvæmdaraðilar útboðsins og svo pabbi gamli. Þetta er að sjálfsögðu óboðlegt. Til þess að einhver sátt myndist í þessu þjóðfélagi þarf að klára að gera upp hrunið. Við höfum skjalfest býsna vel það sem gerðist fyrir hrun og í hruninu sjálfu. Eftirhrunsárin og upplýsingar um þær aðgerðir og reyndar aðgerðaleysi eru ýmist lokuð inni til áratuga og/eða allra leiða leitað til að koma í veg fyrir birtingu upplýsinga. Við því þarf að bregðast strax. Allar upplýsingar um eftirhrunsárin þurfa að koma fram - núna! Án undanbragða! Án þess næst ekki sá samhljómur sem okkur er nauðsynlegur til að lifa saman í landinu áfram. Höfundur situr í stjórn MIðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Miðflokkurinn Þorsteinn Sæmundsson Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Frá því að ég man fyrst eftir hafa íslenskum stjórnvöldum verið mislagðar hendur við að selja fjöregg þjóðarinnar. Allt frá sölu á Síldarverksmiðjum ríkisins, áburðar og sementsverksmiðjum, Símanum að ekki sé minnst á s.k. einkavæðingu bankanna hina fyrri. Eftir á að hyggja finnst manni að í flestum tilvikum hafi kaupendur heitið sömu nöfnum. Eftir á að hyggja finnst manni að sömu mistökin hafi ítrekað verið gerð af hálfu seljenda. Eftir á að hyggja er maður ekki sannfærður um að söluverð hafi skilað sér í ríkissjóð í öllum tilfellum. Eftir á að hyggja virðist enginn hafa lært neitt á þeim mistökum sem gerð voru. Eftir á að hyggja hefur enginn tekið ábyrgð á þeim mistökum sem áttu sér stað. Ekki þá frekar en nú. Eftir hrun eru nokkrar eignasölur sem standa upp úr. Fyrst skal nefna söluna á færsluhirðinum Borgun. Borgun var bókstaflega seld nokkrum innherjum sem bönkuðu upp á í Landbankanum ásamt eins og einum Engeyingi sem var á kápulafi innherjanna. Ekkert útboð átti sér staði engin áreiðanleikakönnun virðist hafa átt sér stað. Nú er talið að seinni salan á Borgun ásamt sölunni á Valitor hafi ógnað þjóðaröryggi. Salan á Borgun var tekin upp á Alþingi og ritaðar um hana greinar en vakti takmarkaða athygli almennings og fjölmiðla. Ríkisendurskoðun vann síðar skýrslu um sölu Landsbankans á ríkiseignum þ.m.t Borgun. Sú skýrsla er áfellisdómur yfir þáverandi stjórnendum bankans sem guldu fyrir með því að láta af störfum. Annað atriði varðar sölumeðferð á stöðugleikaframlögum slitabúa bankanna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson beitti sér öðrum fremur fyrir að skiluðu sér í ríkissjóð. Eitt haldmesta stöðugleikaframlagið var Íslandsbanki eins og hann lagði sig. Stofnað var sérstakt fyrirtæki, Lindarhvoll,til að koma eignunum í verð. Mörg álitaefni eru um starfsemi Lindarhvols. Sérstakur settur ríkisendurskoðandi ad hoc virtur og vammlaus embættismaður til áratuga var fenginn til að gera skýrslu um starfsemi félagsins þar sem þáverandi Ríkisendurskoðandi og einn stjórnarmanna Lindarhvols voru bræður. Nýr ríkisendurskoðandi (sem nú er reyndar orðinn ráðuneytisstjóri) lét verða sitt fyrsta verk að leysa settan ríkisendurskoðanda undan störfum. Skýrsla sem settur ríkisendurskoðandi vann um starfsemi Lindarhvols fæst ekki gerð opinber hvorki fyrir þingnefndir, þingmenn eða almenning. Gerð var ný skýrsla sem eftir því sem er eftir því sem næst verður komist með allt öðrum niðurstöðum en sú fyrri sem ekki fæst gerð opinber. Þó hefur verið vitnað í skýrslu ríkisendurskoðanda ad hoc í opinberri umræðu og fundið að vinnu hans án þess að hann fái reist hönd fyrir höfuð sér. Leyndarmúr var reistur um fyrri skýrsluna um Lindarhvol með þátttöku þáverandi forseta Alþingis. Saga Lindarhvols að öðru leyti verður rakin frekar í annarri grein fljótlega. Það er þess vegna ekki á vísan að róa að biðja Ríkisendurskoðun nú um skýrslugerð vegna nýlegrar sölu á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka sem nánar verður fjallað um síðar. Þriðja atriðið varðar sölu á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs. Á árunum eftir hrun misstu þúsundir Íslendinga heimili sín fyrir framgöngu Íbúðalánasjóðs og viðskiptabankanna. Upplýsingar um upptöku og sölu eignanna hafa ekki legið á lausu. Núverandi félagsmálaráðherra fór í bága við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð til að reyna að koma í veg fyrir birtingu gagna um athæfið. Þegar þær upplýsingar lágu loks fyrir og reynt var að koma þeim á framfæri við fjölmiðla var áhugaleysið algert. Enginn hefur heldur mætt á Austurvöll til að sýna þessu fólki samtöðu. Þó var að finna í hópi kaupenda íbúðanna mörg af þeim nöfnum sem stungið hafa upp kollinum nú nýlega við sölu á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sögur fólksins sem missti heimili sín eru sorglegri en orð fá lýst. Sögur af því hvernig gengið var miskunnarlaust á rétt fólks sem hafði ekkert til saka unnið en hafði margt misst vinnuna tímabundið í kjölfar hrunsins og var þess vegna berskjaldað. Sem dæmi um tvískinnunginn tjáði sig fyrrverandi forsætisráðherra sem horfði aðgerðarlaus á fólk hrakið af heimilum sínum af mikilli vandlætingu um söluna á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sami fyrrverandi forsætisráðherra boðaði til sérstaks blaðamannafundar á starfstíma sínum til að gera heyrinkunnugt að ,,ekki yrði meira gert fyrir íslensk heimili.” Svei. Fjórða atriðið varðar sölu á minnihlutaeign ríkisins í Arionbanka sem seldur var á ótrúlegu undirverði þar sem fyrrum fjármálráðherra hafði fastsett verð hlutar ríkisins árið 2009. Réttast hefði verið og á það var bent af hálfu Miðflokksins að íslenska ríkið tæki Arionbanka yfir í kjölfar stöðugleikasamninganna og hefði sjálft gert sér mat úr virði bankans. Ég hvet fólk til að kynna sér þær upphæðir sem eigendur Arionbanka hafa greitt sér í arð undanfarin nokkur ár. Fimmta atriðið varðar nýlega sölu á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Við þá sölu virðast öll hugsanleg mistök hafa átt sér stað. Erlendum vogunarsjóðum var veitt tækifæri öðru sinni til að hagnast á nokkrum dögum eða klukkutímum um umtalsverðar upphæðir. Góðkunningjar frá hrunárunum tóku glaðir þátt í veislunni enda engar athugasemdir gerðar við þátttöku þeirra í „útboðinu“ þrátt fyrir fortíðarvanda. Einnig voru dregnir á flot nokkrir innherjar, framkvæmdaraðilar útboðsins og svo pabbi gamli. Þetta er að sjálfsögðu óboðlegt. Til þess að einhver sátt myndist í þessu þjóðfélagi þarf að klára að gera upp hrunið. Við höfum skjalfest býsna vel það sem gerðist fyrir hrun og í hruninu sjálfu. Eftirhrunsárin og upplýsingar um þær aðgerðir og reyndar aðgerðaleysi eru ýmist lokuð inni til áratuga og/eða allra leiða leitað til að koma í veg fyrir birtingu upplýsinga. Við því þarf að bregðast strax. Allar upplýsingar um eftirhrunsárin þurfa að koma fram - núna! Án undanbragða! Án þess næst ekki sá samhljómur sem okkur er nauðsynlegur til að lifa saman í landinu áfram. Höfundur situr í stjórn MIðflokksins.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun