Jón Daði dýrkaður og dáður hjá Bolton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 10:01 Jón Daði skorar annað mark sitt um helgina. Twitter@OfficialBWFC Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson átti frábæra innkomu um helgina er hann kom inn af bekknum hjá Bolton Wanderers og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Accrington Stanley. Gaf hann sér svo tíma til að leika við ungan aðdáanda Bolton-liðsins á leiðinni heim. Jón Daði hefur heldur betur lifnað við síðan hann færði sig um set á Englandi og hóf að spila með Bolton Wanderers. Það hefur sést sérstaklega á leikjum íslenska landsliðsins en Jón Daði hefur verið jafnbesti leikmaður liðsins í undanförnum verkefnum. Framherjinn hengdi ekki haus er hann hóf leik helgarinnar á varamannabekknum heldur kom hann inn í stöðunni 1-1 og skoraði tvívegis í 3-1 sigri. Það fyrra var með þrumuskoti úr þröngu færi. Svona klára bara framherjar sem eru með sjálfstraustið í botni. Instant impact A belting finish from @jondadi just 2 minutes after coming on for @OfficialBWFC s #EFLonQuest - Tonight at 9pm #EFL #EFL #BWFC Stream free on demand with @discoveryplusUK: https://t.co/5BVoLl5xim pic.twitter.com/Iclbtx9jr7— Quest (@QuestTV) April 18, 2022 Eftir leik sagði Jón Daði að það eina sem hann væri ósáttur með væri að Bolton væri ekki nær umspilssætunum. Bolton er sem stendur í 10. sæti með 67 stig, tíu stigum fyrir neðan Sunderland sem er í síðasta umspilssætinu. " , ' ." @jondadi spoke after scoring twice in this afternoon's @SkyBetLeagueOne victory against @ASFCofficial.#BWFC — Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) April 18, 2022 Er Jón Daði var heim á leið eftir leik virðist ungur aðdáandi hafa náð athygli hans. Náðist skemmtilegt myndband þar sem Jón Daði sést skjóta nokkrum boltum á unga stelpu sem hefur ólm viljað reyna eitthvað sem markverði Accrington Stanley tókst ekki, að verja skot frá Jóni Daða. „Jón Daði að taka vítaspyrnur með barnabarni vinar míns fyrir utan leikvanginn. Þetta félag,“ segir í Twitter-færslu frá stuðningsmanni Bolton Wanderers. Jon Daddi Bavardsson playing penalties with my mates granddaughter outside stadium. This club #bwfc pic.twitter.com/igxRxHBXZk— Bolton Wanderers and Proud (@ProudBW) April 18, 2022 Jón Daði er ekki fyrst Íslendingurinn sem finnur fjöl sína hjá Bolton Wanderers. Liðið á góðu samstarfi við Ísland en Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Grétar Rafn Steinsson léku allir með liðinu þegar það var upp á sitt besta. Það er eflaust fjarlægur draumur hjá Jóni Daða að leika í ensku úrvalsdeildinni með félaginu en takist honum að hjálpa því upp í B-deildina á nýjan leik er ljóst að hann yrði í guðatölu hjá stuðningsfólki liðsins líkt og þríeykið hér að ofan. Ef til vill má færa rök fyrir því að hann sé það nú þegar ef marka má þetta stórkostlega lag sem samið var um Jón Daða fyrr á árinu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira
Jón Daði hefur heldur betur lifnað við síðan hann færði sig um set á Englandi og hóf að spila með Bolton Wanderers. Það hefur sést sérstaklega á leikjum íslenska landsliðsins en Jón Daði hefur verið jafnbesti leikmaður liðsins í undanförnum verkefnum. Framherjinn hengdi ekki haus er hann hóf leik helgarinnar á varamannabekknum heldur kom hann inn í stöðunni 1-1 og skoraði tvívegis í 3-1 sigri. Það fyrra var með þrumuskoti úr þröngu færi. Svona klára bara framherjar sem eru með sjálfstraustið í botni. Instant impact A belting finish from @jondadi just 2 minutes after coming on for @OfficialBWFC s #EFLonQuest - Tonight at 9pm #EFL #EFL #BWFC Stream free on demand with @discoveryplusUK: https://t.co/5BVoLl5xim pic.twitter.com/Iclbtx9jr7— Quest (@QuestTV) April 18, 2022 Eftir leik sagði Jón Daði að það eina sem hann væri ósáttur með væri að Bolton væri ekki nær umspilssætunum. Bolton er sem stendur í 10. sæti með 67 stig, tíu stigum fyrir neðan Sunderland sem er í síðasta umspilssætinu. " , ' ." @jondadi spoke after scoring twice in this afternoon's @SkyBetLeagueOne victory against @ASFCofficial.#BWFC — Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) April 18, 2022 Er Jón Daði var heim á leið eftir leik virðist ungur aðdáandi hafa náð athygli hans. Náðist skemmtilegt myndband þar sem Jón Daði sést skjóta nokkrum boltum á unga stelpu sem hefur ólm viljað reyna eitthvað sem markverði Accrington Stanley tókst ekki, að verja skot frá Jóni Daða. „Jón Daði að taka vítaspyrnur með barnabarni vinar míns fyrir utan leikvanginn. Þetta félag,“ segir í Twitter-færslu frá stuðningsmanni Bolton Wanderers. Jon Daddi Bavardsson playing penalties with my mates granddaughter outside stadium. This club #bwfc pic.twitter.com/igxRxHBXZk— Bolton Wanderers and Proud (@ProudBW) April 18, 2022 Jón Daði er ekki fyrst Íslendingurinn sem finnur fjöl sína hjá Bolton Wanderers. Liðið á góðu samstarfi við Ísland en Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Grétar Rafn Steinsson léku allir með liðinu þegar það var upp á sitt besta. Það er eflaust fjarlægur draumur hjá Jóni Daða að leika í ensku úrvalsdeildinni með félaginu en takist honum að hjálpa því upp í B-deildina á nýjan leik er ljóst að hann yrði í guðatölu hjá stuðningsfólki liðsins líkt og þríeykið hér að ofan. Ef til vill má færa rök fyrir því að hann sé það nú þegar ef marka má þetta stórkostlega lag sem samið var um Jón Daða fyrr á árinu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira