Gagnrýni Söru á mótshaldara EM vekur heimsathygli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2022 10:00 Söru Björk Gunnarsdóttur finnst óskiljanlegt að leikir Íslands á EM fari ekki fram á stærri leikvöngum. epa/Tibor Illyes Gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur á mótshaldara EM 2022 hefur vakið heimsathygli. Hún er afar ósátt við að tveir leikir Íslands á mótinu fari fram á akademíuleikvangi Manchester City. Sara var gestur í hlaðvarpsþættinum Their Pitch þar sem hún ræddi meðal annars um vellina sem hýsa leikina í riðli Íslands á EM. Tveir leikir íslenska liðsins fara fram á akademíuleikvangi City og einn á heimavelli Rotherham United. Akademíuleikvangur City tekur aðeins 4.700 manns í sæti og langt er síðan seldist upp á báða leiki Íslands þar á EM. Völlurinn í Rotherham tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í valinu á keppnisvöllunum og skilur ekki af hverju leikirnir fari ekki fram á stærri leikvöngum í takt eins og þróunin er í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara sem telur að allt að tuttugu þúsund íslenskir áhorfendur væru tilbúnir að koma á leikina á EM. Sara er langfrægasta fótboltakona Íslands og hefur verið ein fremsta fótboltakona heims undanfarin ár. Gagnrýni hennar á valinu á keppnisvöllum á EM hefur því vakið mikla athygli. Meðal miðla sem hafa fjallað um ummæli hennar í Their Pitch eru BBC, The Guardian, The Telegraph og The Athletic. Iceland midfielder Sara Bjork Gunnarsdottir has criticised the venues for some of this summer's European Championship games.Her side play at the 4,700 capacity Manchester City Academy Stadium, which she says is "disrespectful towards women's football".More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 19, 2022 It s shocking. You have so many stadiums, and we have a training ground. It s just embarrassing. Iceland s Sara Björk Gunnarsdóttir has branded the use of the Manchester City Academy Stadium for a Euro 2022 venue as disrespectful to women s football https://t.co/mG8VWqhEvS— Guardian sport (@guardian_sport) April 20, 2022 Is the Academy Stadium too small for #WEURO2022 games? Iceland's Lyon star Sara Bjork Gunnarsdottir says it's "disrespectful to women's football" that it's a host venue. Iceland's games there are full. Meanwhile, Old Trafford down the road is sold out too https://t.co/j7HlhWd17K— Tom Garry (@TomJGarry) April 19, 2022 The FA s decision to host Women s European Championship games at #MCFC s Academy Stadium has been labelled disrespectful towards women s football by Iceland international Sara Bjork Gunnarsdottir... #WEURO2022https://t.co/FeeZ4Ht2O7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) April 19, 2022 Akademíuvöllurinn í Manchester, sem er líka heimavöllur kvennaliðs City, er minnsti leikvangurinn á EM. Þar á eftir koma völlurinn í Rotherham og Leigh Sports Village í Leigh. Ef Ísland lendir í 2. sæti riðilsins leikur það í Leigh í átta liða úrslitunum. Ef Ísland vinnur riðilinn leikur það í Rotherham í átta liða úrslitunum. Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót. Hún sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM og kom við sögu í þeim báðum. Ísland fékk sex stig út úr leikjunum og er því í góðri stöðu fyrir lokasprettinn í undankeppninni. Ef Ísland fær fjögur stig út úr síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni kemst liðið á HM í fyrsta sinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Sjá meira
Sara var gestur í hlaðvarpsþættinum Their Pitch þar sem hún ræddi meðal annars um vellina sem hýsa leikina í riðli Íslands á EM. Tveir leikir íslenska liðsins fara fram á akademíuleikvangi City og einn á heimavelli Rotherham United. Akademíuleikvangur City tekur aðeins 4.700 manns í sæti og langt er síðan seldist upp á báða leiki Íslands þar á EM. Völlurinn í Rotherham tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í valinu á keppnisvöllunum og skilur ekki af hverju leikirnir fari ekki fram á stærri leikvöngum í takt eins og þróunin er í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara sem telur að allt að tuttugu þúsund íslenskir áhorfendur væru tilbúnir að koma á leikina á EM. Sara er langfrægasta fótboltakona Íslands og hefur verið ein fremsta fótboltakona heims undanfarin ár. Gagnrýni hennar á valinu á keppnisvöllum á EM hefur því vakið mikla athygli. Meðal miðla sem hafa fjallað um ummæli hennar í Their Pitch eru BBC, The Guardian, The Telegraph og The Athletic. Iceland midfielder Sara Bjork Gunnarsdottir has criticised the venues for some of this summer's European Championship games.Her side play at the 4,700 capacity Manchester City Academy Stadium, which she says is "disrespectful towards women's football".More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 19, 2022 It s shocking. You have so many stadiums, and we have a training ground. It s just embarrassing. Iceland s Sara Björk Gunnarsdóttir has branded the use of the Manchester City Academy Stadium for a Euro 2022 venue as disrespectful to women s football https://t.co/mG8VWqhEvS— Guardian sport (@guardian_sport) April 20, 2022 Is the Academy Stadium too small for #WEURO2022 games? Iceland's Lyon star Sara Bjork Gunnarsdottir says it's "disrespectful to women's football" that it's a host venue. Iceland's games there are full. Meanwhile, Old Trafford down the road is sold out too https://t.co/j7HlhWd17K— Tom Garry (@TomJGarry) April 19, 2022 The FA s decision to host Women s European Championship games at #MCFC s Academy Stadium has been labelled disrespectful towards women s football by Iceland international Sara Bjork Gunnarsdottir... #WEURO2022https://t.co/FeeZ4Ht2O7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) April 19, 2022 Akademíuvöllurinn í Manchester, sem er líka heimavöllur kvennaliðs City, er minnsti leikvangurinn á EM. Þar á eftir koma völlurinn í Rotherham og Leigh Sports Village í Leigh. Ef Ísland lendir í 2. sæti riðilsins leikur það í Leigh í átta liða úrslitunum. Ef Ísland vinnur riðilinn leikur það í Rotherham í átta liða úrslitunum. Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót. Hún sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM og kom við sögu í þeim báðum. Ísland fékk sex stig út úr leikjunum og er því í góðri stöðu fyrir lokasprettinn í undankeppninni. Ef Ísland fær fjögur stig út úr síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni kemst liðið á HM í fyrsta sinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Sjá meira