Bjössi Thor er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar Eiður Þór Árnason skrifar 20. apríl 2022 20:09 Bjössi Thor er hér með Guðbjörgu Oddnýju Jónasdóttur, formanni menningar- og ferðamálanefndar, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra, Ágústi Bjarna Garðarssyni, formanni bæjarráðs, og Þóreyju Önnu Matthíasdóttur, varaformanni menningar- og ferðamálanefndar. Hulda Margrét Gítarleikarinn Björn Thoroddsen hefur verið valinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2022. Björn, eða Bjössi Thor eins og hann er gjarnan kallaður, hefur síðastliðna áratugi verið einn helsti djasstónlistarmaður landsins og hlotið ýmsar viðurkenningar sem slíkur. Hann fær 1,5 milljónir króna í viðurkenningarskyni. Fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfirði að Björn hafi á sinn einlæga og fallega hátt stimplað sig inn í hug og hjörtu gítaráhugafólks um allan heim og auðgað menningarlíf æskubæjarins Hafnarfjarðar með viðburðum sínum. Jafnframt sé um að ræða einn atkvæðamesta djasstónlistarmann landsins. Björn byrjaði að læra á gítar ellefu ára og lærði klassískan gítarleik í Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Eftir það fór hann í nám við Guitar Institute of Technology í Hollywood og útskrifaðist þaðan árið 1982. Hann hefur gefið út yfir þrjátíu hljómplötur undir eigin nafni auk fjölda samstarfsverkefna og hefur tónlist hans verið gefin út víða erlendis. Meðal annars hefur Björn samið og útsett tónlist fyrir tríóið Guitar Islancio sem hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar útsetningar á þjóðlögum. Komið víða fram Björn hefur spilað tónlist sína víða og meðal annars komið fram í Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi, Spáni, Þýskalandi, Englandi og víða á Norðurlöndum, að því er fram kemur í tilkynningu. Björn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín á ferlinum. Árið 2003 var hann útnefndur Jazztónlistarmaður ársins, fyrstur íslenskra gítarleikara, Jazztónskáld ársins árið 2005, og 2011 fékk hann viðurkenningu frá International Association for Jazz Education og hlaut gullmerki Félags íslenskra hljómlistarmanna fyrir framlag sitt til djasstónlistar. Um 40 ár eru liðin frá því að fyrsta sólóplatan hans „Svif“ kom út. Glætt Hafnarfjörð lífi „Vorið og listin eiga ýmislegt sameiginlegt; meðal annars bjartsýni, grósku og kraft. Björn Thoroddsen er vor okkar Hafnfirðinga að þessu sinni; fullur af bjartsýni, grósku og krafti og hefur verið í marga áratugi. Björn hefur skilað sér aftur heim á æskuslóðirnar í hjarta Hafnarfjarðar og mun halda áfram að glæða menningarandann hér í Hafnarfirði lífi, tónum og töfrum. Björn er vítamínsprauta og unga fólkinu okkar mikil fyrirmynd bæði í orði og tónum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um valið á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar árið 2022. Björn er uppalinn í Hafnarfirði og bauð bæjarbúum heim á tónleika í garðinum í suðurbænum á Björtum dögum sumarið 2021 og mun endurtaka leikinn í sumar. Tónlistarhátíðin Guitarama sem Björn hefur skipulagt um 15 ára skeið hefur verið haldin í Hafnarfirði undanfarin ár en um er að ræða alþjóðlega tónlistarhátíð þar sem gítarinn er í aðalhlutverki. Guitarama hefur farið víða og borið nöfn borga sem hátíðin hefur verið haldin, þar á meðal Winnipeg, Bergen, Reykjavík, Chicago, Denver og Edmonton en nú er hátíðin komin aftur í Hafnarfjörð. Eftirfarandi hafa hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021 - Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari 2019 - Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri 2018 - Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður 2017 - Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 2014 - Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 2009 - Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona 2008 - Sigurður Sigurjónsson, leikari 2007 - Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður 2006 - Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona 2005 - Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður Við val á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar kallar menningar- og ferðamálanefnd eftir tilnefningum bæjarbúa og árlega berst mikill fjöldi þeirra. Bæjarlistamaður fær 1,5 milljónir í viðurkenningarskyni til að vinna áfram að list sinni. Hafnarfjörður Tónlist Menning Tengdar fréttir Friðrik Dór bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður og Hafnfirðingur, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Friðrik, einnig þekktur sem Frikki Dór, var sæmdur titlinum við hátíðlega athöfn í bænum í dag. 21. apríl 2021 20:51 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfirði að Björn hafi á sinn einlæga og fallega hátt stimplað sig inn í hug og hjörtu gítaráhugafólks um allan heim og auðgað menningarlíf æskubæjarins Hafnarfjarðar með viðburðum sínum. Jafnframt sé um að ræða einn atkvæðamesta djasstónlistarmann landsins. Björn byrjaði að læra á gítar ellefu ára og lærði klassískan gítarleik í Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Eftir það fór hann í nám við Guitar Institute of Technology í Hollywood og útskrifaðist þaðan árið 1982. Hann hefur gefið út yfir þrjátíu hljómplötur undir eigin nafni auk fjölda samstarfsverkefna og hefur tónlist hans verið gefin út víða erlendis. Meðal annars hefur Björn samið og útsett tónlist fyrir tríóið Guitar Islancio sem hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar útsetningar á þjóðlögum. Komið víða fram Björn hefur spilað tónlist sína víða og meðal annars komið fram í Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi, Spáni, Þýskalandi, Englandi og víða á Norðurlöndum, að því er fram kemur í tilkynningu. Björn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín á ferlinum. Árið 2003 var hann útnefndur Jazztónlistarmaður ársins, fyrstur íslenskra gítarleikara, Jazztónskáld ársins árið 2005, og 2011 fékk hann viðurkenningu frá International Association for Jazz Education og hlaut gullmerki Félags íslenskra hljómlistarmanna fyrir framlag sitt til djasstónlistar. Um 40 ár eru liðin frá því að fyrsta sólóplatan hans „Svif“ kom út. Glætt Hafnarfjörð lífi „Vorið og listin eiga ýmislegt sameiginlegt; meðal annars bjartsýni, grósku og kraft. Björn Thoroddsen er vor okkar Hafnfirðinga að þessu sinni; fullur af bjartsýni, grósku og krafti og hefur verið í marga áratugi. Björn hefur skilað sér aftur heim á æskuslóðirnar í hjarta Hafnarfjarðar og mun halda áfram að glæða menningarandann hér í Hafnarfirði lífi, tónum og töfrum. Björn er vítamínsprauta og unga fólkinu okkar mikil fyrirmynd bæði í orði og tónum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um valið á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar árið 2022. Björn er uppalinn í Hafnarfirði og bauð bæjarbúum heim á tónleika í garðinum í suðurbænum á Björtum dögum sumarið 2021 og mun endurtaka leikinn í sumar. Tónlistarhátíðin Guitarama sem Björn hefur skipulagt um 15 ára skeið hefur verið haldin í Hafnarfirði undanfarin ár en um er að ræða alþjóðlega tónlistarhátíð þar sem gítarinn er í aðalhlutverki. Guitarama hefur farið víða og borið nöfn borga sem hátíðin hefur verið haldin, þar á meðal Winnipeg, Bergen, Reykjavík, Chicago, Denver og Edmonton en nú er hátíðin komin aftur í Hafnarfjörð. Eftirfarandi hafa hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021 - Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari 2019 - Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri 2018 - Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður 2017 - Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 2014 - Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 2009 - Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona 2008 - Sigurður Sigurjónsson, leikari 2007 - Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður 2006 - Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona 2005 - Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður Við val á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar kallar menningar- og ferðamálanefnd eftir tilnefningum bæjarbúa og árlega berst mikill fjöldi þeirra. Bæjarlistamaður fær 1,5 milljónir í viðurkenningarskyni til að vinna áfram að list sinni.
Hafnarfjörður Tónlist Menning Tengdar fréttir Friðrik Dór bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður og Hafnfirðingur, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Friðrik, einnig þekktur sem Frikki Dór, var sæmdur titlinum við hátíðlega athöfn í bænum í dag. 21. apríl 2021 20:51 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Friðrik Dór bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður og Hafnfirðingur, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Friðrik, einnig þekktur sem Frikki Dór, var sæmdur titlinum við hátíðlega athöfn í bænum í dag. 21. apríl 2021 20:51