Serena og Lewis Hamilton hluti af hópi fjárfesta sem vill kaupa Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 13:01 Lewis Hamilton og Serena Williams gætu átt lítinn hlut í Chelsea þegar félagið verður loksins selt. Eurosport Enska fótboltafélagið Chelsea er til sölu og virðist vera töluverður fjöldi fólks sem er tilbúið að festa kaup á félaginu. Það kostar hins vegar morðfjár og ekki margir sem geta keypt það án þess að fá utanaðkomandi aðstoð. Þar koma tennisdrottningin Serena Williams og eitt albesti ökumaður allra tíma, Lewis Hamilton, inn í. Samkvæmt heimildum Reuters eru Serena Williams og Lewis Hamilton hluti af teymi Martins Broughton en þessi fyrrum formaður fótboltafélagsins Liverpool og flugfélagsins British Airways vill ólmur kaupa Chelsea. Bæði Serena og Hamilton munu leggja til tíu milljónir punda hvort til að aðstoða Broughton -og þann hóp fjárfesta sem hann hefur með sér – við kaupin á Chelsea. Sir Lewis Hamilton and Serena Williams are committing an estimated £10 million EACH to a takeover bid for Chelsea Football Club.Full story: https://t.co/qLjK7EG7mV pic.twitter.com/GYp67TeJMj— ESPN F1 (@ESPNF1) April 21, 2022 Serena hefur unnið 23 risamót á tennisferli sínum en hefur einnig fjárfest ríkulega í hinum ýmsu hlutum að undanförnu. Til að mynda er hún hluti af glæstu teymi sem setti Angel City – kvennafótboltalið í Bandaríkjunum – á laggirnar. Sömu sögu er að segja af Hamilton sem hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1nkappakstri. Það sem kemur ef til vill helst á óvart við þessar fréttir er að Hamilton er Arsenal stuðningsmaður. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem stórstjörnur íþróttaheimsins myndu fjárfesta í enskum fótboltaliðum en körfuboltakappinn LeBron James hefur verið lítill hluthafi í Liverpool í meira en áratug. Roman Abramovich keypti Chelsea í upphafi aldarinnar og hefur verið eigandi félagsins allar götur síðan. Hann er nú að reyna selja félagið og koma eingöngu fjárfestingarhópar til greina. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hver kaupir á endanum Evrópumeistarana og hvort svo fjölmenn stjórn muni geta fylgt eftir árangri Abramovich en Rússinn hefur dælt eigin fé inn í félagið allt síðan hann keypti það. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira
Þar koma tennisdrottningin Serena Williams og eitt albesti ökumaður allra tíma, Lewis Hamilton, inn í. Samkvæmt heimildum Reuters eru Serena Williams og Lewis Hamilton hluti af teymi Martins Broughton en þessi fyrrum formaður fótboltafélagsins Liverpool og flugfélagsins British Airways vill ólmur kaupa Chelsea. Bæði Serena og Hamilton munu leggja til tíu milljónir punda hvort til að aðstoða Broughton -og þann hóp fjárfesta sem hann hefur með sér – við kaupin á Chelsea. Sir Lewis Hamilton and Serena Williams are committing an estimated £10 million EACH to a takeover bid for Chelsea Football Club.Full story: https://t.co/qLjK7EG7mV pic.twitter.com/GYp67TeJMj— ESPN F1 (@ESPNF1) April 21, 2022 Serena hefur unnið 23 risamót á tennisferli sínum en hefur einnig fjárfest ríkulega í hinum ýmsu hlutum að undanförnu. Til að mynda er hún hluti af glæstu teymi sem setti Angel City – kvennafótboltalið í Bandaríkjunum – á laggirnar. Sömu sögu er að segja af Hamilton sem hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1nkappakstri. Það sem kemur ef til vill helst á óvart við þessar fréttir er að Hamilton er Arsenal stuðningsmaður. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem stórstjörnur íþróttaheimsins myndu fjárfesta í enskum fótboltaliðum en körfuboltakappinn LeBron James hefur verið lítill hluthafi í Liverpool í meira en áratug. Roman Abramovich keypti Chelsea í upphafi aldarinnar og hefur verið eigandi félagsins allar götur síðan. Hann er nú að reyna selja félagið og koma eingöngu fjárfestingarhópar til greina. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hver kaupir á endanum Evrópumeistarana og hvort svo fjölmenn stjórn muni geta fylgt eftir árangri Abramovich en Rússinn hefur dælt eigin fé inn í félagið allt síðan hann keypti það.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira