Superman-búningur Buffons kostaði Parma tvær milljónir Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 09:00 Gianluigi Buffon hefur varið mark Parma í vetur. Getty/Giuseppe Bellini Ítalska knattspyrnufélagið Parma neyddist til að greiða bandaríska kvikmyndafyrirtækinu Warner Bros 15.000 evrur, jafnvirði 2 milljóna króna, fyrir að nota Superman-merkið í leyfisleysi. Parma greindi frá endurkomu síns dáða sonar, markvarðarins Gianluigi Buffon, með skemmtilegu myndbandi í fyrrasumar. Þar sást Buffon opna litla fjársjóðskistu og taka meðal annars upp Superman-bol áður en hann tilkynnti að hann væri mættur aftur. Buffon, sem er 44 ára, var að snúa aftur til Parma tuttugu árum eftir að hafa orðið dýrasti markvörður sögunnar þegar hann var seldur frá Parma til Juventus. Superman-bolurinn var í kistunni vegna þess að Buffon hefur verið kenndur við ofurhetjuna eftir að hann klæddist þannig bol þegar hann lék með liðinu um aldamótin, og hann fagnaði ítalska bikarmeistaratitlinum með Parma í bolnum árið 1999. Buffon acquired his nickname "Superman during the season when he stopped a penalty by Inter striker and Ballon d'Or holder Ronaldo. Buffon celebrated the save by showing the Parma fans a Superman T-shirt, which he was wearing underneath his jersey. pic.twitter.com/aGJbgSvCix— Welson (@Juve_Nelson7) May 27, 2021 La Gazzetta dello Sport greinir frá því að forráðamenn Warner Bros, sem eiga einkaréttinn að Superman-merkinu, hafi krafið Parma um greiðslu vegna málsins og samkomulag náðst um að sú upphæð næmi 15.000 evrum. Parma varð gjaldþrota og stofnað að nýju í ítölsku D-deildinni árið 2015. Liðið sneri aftur í A-deildina árið 2018 en er nú í B-deildinni og á ekki möguleika á að komast upp um deild í vor, þrátt fyrir að hafa „ofurhetjuna“ Buffon í markinu. Ítalski boltinn Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
Parma greindi frá endurkomu síns dáða sonar, markvarðarins Gianluigi Buffon, með skemmtilegu myndbandi í fyrrasumar. Þar sást Buffon opna litla fjársjóðskistu og taka meðal annars upp Superman-bol áður en hann tilkynnti að hann væri mættur aftur. Buffon, sem er 44 ára, var að snúa aftur til Parma tuttugu árum eftir að hafa orðið dýrasti markvörður sögunnar þegar hann var seldur frá Parma til Juventus. Superman-bolurinn var í kistunni vegna þess að Buffon hefur verið kenndur við ofurhetjuna eftir að hann klæddist þannig bol þegar hann lék með liðinu um aldamótin, og hann fagnaði ítalska bikarmeistaratitlinum með Parma í bolnum árið 1999. Buffon acquired his nickname "Superman during the season when he stopped a penalty by Inter striker and Ballon d'Or holder Ronaldo. Buffon celebrated the save by showing the Parma fans a Superman T-shirt, which he was wearing underneath his jersey. pic.twitter.com/aGJbgSvCix— Welson (@Juve_Nelson7) May 27, 2021 La Gazzetta dello Sport greinir frá því að forráðamenn Warner Bros, sem eiga einkaréttinn að Superman-merkinu, hafi krafið Parma um greiðslu vegna málsins og samkomulag náðst um að sú upphæð næmi 15.000 evrum. Parma varð gjaldþrota og stofnað að nýju í ítölsku D-deildinni árið 2015. Liðið sneri aftur í A-deildina árið 2018 en er nú í B-deildinni og á ekki möguleika á að komast upp um deild í vor, þrátt fyrir að hafa „ofurhetjuna“ Buffon í markinu.
Ítalski boltinn Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira