Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2022 12:59 Áttatíu manns tókst að komast frá Mariupol í gær og segja hryllinginn þar ólýsanlegan. AP/Leo Correa Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. Rússar beita nú öllum sínum hernaðarþunga að austur og suðausturhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir þá ætla að reyna að endurtaka leikinn frá Krímskaga árið 2014 þegar þeir hafi sett á svið þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem íbúarnir samþykktu innlimun Krímskaga í Rússland. Í miðnæturávarpi sínu sagði forsetinn Rússa nú undirbúi slíka falska þjóðaratkvæðagreiðslu í héruðunum Kherson og Zaporizhia beint norður af Krím en austan þeirra eru Donetsk og Luhansk þar sem barist hefur verið allt frá árinu 2014. Volodymyr Zelenskyy segir Rússa undirbúa innlimun tveggja hérða eftir falska þjóðaratkvæðagreiðslu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ég brýni íbúa héraðanna Kherson og Zaporizhzhia til að vera sérstaklega varkára varðandi hvaða upplýsingar þið gefið innrásarhernum. Ef þeir krefjast þess að þið fyllið út einhver eyðiblöð ekki gefa upp vegabréfsnúmerin ykkar,“ sagði Zelenskyy. Forsetinn þakkaði Bandaríkjunum fyrir þann aukna stuðning sem Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá í gær upp á 800 milljónir dollara til vopnakaupa. Nauðsynlegt væri að flýta vopnaflutningum til Úkraínu þar sem árásir Rússa færðust í aukana í austur- og suðurhéruðum landsins. Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu ræddu við fréttamenn í Washington í gær.AP/Jacquelyn Martin Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu er í heimsókn í Washington í Bandaríkjunum og fundaði með Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hún sagði báða flokka á Bandaríkjaþingi nú þegar hafa samþykkt mannúðar-, efnahags- og hernaðaraðstoð við Úkraínu upp á 13,6 milljarða dollara, sem svarar til 1.700 milljarða íslenskra króna. „Við viljum gera meira. Biden forseti hefur boðað að hann muni óska eftir frekari stuðningi þingsins sem kemur í ljós á næstu dögum og við munum taka þær óskir fyrir strax í næstu viku,“ sagði Pelosi. Um áttatíu íbúum Mariupol tókst að komast frá borginni í gær og sögðu hryllinginn þar ólýsanlegan. Vladimir Putin hefur lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi náð borginni að fullu á sitt vald fyrir utan stáliðjuver þar sem úkraínskar hersveitir hafi verið umkringdar. Zelenskyy segir hins vegar af og frá að borgin sé á valdi Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Rússar beita nú öllum sínum hernaðarþunga að austur og suðausturhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir þá ætla að reyna að endurtaka leikinn frá Krímskaga árið 2014 þegar þeir hafi sett á svið þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem íbúarnir samþykktu innlimun Krímskaga í Rússland. Í miðnæturávarpi sínu sagði forsetinn Rússa nú undirbúi slíka falska þjóðaratkvæðagreiðslu í héruðunum Kherson og Zaporizhia beint norður af Krím en austan þeirra eru Donetsk og Luhansk þar sem barist hefur verið allt frá árinu 2014. Volodymyr Zelenskyy segir Rússa undirbúa innlimun tveggja hérða eftir falska þjóðaratkvæðagreiðslu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ég brýni íbúa héraðanna Kherson og Zaporizhzhia til að vera sérstaklega varkára varðandi hvaða upplýsingar þið gefið innrásarhernum. Ef þeir krefjast þess að þið fyllið út einhver eyðiblöð ekki gefa upp vegabréfsnúmerin ykkar,“ sagði Zelenskyy. Forsetinn þakkaði Bandaríkjunum fyrir þann aukna stuðning sem Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá í gær upp á 800 milljónir dollara til vopnakaupa. Nauðsynlegt væri að flýta vopnaflutningum til Úkraínu þar sem árásir Rússa færðust í aukana í austur- og suðurhéruðum landsins. Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu ræddu við fréttamenn í Washington í gær.AP/Jacquelyn Martin Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu er í heimsókn í Washington í Bandaríkjunum og fundaði með Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hún sagði báða flokka á Bandaríkjaþingi nú þegar hafa samþykkt mannúðar-, efnahags- og hernaðaraðstoð við Úkraínu upp á 13,6 milljarða dollara, sem svarar til 1.700 milljarða íslenskra króna. „Við viljum gera meira. Biden forseti hefur boðað að hann muni óska eftir frekari stuðningi þingsins sem kemur í ljós á næstu dögum og við munum taka þær óskir fyrir strax í næstu viku,“ sagði Pelosi. Um áttatíu íbúum Mariupol tókst að komast frá borginni í gær og sögðu hryllinginn þar ólýsanlegan. Vladimir Putin hefur lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi náð borginni að fullu á sitt vald fyrir utan stáliðjuver þar sem úkraínskar hersveitir hafi verið umkringdar. Zelenskyy segir hins vegar af og frá að borgin sé á valdi Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira