„Ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir blekkingum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2022 18:15 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, er einn ræðumanna á mótmælum sem boðuð eru á morgun til höfuðs fjármálaráðherra og bankasölunni. Theodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi segir ljóst að íslenskur almenningur geti ekki látið bjóða sér það óréttlæti sem hún segir birtast í útboðinu á hluta ríkisins í Íslandsbanka. Hún er einn af ræðumönnum sem tekur til máls á mótmælum sem boðuð eru á Austurvelli á morgun klukkan 13.45. „Þetta ástand núna, það hreyfir við mér. Pabbi minn, heitinn, tók þátt í búsáhaldabyltingunni. Hann mætti alltaf til að sýna samstöðu og ég gerði það ekki en ég ætla að gera það núna,“ segir Theodóra sem segir margt við atburðaráð síðasta útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka minna á bankahrunið. „Ég hef alveg átt nokkra daga hérna heima hjá mér þar sem ég hef verið að velta þessu ástandi fyrir mér. Það er ýmislegt sem rifjast upp. Mér finnst eins og sagan sé að endurtaka sig. Jafnvel þó við höfum fengið heilu hvítbækurnar um að kerfið hafi verið styrkt og að regluverkið sé orðið sterkara þá erum við enn þá stödd þar að það er hægt að blekkja. Við erum bara stödd þar. Þetta er bara mannanna verk og mér finnst þetta vera vont ástand og ég vil stíga fram og taka þátt í mótmælunum.“ Finnst þér íslenskur almenningur hafa verið blekktur? „Já, ég held að íslenskur almenningur hafi verið blekktur, ég held að þingið hafi verði blekkt, nefndirnar hafa verið blekktar og þetta er bara sambærilegt og kom fram í þessari skýrslu 2017, þar sem var sýnt fram á blekkingar við einkavæðingu sem leiddi af sér bankahrunið 2008 og mér finnst þetta bara grafalvarlegt. Mér finnst það líka alvarlegt að stjórnvöld láti ekki ná í sig, það er lítið um svör og þeim finnst þetta einhvern veginn bara léttvægt og það finnst mér alvarlegt. Ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir blekkingum. Kröfur mótmælenda eru að bankasölunni verði rift og að fjármálaráðherra segi af sér. „Ég held að við ættum að sýna samstöðu og mæta. Það er mitt mat. Miðað við þær fréttir sem eru að berast um þessa bankasölu; þetta óréttlæti og þessi mismunun þá er þetta eitthvað sem við getum ekki látið bjóða okkur aftur. Það er alveg á hreinu.“ Salan á Íslandsbanka Hrunið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Hún er einn af ræðumönnum sem tekur til máls á mótmælum sem boðuð eru á Austurvelli á morgun klukkan 13.45. „Þetta ástand núna, það hreyfir við mér. Pabbi minn, heitinn, tók þátt í búsáhaldabyltingunni. Hann mætti alltaf til að sýna samstöðu og ég gerði það ekki en ég ætla að gera það núna,“ segir Theodóra sem segir margt við atburðaráð síðasta útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka minna á bankahrunið. „Ég hef alveg átt nokkra daga hérna heima hjá mér þar sem ég hef verið að velta þessu ástandi fyrir mér. Það er ýmislegt sem rifjast upp. Mér finnst eins og sagan sé að endurtaka sig. Jafnvel þó við höfum fengið heilu hvítbækurnar um að kerfið hafi verið styrkt og að regluverkið sé orðið sterkara þá erum við enn þá stödd þar að það er hægt að blekkja. Við erum bara stödd þar. Þetta er bara mannanna verk og mér finnst þetta vera vont ástand og ég vil stíga fram og taka þátt í mótmælunum.“ Finnst þér íslenskur almenningur hafa verið blekktur? „Já, ég held að íslenskur almenningur hafi verið blekktur, ég held að þingið hafi verði blekkt, nefndirnar hafa verið blekktar og þetta er bara sambærilegt og kom fram í þessari skýrslu 2017, þar sem var sýnt fram á blekkingar við einkavæðingu sem leiddi af sér bankahrunið 2008 og mér finnst þetta bara grafalvarlegt. Mér finnst það líka alvarlegt að stjórnvöld láti ekki ná í sig, það er lítið um svör og þeim finnst þetta einhvern veginn bara léttvægt og það finnst mér alvarlegt. Ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir blekkingum. Kröfur mótmælenda eru að bankasölunni verði rift og að fjármálaráðherra segi af sér. „Ég held að við ættum að sýna samstöðu og mæta. Það er mitt mat. Miðað við þær fréttir sem eru að berast um þessa bankasölu; þetta óréttlæti og þessi mismunun þá er þetta eitthvað sem við getum ekki látið bjóða okkur aftur. Það er alveg á hreinu.“
Salan á Íslandsbanka Hrunið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15
Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30
Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? 20. apríl 2022 12:31