Tískuglæpur: Fangaverðir óhressir með saumaskap fanganna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. apríl 2022 07:00 Valdemoro-fangelsið í Madrid. RICARDO RUBIO/GETTY IMAGES Spænskir fangaverðir eru afar ósáttir við nýja endurhæfingaráætlun sem ætlað er að veita föngum atvinnureynslu áður en þeir halda út í samfélagið. Áætlunin felur í sér að fangarnir sauma einkennisbúninga fangavarðanna og útkoman þykir ekki auka á glæsileika fangavarðanna. Stundum er haft á orði að misheppnuð klæði þyki vera „tískuslys“. En þegar talað er um nýja einkennisbúninga spænskra fangavarða er frekar um að ræða nokkurs konar „tískuglæp“. Föngum í átta fangelsum á Spáni hefur verið falið að sauma nýju einkennisbúningana og stéttarfélag fangelsisstarfsmanna á Spáni hefur nú kvartað formlega yfir því að nýju þeir séu hreint ekki nógu góðir. Gallarnir eiga til að rakna í sundur, þeir þykja almennt passa vörðunum illa og eru óþægilegir, oft eru stórir blettir á glænýjum búningunum og síðast en ekki síst þá eru vasarnir á búningunum hér og þar og buxnaskálmarnar mislangar. Segir einbeittan brotavilja að baki saumaskapnum Joaquín Leyva, talsmaður fangavarðafélagsins er ómyrkur í máli. Gallarnir standist einfaldlega ekki lágmarkskröfur, hvorki efnin sem notuð eru né afurðin þegar hún kemur út úr saumavélum fanganna. Þótt fáum kunni að koma á óvart að föngunum sé ekkert sérstaklega umhugað um þægindi varðanna, þá segir Leyva að vandamálið sé gallað kerfi miklu fremur en illgirni fanganna. Enginn vafi leiki á því að fangarnir geri sér það að leik að skila af sér illa saumuðum búningum, með mislöngum ermum og skálmum. Stóra vandamálið sé hins vegar að ekkert gæðaeftirlit sé með búningunum. Fangarnir fái litla sem enga þjálfun, þeir fái borgað eftir afköstum og því hugsi þeir, eðlilega, meira um magn en gæði. Þeir sjái sjálfir um gæðaeftirlitið, auk þess sem engin pressa sé á þeim, þeir geti hvort sem er ekki misst vinnuna. Lögreglan vel til fara en verðirnir rytjulegir Það er ríkisrekið fyrirtæki sem sér um saumaskapinn á búningum fangavarðanna, og búið er að fjárfesta í dýrum saumavélum og saumastofum í átta fangelsum víða um landið. Markmiðið er að veita föngum starfsreynslu sem auki líkurnar á að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar þegar refsivistinni lýkur. Samningurinn nær til saumaskapar á búningum 25.000 fangavarða um allan Spán, sem þessa dagana spyrja þessarar einföldu spurningar: Af hverju þurfum við að ganga í illa saumuðum búningum sem fangarnir hafa rimpað saman, á sama tíma og lögreglumenn landsins ganga í fallegum vel saumuðum búningum, sem framleiddir eru af fagfólki? Spánn Fangelsismál Tíska og hönnun Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Stundum er haft á orði að misheppnuð klæði þyki vera „tískuslys“. En þegar talað er um nýja einkennisbúninga spænskra fangavarða er frekar um að ræða nokkurs konar „tískuglæp“. Föngum í átta fangelsum á Spáni hefur verið falið að sauma nýju einkennisbúningana og stéttarfélag fangelsisstarfsmanna á Spáni hefur nú kvartað formlega yfir því að nýju þeir séu hreint ekki nógu góðir. Gallarnir eiga til að rakna í sundur, þeir þykja almennt passa vörðunum illa og eru óþægilegir, oft eru stórir blettir á glænýjum búningunum og síðast en ekki síst þá eru vasarnir á búningunum hér og þar og buxnaskálmarnar mislangar. Segir einbeittan brotavilja að baki saumaskapnum Joaquín Leyva, talsmaður fangavarðafélagsins er ómyrkur í máli. Gallarnir standist einfaldlega ekki lágmarkskröfur, hvorki efnin sem notuð eru né afurðin þegar hún kemur út úr saumavélum fanganna. Þótt fáum kunni að koma á óvart að föngunum sé ekkert sérstaklega umhugað um þægindi varðanna, þá segir Leyva að vandamálið sé gallað kerfi miklu fremur en illgirni fanganna. Enginn vafi leiki á því að fangarnir geri sér það að leik að skila af sér illa saumuðum búningum, með mislöngum ermum og skálmum. Stóra vandamálið sé hins vegar að ekkert gæðaeftirlit sé með búningunum. Fangarnir fái litla sem enga þjálfun, þeir fái borgað eftir afköstum og því hugsi þeir, eðlilega, meira um magn en gæði. Þeir sjái sjálfir um gæðaeftirlitið, auk þess sem engin pressa sé á þeim, þeir geti hvort sem er ekki misst vinnuna. Lögreglan vel til fara en verðirnir rytjulegir Það er ríkisrekið fyrirtæki sem sér um saumaskapinn á búningum fangavarðanna, og búið er að fjárfesta í dýrum saumavélum og saumastofum í átta fangelsum víða um landið. Markmiðið er að veita föngum starfsreynslu sem auki líkurnar á að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar þegar refsivistinni lýkur. Samningurinn nær til saumaskapar á búningum 25.000 fangavarða um allan Spán, sem þessa dagana spyrja þessarar einföldu spurningar: Af hverju þurfum við að ganga í illa saumuðum búningum sem fangarnir hafa rimpað saman, á sama tíma og lögreglumenn landsins ganga í fallegum vel saumuðum búningum, sem framleiddir eru af fagfólki?
Spánn Fangelsismál Tíska og hönnun Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira