„Vonandi förum við á EM eftir tvö ár“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. apríl 2022 18:09 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðins í handbolta Vísir: Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennaliðsins í handbolta, var svekktur eftir sex marka tap á móti Serbíu, 28-22, í lokaumferð undankeppni EM. Með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti en Serbía var of stór biti að þessu sinni. „Þetta þróaðist ekki ósvipað eins og við áttum von á, að þetta væri erfitt en mér fannst við fá tækifæri til að gera eitthvað alvöru úr þessu undir lokin. Mögulega smá stress hjá þeim, það gerðu allir ráð fyrir við værum að fara vinna og ég var að vona að við værum að fá upp þann kafla. Því miður gekk það ekki alveg upp seinustu tíu mínúturnar,“ sagði Arnar við Rúv eftir leikinn. Leikurinn var kaflaskiptur fyrir Ísland. Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn góður og skoruðu stelpurnar 15 mörk en að sama skapi náði varnarleikurinn og markvarslan sér ekki á strik. Í seinni hálfleiknum datt sóknarleikurinn niður en þá hrökk markvarslan í gang. „Leikurinn var þannig að hann var ofboðslega opin í fyrri hálfleik en svo lokaðist þetta í seinni. Mér fannst við ofboðslega tæpar í að skapa okkur færi. Ég á eftir að skoða þetta og átta mig betur á þessu. Ég er auðvitað svekktur en ég er ofboðslega stoltur af þessum stelpum, að spila á mjög erfiðum útivelli gegn mjög sterku liði. Við vorum nálægt því að gera alvöru úr þessu.“ Stelpurnar ætla að halda áfram að bæta sig og vonar Arnar að komast á EM eftir tvö ár. „Við ætlum að halda áfram að bæta okkur. Þessar stelpur eru ótrúlega flottar og það er ótrúlega gaman að vinna með þeim. Vonandi förum við á EM eftir tvö ár.“ Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 23. apríl 2022 15:01 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
„Þetta þróaðist ekki ósvipað eins og við áttum von á, að þetta væri erfitt en mér fannst við fá tækifæri til að gera eitthvað alvöru úr þessu undir lokin. Mögulega smá stress hjá þeim, það gerðu allir ráð fyrir við værum að fara vinna og ég var að vona að við værum að fá upp þann kafla. Því miður gekk það ekki alveg upp seinustu tíu mínúturnar,“ sagði Arnar við Rúv eftir leikinn. Leikurinn var kaflaskiptur fyrir Ísland. Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn góður og skoruðu stelpurnar 15 mörk en að sama skapi náði varnarleikurinn og markvarslan sér ekki á strik. Í seinni hálfleiknum datt sóknarleikurinn niður en þá hrökk markvarslan í gang. „Leikurinn var þannig að hann var ofboðslega opin í fyrri hálfleik en svo lokaðist þetta í seinni. Mér fannst við ofboðslega tæpar í að skapa okkur færi. Ég á eftir að skoða þetta og átta mig betur á þessu. Ég er auðvitað svekktur en ég er ofboðslega stoltur af þessum stelpum, að spila á mjög erfiðum útivelli gegn mjög sterku liði. Við vorum nálægt því að gera alvöru úr þessu.“ Stelpurnar ætla að halda áfram að bæta sig og vonar Arnar að komast á EM eftir tvö ár. „Við ætlum að halda áfram að bæta okkur. Þessar stelpur eru ótrúlega flottar og það er ótrúlega gaman að vinna með þeim. Vonandi förum við á EM eftir tvö ár.“
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 23. apríl 2022 15:01 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Leik lokið: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 23. apríl 2022 15:01