„Það er verið að ræna þjóðareign“ Bjarki Sigurðsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 23. apríl 2022 20:28 Erpur Eyvindarson og Ágúst Bent á mótmælunum í dag. Stöð 2 Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. „Mótmælendum hefur fjölgað um helming í bæði skiptin. Þetta er í þriðja skiptið sem við hittumst hérna. Og það hefur farið ört vaxandi í hvert skipti. Fjölmennust núna í dag. Fleiri þúsund manns,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna, í samtali við fréttastofu. Og það er hugur í mótmælendum. Fundurinn í dag var alls ekki sá síðasti. „Alls ekki. Ekki eins og þú heyrðir á fólkinu, það vill hittast hérna aftur. Það er gríðarleg óánægja meðal almennings út af þessari bankasölu og bara spillingunni sem hún afhjúpar.“ Hallgerður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna.Stöð 2 Almenningur ósáttur með söluna Almenningur hefur sitt um málið að segja og er mikill meirihluti landsmanna ósáttur með söluna. „Ég fyrir það fyrsta deili ekki þeim trúarbrögðum að ríkið megi ekki eiga banka. Í öðru lagi að ef að það á að selja slíka eign er lágmark að það verði gert fyrir hámarksvirði. Og þetta ferli stenst bara enga skoðun,“ sagði Hjálmar Theodórsson, einn mótmælenda. Þrír fluttu ræður við mótmælin en nokkurs konar útihátíðarbragur myndaðist í góða veðrinu þar sem fólk fékk sér kaffi inni í tjaldi og hlýddi jafnvel á tónlistarflutning við upphaf og lok mótmælanna. „Við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla“ Rapphljómsveitin XXX Rottweilerhundar voru mættir til að loka mótmælafundinum en meðlimir hennar hafa í gegn um tíðina verið ansi pólitískir í list sinni. „Þetta er ekki þeirra eign. Það er verið að ræna þjóðareign. Það er sama hvort þetta sé kvótinn eða bankarnir, þetta „concept“ að þjóðnýta tapið og einkavæða gróðann. Það er komið svo fokking nóg af því,“ sagði Erpur Eyvindarson, einn meðlima XXX Rottweilerhunda. „Mér finnst Bjarni Ben vera sætur og nettur og sjarmerandi en við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla,“ bætti Ágúst Bent, annar meðlimur hljómsveitarinnar við. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Sjá meira
„Mótmælendum hefur fjölgað um helming í bæði skiptin. Þetta er í þriðja skiptið sem við hittumst hérna. Og það hefur farið ört vaxandi í hvert skipti. Fjölmennust núna í dag. Fleiri þúsund manns,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna, í samtali við fréttastofu. Og það er hugur í mótmælendum. Fundurinn í dag var alls ekki sá síðasti. „Alls ekki. Ekki eins og þú heyrðir á fólkinu, það vill hittast hérna aftur. Það er gríðarleg óánægja meðal almennings út af þessari bankasölu og bara spillingunni sem hún afhjúpar.“ Hallgerður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna.Stöð 2 Almenningur ósáttur með söluna Almenningur hefur sitt um málið að segja og er mikill meirihluti landsmanna ósáttur með söluna. „Ég fyrir það fyrsta deili ekki þeim trúarbrögðum að ríkið megi ekki eiga banka. Í öðru lagi að ef að það á að selja slíka eign er lágmark að það verði gert fyrir hámarksvirði. Og þetta ferli stenst bara enga skoðun,“ sagði Hjálmar Theodórsson, einn mótmælenda. Þrír fluttu ræður við mótmælin en nokkurs konar útihátíðarbragur myndaðist í góða veðrinu þar sem fólk fékk sér kaffi inni í tjaldi og hlýddi jafnvel á tónlistarflutning við upphaf og lok mótmælanna. „Við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla“ Rapphljómsveitin XXX Rottweilerhundar voru mættir til að loka mótmælafundinum en meðlimir hennar hafa í gegn um tíðina verið ansi pólitískir í list sinni. „Þetta er ekki þeirra eign. Það er verið að ræna þjóðareign. Það er sama hvort þetta sé kvótinn eða bankarnir, þetta „concept“ að þjóðnýta tapið og einkavæða gróðann. Það er komið svo fokking nóg af því,“ sagði Erpur Eyvindarson, einn meðlima XXX Rottweilerhunda. „Mér finnst Bjarni Ben vera sætur og nettur og sjarmerandi en við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla,“ bætti Ágúst Bent, annar meðlimur hljómsveitarinnar við.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Sjá meira
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum