Fótbolti

Jónatan Ingi kominn á blað í Noregi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jónatan Ingi Jónsson í leik með FH gegn Rosenborg.
Jónatan Ingi Jónsson í leik með FH gegn Rosenborg. Vísir/Hulda Margrét

Jónatan Ingi Jónsson er byrjaður að láta að sér kveða í norska fótboltanum eftir að hafa nýverið gengið í raðir Sogndal frá FH.

Jónatan Ingi hóf leik á varamannabekk Sogndal þegar liðið heimsótti Brann í norsku B-deildinni í kvöld.

Jónatani var skipt inná á 76.mínútu en hann kom þá inná fyrir hinn Íslendinginn í liði Sogndal, Hörð Inga Gunnarsson. Þá var staðan í leiknum 1-0 fyrir Brann.

Það tók Jónatan ekki nema fjórar mínútur að jafna leikinn og reyndist það síðasta mark leiksins. Lokatölur 1-1 en bæði lið eru taplaus eftir fyrstu fjóra leiki sína í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×