„Þessi endurkoma fór vonum framar“ Atli Arason skrifar 24. apríl 2022 14:00 Björn Róbert, til vinstri, var valinn besti leikmaður Íslands í 5-2 sigrinum á Georgíu. Björn skoraði 2 mörk í þeim leik IIHF Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí, var í vikunni að spila sína fyrstu landsleiki í u.þ.b. 5 ár en hann hefur verið í pásu frá íþróttinni. Björn tók skautana af hillunni fyrir heimsmeistaramótið og gerði sér lítið fyrir og varð stigahæsti leikmaður landsliðsins en hann kom að flestum mörkum Íslands á mótinu, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur sex. „Þetta var alveg geggjað, það er alltaf gaman þegar að það gengur vel. Þessi endurkoma fór vonum framar og alveg frábært að fá að spila með þessu liði,“ sagði Björn í viðtali við Vísi. Ísland vann alla fjóra leiki sína á nýafstöðnu móti með markatölunni 25:7 en mótið fór allt fram í Skautahöllinni í Laugardal. „Það er gaman að ná móti sem er haldið hérna heima og virkilega sætt að ná í gullið fyrir framan fulla stúku. Þetta var mikil barátta á köflum og hefði getað endað öðruvísi en við lögðum svo sannarlega allt í þetta og kláruðum dæmið.“ Björn er 28 ára gamall. Síðast þegar hann var í landsliðinu var hann einn af yngstu leikmönnunum en núna er hann meðal þeirra elstu. Hann telur að íslenska landsliðið eigi bjarta framtíð fyrir sér. „Já það hafa bæst við mikið af ungum og nýjum strákum síðan ég spilaði síðast. Það var ánægjulegt að sjá hvað þeir eru orðnir góðir og gott fyrir landsliðið að eiga þessa flottu fulltrúa til næstu ára,“ svaraði Björn aðspurður út í breytinguna á landsliðinu. Íslenska landsliðið fer úr B-riðli í 2. deild upp í A-riðil 2. deildar eða A2. A2 er fjórða efsta styrkleikastigið af alls átta styrkleikastigum. Í dag er Holland, Kína, Króatía, Spánn og Ísrael í þeim styrkleikaflokk en sá riðill hefst á morgunn og verður leikinn í Zagreb. Allt eru þetta sterkar þjóðir en markmiðið hjá Íslandi á næsta ári er að halda sér í þessum styrkleikaflokk. „Við þurfum auðvitað að halda áfram að bæta okkur. Síðast þegar ég var í landsliðinu vorum við í þessari deild og tel ég okkur betur eiga heima þar. Markmiðið mun sennilega breytast núna úr því að vinna gull og í að halda okkur uppi, en að það verður að meta hverju sinni. Löndin þarna eru mjög sterk en það gerir þetta bara skemmtilegra,“ sagði Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí. Íshokkí Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
„Þetta var alveg geggjað, það er alltaf gaman þegar að það gengur vel. Þessi endurkoma fór vonum framar og alveg frábært að fá að spila með þessu liði,“ sagði Björn í viðtali við Vísi. Ísland vann alla fjóra leiki sína á nýafstöðnu móti með markatölunni 25:7 en mótið fór allt fram í Skautahöllinni í Laugardal. „Það er gaman að ná móti sem er haldið hérna heima og virkilega sætt að ná í gullið fyrir framan fulla stúku. Þetta var mikil barátta á köflum og hefði getað endað öðruvísi en við lögðum svo sannarlega allt í þetta og kláruðum dæmið.“ Björn er 28 ára gamall. Síðast þegar hann var í landsliðinu var hann einn af yngstu leikmönnunum en núna er hann meðal þeirra elstu. Hann telur að íslenska landsliðið eigi bjarta framtíð fyrir sér. „Já það hafa bæst við mikið af ungum og nýjum strákum síðan ég spilaði síðast. Það var ánægjulegt að sjá hvað þeir eru orðnir góðir og gott fyrir landsliðið að eiga þessa flottu fulltrúa til næstu ára,“ svaraði Björn aðspurður út í breytinguna á landsliðinu. Íslenska landsliðið fer úr B-riðli í 2. deild upp í A-riðil 2. deildar eða A2. A2 er fjórða efsta styrkleikastigið af alls átta styrkleikastigum. Í dag er Holland, Kína, Króatía, Spánn og Ísrael í þeim styrkleikaflokk en sá riðill hefst á morgunn og verður leikinn í Zagreb. Allt eru þetta sterkar þjóðir en markmiðið hjá Íslandi á næsta ári er að halda sér í þessum styrkleikaflokk. „Við þurfum auðvitað að halda áfram að bæta okkur. Síðast þegar ég var í landsliðinu vorum við í þessari deild og tel ég okkur betur eiga heima þar. Markmiðið mun sennilega breytast núna úr því að vinna gull og í að halda okkur uppi, en að það verður að meta hverju sinni. Löndin þarna eru mjög sterk en það gerir þetta bara skemmtilegra,“ sagði Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí.
Íshokkí Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira