Rússi og Úkraínumaður brjóta saman páskaegg Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. apríl 2022 23:01 Fjöldi úkraínskra flóttamanna kom saman í Neskirkju í dag til að fagna páskunum sem eru haldnir hátíðlegir í Rétttrúnaðarkirkjunni í dag. Óttar fékk að fylgjast með og læra inn á alvöru úkraínskar páskahefðir. Í rétttrúnaðarkirkjunni er páskadagur í dag og var honum fagnað víða um Úkraínu. Páskarnir í ár falla þó í skuggann á skelfilegu stríði við Rússa en í dag eru einmitt sléttir tveir mánuðir frá því að innrás Rússa í landið hófst. Víða um landið mátti því heyra sprengjugnýinn við páskamessuna. Á meðan héldu úkraínskir flóttamenn á Íslandi páskana hátíðlega í Neskirkju. Mikilvægasta hátíð Úkraínu Anastasiia Krasnoselska kom til landsins í byrjun mánaðarins en hún flúði frá heimili sínu í Kænugarði. „Þetta er mikilvæg hátíð, líka fyrir þá sem sækja ekki kirkju reglulaga. Þetta er fjölskylduhefð. Til að halda í hefðina fara margir til kirkju og borða hefðbundinn mat. Alvöruegg, ekki súkkulaðiegg eins og á Íslandi, máluð í mismunandi litum. Svo þetta er mikilvæg hátíð í Úkraínu,“ segir Anastasiia. Anastasiia flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands í byrjun apríl.vísir/ívar Biskup Íslands hélt ræðu fyrir hópinn áður en hann safnaðist saman í safnaðarhúsinu til að gæða sér á ýmsum páskaréttum eftir langa föstu. „Aðalhefðirnar eru egg og brauð sem kallast „ paska“. Fólk bakar það alltaf og þeir sem geta það ekki kaupa það. Og eggin eru yfirleitt skreytt. Við dóttir mín búum á hóteli hérna á Íslandi og í gær tókst okkur að skreyta eggin með því litla sem við höfum hérna á Íslandi, til dæmis með blaðaúrklippum. Svo okkur tókst að gera smáhluta af Úkraínu hérna á Íslandi,“ segir Anastasiia. Eggjastríð sem Úkraína vann Sergej Kjartan Artamonov, sem kemur frá Úkraínu, og Anastasía Dodonova, sem er frá Rússlandi, hafa búið á Íslandi í nokkur ár og eru ein þeirra sem skipulögðu daginn í dag. Þau sýna okkur eina helstu páskahefð sína í myndbandinu hér að ofan þar sem þau brjóta saman páskaegg. „Þetta er bara hefð sem við gerum á páskunum,“ segir Sergej. Anastasía og Sergej brjóta páskaeggin að úkraínskum sið. „Þetta er svona eggstríð og sá sem er búinn að vinna þetta stríð hann þarf að fara til annarrar manneskju og gera aftur,“ segir Anastasía. „Og úkraínska hliðin hefur sigrað!“ segir Sergej og hlær. Já, úkraínska hliðin vann þennan bardaga og nú verður Anastasía, sem tapaði að borða sitt egg á meðan Sergej fer um salinn og finnur sér nýjan mótherja. Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Páskar Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Í rétttrúnaðarkirkjunni er páskadagur í dag og var honum fagnað víða um Úkraínu. Páskarnir í ár falla þó í skuggann á skelfilegu stríði við Rússa en í dag eru einmitt sléttir tveir mánuðir frá því að innrás Rússa í landið hófst. Víða um landið mátti því heyra sprengjugnýinn við páskamessuna. Á meðan héldu úkraínskir flóttamenn á Íslandi páskana hátíðlega í Neskirkju. Mikilvægasta hátíð Úkraínu Anastasiia Krasnoselska kom til landsins í byrjun mánaðarins en hún flúði frá heimili sínu í Kænugarði. „Þetta er mikilvæg hátíð, líka fyrir þá sem sækja ekki kirkju reglulaga. Þetta er fjölskylduhefð. Til að halda í hefðina fara margir til kirkju og borða hefðbundinn mat. Alvöruegg, ekki súkkulaðiegg eins og á Íslandi, máluð í mismunandi litum. Svo þetta er mikilvæg hátíð í Úkraínu,“ segir Anastasiia. Anastasiia flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands í byrjun apríl.vísir/ívar Biskup Íslands hélt ræðu fyrir hópinn áður en hann safnaðist saman í safnaðarhúsinu til að gæða sér á ýmsum páskaréttum eftir langa föstu. „Aðalhefðirnar eru egg og brauð sem kallast „ paska“. Fólk bakar það alltaf og þeir sem geta það ekki kaupa það. Og eggin eru yfirleitt skreytt. Við dóttir mín búum á hóteli hérna á Íslandi og í gær tókst okkur að skreyta eggin með því litla sem við höfum hérna á Íslandi, til dæmis með blaðaúrklippum. Svo okkur tókst að gera smáhluta af Úkraínu hérna á Íslandi,“ segir Anastasiia. Eggjastríð sem Úkraína vann Sergej Kjartan Artamonov, sem kemur frá Úkraínu, og Anastasía Dodonova, sem er frá Rússlandi, hafa búið á Íslandi í nokkur ár og eru ein þeirra sem skipulögðu daginn í dag. Þau sýna okkur eina helstu páskahefð sína í myndbandinu hér að ofan þar sem þau brjóta saman páskaegg. „Þetta er bara hefð sem við gerum á páskunum,“ segir Sergej. Anastasía og Sergej brjóta páskaeggin að úkraínskum sið. „Þetta er svona eggstríð og sá sem er búinn að vinna þetta stríð hann þarf að fara til annarrar manneskju og gera aftur,“ segir Anastasía. „Og úkraínska hliðin hefur sigrað!“ segir Sergej og hlær. Já, úkraínska hliðin vann þennan bardaga og nú verður Anastasía, sem tapaði að borða sitt egg á meðan Sergej fer um salinn og finnur sér nýjan mótherja.
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Páskar Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira