Fjarskipti yfir farsíma í sveitum og þéttbýli Íslands Jón Frímann Jónsson skrifar 25. apríl 2022 07:01 Ég er áhugamaður um fjarskipti og hef verið í mörg ár. Þar á meðal fjarskipti sem fara um farsíma. Á Íslandi er staðan áhugaverð, miðað við nágrannalöndin. Þar sem fyrirtækin á Íslandi sem bjóða farsímaþjónustu virðast hafa þá stefnu að bjóða nýja þjónustu seint og illa. Þetta hefur lagast mikið undanfarin ár frá því sem þetta var áður. Það eru að verða miklar breytingar á farsímum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Tími farsíma með takka og engra möguleika er að renna sitt skeið á enda. Þeir verða í gangi nokkur ár í viðbót en munu síðan hverfa. Ástæðan er lokun 2G (GSM) og 3G kerfanna á Íslandi og allstaðar um heiminn. Lönd eru misjafnlega langt kominn í þessu ferli en í sumum ríkjum er ekkert 2G og 3G samband lengur. Þar er aðeins í boði 4G og 5G farsímasamband. Á Íslandi er það landslag sem kemur í veg fyrir að merki frá farsímasendum nái til sveitabæja sem eru staðsettir þannig að þeir eru í skugga frá öllum hliðum. Þetta er gamalt vandamál og hefur á tímum komið í veg fyrir að fólk nái jafnvel útvarpi og sjónvarpi heima hjá sér. Alveg þangað til fyrir nokkrum árum síðan. Þegar farið var að skipta yfir í ljósleiðara úr gamla heimasímanum yfir kopar. Þá gat fólk fengið sér útvarp sem virkar yfir internetið og þannig náð öllum íslensku útvarpsstöðvunum. Það sama gilti um íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar, núna er hægt að ná þessu öllu saman yfir ljósleiðara (gegn áskriftargjaldi) án nokkura vandamála. Tími loftneta og lélegs sjónvarps og útvarpsmerkis eru hluti fortíðar í sveitum Íslands. Nema þegar það kemur af farsímum. Á Íslandi virðist hafa verið tekin sú stefna að keyra öll farsíma fjarskipti í gegnum sendakerfi símafyrirtækjanna. Alveg þó svo að slíkt kosti aukalega milljónir króna. Í staðinn fyrir að fara ódýrari leiðina og keyra hluta af þessum fjarskiptum í gegnum þráðlaus netkerfi í heimilum íslendinga og fyrirtækja. Bæði mundi tryggja gott samband farsíma innanhúss til að hringja og taka á móti og senda sms, sem er einnig hægt yfir venjulegt WiFi í þessari stillingu, samkvæmt minni bestur þekkingu núna. Þetta er ekki tengt þjónustu sem Google býður upp á og kallast Google RCS (Rich Communication Services) eða álíka (Google Message service er einnig notað held ég). GSMA sem stjórnar stöðlum í farsímum stjórnar einnig þróun RCS en í flestum Android farsímum er það Google sem tengir þessa þjónustu, ekki það fyrirtæki sem þú kaupir farsímaþjónustu af. Þetta er samt mismunandi milli landa og fyrirtækja og því ekki eitt ákveðið form á þessari þjónustu hjá notendum. Þetta mun þróast í framtíðinni, hvernig sú þróun verður veit ég ekki. Þegar 5G verður komið í almennilega þjónustu eftir nokkur ár. Þá verður einnig í boði 5G Voice, eða Vo5G eins og það verður kallað. Eins og með VoLTE og VoWiFi þá verður öll talþjónusta yfir IP netkerfi á þessum farsímakerfum. Þetta er einnig sú þróun sem er núna að eiga sér stað í heimasímanum, hjá þeim sem eru með slíkan síma í dag. Öll símtöl munu í lok árs 2022 fara í gengum VoIP yfir netkerfi (þarf ekki að vera yfir internetið) ef ég skil áætlanir símafyrirtækjanna rétt. Það er dýrt að setja og reka farsímasenda á Íslandi. Sérstaklega þar sem byggð er dreifð og landslag erfitt. Því skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki fjárfest í tækni þar sem símtalið fer yfir WiFi frekar en farsímasenda. Þetta gildir einnig á höfuðborgarsvæðinu, þar sem húsnæði lokar eða takmarkar farsímamerki innanhúss. Af þessum ástæðum skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki tekið VoWiFi tækninni fagnandi og tekið hana í notkun fyrir mörgum árum síðan. Sama má segja um VoLTE tækninni, sem aðeins eitt eða tvö fjarskiptafyrirtæki hafa tekið í notkun á Íslandi. Önnur fjarskiptafyrirtæki á Íslandi senda farsímasímtöl ennþá yfir úrelt 2G (GSM) og 3G kerfi sem verður slökkt á fljótlega til þess að rýma fyrir 4G og 5G tækninni. Heimildir: 1. https://www.gsma.com/futurenetworks/ip_services/vowifi/ 2. https://en.wikipedia.org/wiki/Rich_Communication_Services Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um fjarskipti af öllum gerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Jón Frímann Jónsson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég er áhugamaður um fjarskipti og hef verið í mörg ár. Þar á meðal fjarskipti sem fara um farsíma. Á Íslandi er staðan áhugaverð, miðað við nágrannalöndin. Þar sem fyrirtækin á Íslandi sem bjóða farsímaþjónustu virðast hafa þá stefnu að bjóða nýja þjónustu seint og illa. Þetta hefur lagast mikið undanfarin ár frá því sem þetta var áður. Það eru að verða miklar breytingar á farsímum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Tími farsíma með takka og engra möguleika er að renna sitt skeið á enda. Þeir verða í gangi nokkur ár í viðbót en munu síðan hverfa. Ástæðan er lokun 2G (GSM) og 3G kerfanna á Íslandi og allstaðar um heiminn. Lönd eru misjafnlega langt kominn í þessu ferli en í sumum ríkjum er ekkert 2G og 3G samband lengur. Þar er aðeins í boði 4G og 5G farsímasamband. Á Íslandi er það landslag sem kemur í veg fyrir að merki frá farsímasendum nái til sveitabæja sem eru staðsettir þannig að þeir eru í skugga frá öllum hliðum. Þetta er gamalt vandamál og hefur á tímum komið í veg fyrir að fólk nái jafnvel útvarpi og sjónvarpi heima hjá sér. Alveg þangað til fyrir nokkrum árum síðan. Þegar farið var að skipta yfir í ljósleiðara úr gamla heimasímanum yfir kopar. Þá gat fólk fengið sér útvarp sem virkar yfir internetið og þannig náð öllum íslensku útvarpsstöðvunum. Það sama gilti um íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar, núna er hægt að ná þessu öllu saman yfir ljósleiðara (gegn áskriftargjaldi) án nokkura vandamála. Tími loftneta og lélegs sjónvarps og útvarpsmerkis eru hluti fortíðar í sveitum Íslands. Nema þegar það kemur af farsímum. Á Íslandi virðist hafa verið tekin sú stefna að keyra öll farsíma fjarskipti í gegnum sendakerfi símafyrirtækjanna. Alveg þó svo að slíkt kosti aukalega milljónir króna. Í staðinn fyrir að fara ódýrari leiðina og keyra hluta af þessum fjarskiptum í gegnum þráðlaus netkerfi í heimilum íslendinga og fyrirtækja. Bæði mundi tryggja gott samband farsíma innanhúss til að hringja og taka á móti og senda sms, sem er einnig hægt yfir venjulegt WiFi í þessari stillingu, samkvæmt minni bestur þekkingu núna. Þetta er ekki tengt þjónustu sem Google býður upp á og kallast Google RCS (Rich Communication Services) eða álíka (Google Message service er einnig notað held ég). GSMA sem stjórnar stöðlum í farsímum stjórnar einnig þróun RCS en í flestum Android farsímum er það Google sem tengir þessa þjónustu, ekki það fyrirtæki sem þú kaupir farsímaþjónustu af. Þetta er samt mismunandi milli landa og fyrirtækja og því ekki eitt ákveðið form á þessari þjónustu hjá notendum. Þetta mun þróast í framtíðinni, hvernig sú þróun verður veit ég ekki. Þegar 5G verður komið í almennilega þjónustu eftir nokkur ár. Þá verður einnig í boði 5G Voice, eða Vo5G eins og það verður kallað. Eins og með VoLTE og VoWiFi þá verður öll talþjónusta yfir IP netkerfi á þessum farsímakerfum. Þetta er einnig sú þróun sem er núna að eiga sér stað í heimasímanum, hjá þeim sem eru með slíkan síma í dag. Öll símtöl munu í lok árs 2022 fara í gengum VoIP yfir netkerfi (þarf ekki að vera yfir internetið) ef ég skil áætlanir símafyrirtækjanna rétt. Það er dýrt að setja og reka farsímasenda á Íslandi. Sérstaklega þar sem byggð er dreifð og landslag erfitt. Því skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki fjárfest í tækni þar sem símtalið fer yfir WiFi frekar en farsímasenda. Þetta gildir einnig á höfuðborgarsvæðinu, þar sem húsnæði lokar eða takmarkar farsímamerki innanhúss. Af þessum ástæðum skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki tekið VoWiFi tækninni fagnandi og tekið hana í notkun fyrir mörgum árum síðan. Sama má segja um VoLTE tækninni, sem aðeins eitt eða tvö fjarskiptafyrirtæki hafa tekið í notkun á Íslandi. Önnur fjarskiptafyrirtæki á Íslandi senda farsímasímtöl ennþá yfir úrelt 2G (GSM) og 3G kerfi sem verður slökkt á fljótlega til þess að rýma fyrir 4G og 5G tækninni. Heimildir: 1. https://www.gsma.com/futurenetworks/ip_services/vowifi/ 2. https://en.wikipedia.org/wiki/Rich_Communication_Services Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um fjarskipti af öllum gerðum.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun