Kjörsókn ekki minni síðan 1969 Atli Ísleifsson skrifar 25. apríl 2022 08:04 Emmanuel Macron er fyrsti forseti Frakklands til að ná endurkjöri í heil tuttugu ár. AP Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því í sigurræðu sinni við Eiffelturninn í París í gærkvöldi að sameina Frakkland að nýju og sýna fram á að hann sé forseti allra Frakka. Macron vann sannfærandi sigur í seinni umferð forsetakosninganna í gær og fékk tæp 59 prósent atkvæða á meðan mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen, fékk tæp 42 prósent. Árangur Le Pen, sem telst lengst til hægri á pólitíska litrófinu í Frakklandi, er þó betri en nokkru sinni áður fyrir slíkt framboð. Með sigri sínum í gær varð Macron fyrsti sitjandi forsetinn til að ná endurkjöri í um tuttugu ár. Macron segir að nú verði að finna leiðir til að sætta þá Frakka sem fundu sig knúna til að kjósa hægriöfgamann til valda. Það verði hans helsta verkefni næstu árin. Hægri öfgamaðurinn Eric Zemmour, sem hlaut sjö prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna, sagði í gærkvöldi að Le Pen hafi mistekist ætlunarverkið, alveg eins og föður hennar á undan henni. „Þetta er í áttunda sinn sem nafnið Le Pen hefur orðið fyrir tapi,“ sagði Zemmour. Marine Le Pen tók við formennsku í Þjóðfylkingunni árið 2011. 72 prósent Alls greiddu þrettán milljónir franskra kjósenda atkvæði með Le Pen sem hét því meðal annars að lækka skatta, banna höfuðslæður múslima á opinberum stöðum og að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hertar reglur fyrir innflytjendur. Kjörsókn í gær var tæp 72 prósent og hefur ekki verið minni í síðari umferð franskra forsetakosninga síðan 1969 þegar Georges Pompidou hafði betur gegn Alain Poher. Rúmlega þrjár milljónir kjósenda skiluðu auðu eða ógiltu kjörseðilinn í gær. Congratulations @EmmanuelMacron on your re-election. I look forward to our continued, fruitful co-operation on issues such as the climate crisis and gender equality. And to further strengthen the bond between Iceland and France.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) April 24, 2022 Anda léttar Í frétt BBC segir að margir Frakkar hafi verið í fríi í gær, en að þessi lága kjörsókn hafi einnig skýrst af því að margir voru á því að hvorugur frambjóðandinn hafi höfðað til sín. Fjölmargir leiðtogar Evrópuríkja hafa óskað Macron til hamingju með sigurinn. Óttuðust margir hvað myndi gerast innan Evrópusambandsins, færi Le Pen með sigur af hólmi. Olaf Scholz Þýskalandskanslari var fyrstur til að óska Macron til hamingju með sigurinn og benti á hið sameinlega verkefni sem framundan væri, að bregðast áfram við innrás Rússa í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist einnig hlakka til áframhaldandi náins samstarfs Frakklands og Bandaríkjanna. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Le Pen viðurkennir ósigur Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða. 24. apríl 2022 20:13 Macron sigurvegari samkvæmt fyrstu tölum Í dag fór fram seinni umferð kosninga um Frakklandsforseta. Fyrstu tölur benda til þess að Macron nái endurkjöri. 24. apríl 2022 18:13 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Macron vann sannfærandi sigur í seinni umferð forsetakosninganna í gær og fékk tæp 59 prósent atkvæða á meðan mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen, fékk tæp 42 prósent. Árangur Le Pen, sem telst lengst til hægri á pólitíska litrófinu í Frakklandi, er þó betri en nokkru sinni áður fyrir slíkt framboð. Með sigri sínum í gær varð Macron fyrsti sitjandi forsetinn til að ná endurkjöri í um tuttugu ár. Macron segir að nú verði að finna leiðir til að sætta þá Frakka sem fundu sig knúna til að kjósa hægriöfgamann til valda. Það verði hans helsta verkefni næstu árin. Hægri öfgamaðurinn Eric Zemmour, sem hlaut sjö prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna, sagði í gærkvöldi að Le Pen hafi mistekist ætlunarverkið, alveg eins og föður hennar á undan henni. „Þetta er í áttunda sinn sem nafnið Le Pen hefur orðið fyrir tapi,“ sagði Zemmour. Marine Le Pen tók við formennsku í Þjóðfylkingunni árið 2011. 72 prósent Alls greiddu þrettán milljónir franskra kjósenda atkvæði með Le Pen sem hét því meðal annars að lækka skatta, banna höfuðslæður múslima á opinberum stöðum og að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hertar reglur fyrir innflytjendur. Kjörsókn í gær var tæp 72 prósent og hefur ekki verið minni í síðari umferð franskra forsetakosninga síðan 1969 þegar Georges Pompidou hafði betur gegn Alain Poher. Rúmlega þrjár milljónir kjósenda skiluðu auðu eða ógiltu kjörseðilinn í gær. Congratulations @EmmanuelMacron on your re-election. I look forward to our continued, fruitful co-operation on issues such as the climate crisis and gender equality. And to further strengthen the bond between Iceland and France.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) April 24, 2022 Anda léttar Í frétt BBC segir að margir Frakkar hafi verið í fríi í gær, en að þessi lága kjörsókn hafi einnig skýrst af því að margir voru á því að hvorugur frambjóðandinn hafi höfðað til sín. Fjölmargir leiðtogar Evrópuríkja hafa óskað Macron til hamingju með sigurinn. Óttuðust margir hvað myndi gerast innan Evrópusambandsins, færi Le Pen með sigur af hólmi. Olaf Scholz Þýskalandskanslari var fyrstur til að óska Macron til hamingju með sigurinn og benti á hið sameinlega verkefni sem framundan væri, að bregðast áfram við innrás Rússa í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist einnig hlakka til áframhaldandi náins samstarfs Frakklands og Bandaríkjanna.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Le Pen viðurkennir ósigur Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða. 24. apríl 2022 20:13 Macron sigurvegari samkvæmt fyrstu tölum Í dag fór fram seinni umferð kosninga um Frakklandsforseta. Fyrstu tölur benda til þess að Macron nái endurkjöri. 24. apríl 2022 18:13 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Le Pen viðurkennir ósigur Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða. 24. apríl 2022 20:13
Macron sigurvegari samkvæmt fyrstu tölum Í dag fór fram seinni umferð kosninga um Frakklandsforseta. Fyrstu tölur benda til þess að Macron nái endurkjöri. 24. apríl 2022 18:13
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“