Það hafa komið leikir þar sem við höfum fengið 30 færi og ekki skorað eitt einasta mark Sverrir Mar Smárason skrifar 25. apríl 2022 20:50 Dagur Dan, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann góðan sigur á KR á Meistaravöllum í Vesturbænum í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, 0-1. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Okkur líður bara mjög vel. Strákarnir lögðu auðvitað mikið á sig og gaman að þeir skyldu uppskera. Þeir ýttu okkur mjög niður hérna í seinni hálfleik en mér fannst hann aldrei í neinni sérstakri hættu sigurinn sem slíkur. Fyrst og fremst stoltur af drengjunum,“ sagði Óskar Hrafn strax að leik loknum. Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin í hálfleik.Vísir/Vilhelm KR liðið fékk fleiri og betri færi í fyrri hálfleik en vörn Breiðabliks hélt vel. Blikar komu svo töluvert sterkari út í síðari hálfleikinn og tóku yfir eftir að hafa lagað nokkra hluti í hálfleik. Blikar aftur á móti sköpuðu sér færri færi en vanalega en voru mjög klínískir þegar í besta færið var komið. „Við svo sem bara löguðum nokkra hluti sem að við gátum gert betur. Ég er svo sem ekkert endilega sammála því að þeir hafi verið mikið sterkari í fyrri hálfleik en það er annað mál. Fyrst og síðast þá stigum við kannski aðeins framar og löguðum nokkra hluti. Það skilaði sér í þessum sigri sem er bara fínt,“ sagði Óskar. Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það má vel vera [að við höfum skapað okkur fá færi] en mér fannst við reyndar alveg fá nokkur færi til að skora. Auðvitað var markið gott. Það hafa komið leikir þar sem við höfum fengið 30 færi og ekki skorað eitt einasta mark. Það hefur lítill smekkur verið hafður fyrir því þegar það hefur ekki gengið. Stundum er þetta svona og KR er með gott lið en í raun og veru sköpuðu sér ekkert færi eftir að við komumst yfir. Ég er ánægður með það,“ sagði Óskar Hrafn. Breiðablik hefur unnið báða að fyrstu leikjum sínum í mótinu. Óskar Hrafn segir of snemmt að fara að pæla í lokum mótsins. „Auðvitað er alltaf gott að vinna en það er jafn mikilvægt að vita það að á sunnudaginn erum við að fara að spila við FH. Það er þriðji leikurinn í mótinu, nú eru 25 leikir eftir og 75 stig í pottinum. Það er rosalega mikilvægt að missa sig ekki einhvern vegin í gleðinni. Það er rosalega mikilvægt líka að þó að menn byrji ekki vel að þá er það ekki upphaf og endir alls.“ „Vissulega gott að vinna fyrstu tvo leikina en það sem er mikilvægara er að frammistaðan er þannig að liðið er að vinna saman, menn eru að leggja sig mikið fram. Stundum ganga hlutirnir ekki upp fótboltalega, sendingarnar rata ekki rétta leið og spilið situr ekki. Þá er þeim mun mikilvægara að menn setji hjarta, sálina og allt í verkefnið og menn gerðu það svo sannarlega í dag,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 1-0 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Breiðablik sótti gull í greipar KR í kvöld er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Er þetta fyrsti sigur Breiðabliks á KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í deild og bikar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 25. apríl 2022 19:55 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
„Okkur líður bara mjög vel. Strákarnir lögðu auðvitað mikið á sig og gaman að þeir skyldu uppskera. Þeir ýttu okkur mjög niður hérna í seinni hálfleik en mér fannst hann aldrei í neinni sérstakri hættu sigurinn sem slíkur. Fyrst og fremst stoltur af drengjunum,“ sagði Óskar Hrafn strax að leik loknum. Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin í hálfleik.Vísir/Vilhelm KR liðið fékk fleiri og betri færi í fyrri hálfleik en vörn Breiðabliks hélt vel. Blikar komu svo töluvert sterkari út í síðari hálfleikinn og tóku yfir eftir að hafa lagað nokkra hluti í hálfleik. Blikar aftur á móti sköpuðu sér færri færi en vanalega en voru mjög klínískir þegar í besta færið var komið. „Við svo sem bara löguðum nokkra hluti sem að við gátum gert betur. Ég er svo sem ekkert endilega sammála því að þeir hafi verið mikið sterkari í fyrri hálfleik en það er annað mál. Fyrst og síðast þá stigum við kannski aðeins framar og löguðum nokkra hluti. Það skilaði sér í þessum sigri sem er bara fínt,“ sagði Óskar. Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það má vel vera [að við höfum skapað okkur fá færi] en mér fannst við reyndar alveg fá nokkur færi til að skora. Auðvitað var markið gott. Það hafa komið leikir þar sem við höfum fengið 30 færi og ekki skorað eitt einasta mark. Það hefur lítill smekkur verið hafður fyrir því þegar það hefur ekki gengið. Stundum er þetta svona og KR er með gott lið en í raun og veru sköpuðu sér ekkert færi eftir að við komumst yfir. Ég er ánægður með það,“ sagði Óskar Hrafn. Breiðablik hefur unnið báða að fyrstu leikjum sínum í mótinu. Óskar Hrafn segir of snemmt að fara að pæla í lokum mótsins. „Auðvitað er alltaf gott að vinna en það er jafn mikilvægt að vita það að á sunnudaginn erum við að fara að spila við FH. Það er þriðji leikurinn í mótinu, nú eru 25 leikir eftir og 75 stig í pottinum. Það er rosalega mikilvægt að missa sig ekki einhvern vegin í gleðinni. Það er rosalega mikilvægt líka að þó að menn byrji ekki vel að þá er það ekki upphaf og endir alls.“ „Vissulega gott að vinna fyrstu tvo leikina en það sem er mikilvægara er að frammistaðan er þannig að liðið er að vinna saman, menn eru að leggja sig mikið fram. Stundum ganga hlutirnir ekki upp fótboltalega, sendingarnar rata ekki rétta leið og spilið situr ekki. Þá er þeim mun mikilvægara að menn setji hjarta, sálina og allt í verkefnið og menn gerðu það svo sannarlega í dag,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 1-0 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Breiðablik sótti gull í greipar KR í kvöld er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Er þetta fyrsti sigur Breiðabliks á KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í deild og bikar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 25. apríl 2022 19:55 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Leik lokið: KR - Breiðablik 1-0 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Breiðablik sótti gull í greipar KR í kvöld er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Er þetta fyrsti sigur Breiðabliks á KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í deild og bikar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 25. apríl 2022 19:55