Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. apríl 2022 21:52 Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands í Stokkhólmi á dögunum. PA-EFE/PAUL WENNERHOLM SWEDEN OUT Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. Finnski fjölmiðillinn Iltalehti greinir frá þessu í kvöld þar sem fram kemur að ríkin stefni að því að sækja um aðild í maí. Ekkert hefur þó verið formlega ákveðið um aðild ríkjanna að NATO. Í frétt Iltalehti segir einnig að sænsk yfirvöld hafi óskað eftir því við finnsk yfirvöld að ríkin sendi inn umsókn á sama tíma, það er að ef finnsk yfirvöld ákveði að óska eftir aðild að NATO muni þau bíða með að senda inn umsókn þangað til að áætlanir Svía liggi fyrir. Í frétt fjölmiðilsins kemur fram að Finnar muni taka endanlega ákvörðun um aðildarumsókn á næstu dögum og vikum. Umræður um mögulega aðild hafa gengið hratt fyrir sig í Finnlandi sem mun hafa haft áhrif á umræður í Svíþjóð. Í frétt Iltalehti segir að Finnar hafi tekið vel í beiðni Svía, svo lengi sem að Svíar taki ákvörðun um aðildarumsókn fljótlega. Segir í frétt Iltalehti að umsóknir ríkjanna gætu borist þann 16. maí eða í kringum þá dagsetningu. Þá mun forseti Finna fara í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Sænski fjölmiðillinn Expressen segist hafa sömu eða svipaðar upplýsingar og koma fram í frétt finnska fjölmiðilsins. Þar kemur einnig fram að yfirvöld í Svíþjóð hafi gefið í þegar kemur að því að kanna aðild að NATO. Finnar og Svíar hafa í gegnum tíðina verið hlutlaus ríki, ekki síst vegna nálægðar þeirra við Rússland. Ríkin gerðust þó samstarfsaðilar NATO skömmu eftir að þau gengu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt ríkjunum tveimur í átt að NATO-aðild, sem nú virðist vera í pípunum. Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Meirihluti Svía vill í NATO Meirihluti Svía er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti íbúa hefur verið fylgjandi aðild að bandalaginu. 21. apríl 2022 13:24 Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 20. apríl 2022 10:47 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Finnski fjölmiðillinn Iltalehti greinir frá þessu í kvöld þar sem fram kemur að ríkin stefni að því að sækja um aðild í maí. Ekkert hefur þó verið formlega ákveðið um aðild ríkjanna að NATO. Í frétt Iltalehti segir einnig að sænsk yfirvöld hafi óskað eftir því við finnsk yfirvöld að ríkin sendi inn umsókn á sama tíma, það er að ef finnsk yfirvöld ákveði að óska eftir aðild að NATO muni þau bíða með að senda inn umsókn þangað til að áætlanir Svía liggi fyrir. Í frétt fjölmiðilsins kemur fram að Finnar muni taka endanlega ákvörðun um aðildarumsókn á næstu dögum og vikum. Umræður um mögulega aðild hafa gengið hratt fyrir sig í Finnlandi sem mun hafa haft áhrif á umræður í Svíþjóð. Í frétt Iltalehti segir að Finnar hafi tekið vel í beiðni Svía, svo lengi sem að Svíar taki ákvörðun um aðildarumsókn fljótlega. Segir í frétt Iltalehti að umsóknir ríkjanna gætu borist þann 16. maí eða í kringum þá dagsetningu. Þá mun forseti Finna fara í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Sænski fjölmiðillinn Expressen segist hafa sömu eða svipaðar upplýsingar og koma fram í frétt finnska fjölmiðilsins. Þar kemur einnig fram að yfirvöld í Svíþjóð hafi gefið í þegar kemur að því að kanna aðild að NATO. Finnar og Svíar hafa í gegnum tíðina verið hlutlaus ríki, ekki síst vegna nálægðar þeirra við Rússland. Ríkin gerðust þó samstarfsaðilar NATO skömmu eftir að þau gengu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt ríkjunum tveimur í átt að NATO-aðild, sem nú virðist vera í pípunum.
Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Meirihluti Svía vill í NATO Meirihluti Svía er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti íbúa hefur verið fylgjandi aðild að bandalaginu. 21. apríl 2022 13:24 Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 20. apríl 2022 10:47 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Meirihluti Svía vill í NATO Meirihluti Svía er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti íbúa hefur verið fylgjandi aðild að bandalaginu. 21. apríl 2022 13:24
Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 20. apríl 2022 10:47
Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00
Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39