Vaktin: Öryggisráð Moldóvu kallað saman vegna árása í Transnistríu Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Bjarki Sigurðsson skrifa 26. apríl 2022 06:48 Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Michael Probst Fulltrúar fleiri en 40 ríkja munu funda á Ramstein herflugvellinum í Þýskalandi í dag til að ræða hvernig ríkin geta vopnað Úkraínumenn í stríðinu gegn Rússum. Tilgangur viðræðanna er að skipuleggja og samræma aðgerðir bandamanna Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Mark Milley, sem fer fyrir bandaríska herforingjaráðinu, segir næstu vikur muni skipta sköpum í átökunum í Úkraínu. Fundurinn í Þýskalandi í dag snúist um að skipuleggja sem bestan stuðning við Úkraínumenn á þeim tíma. Bretar áætla að um það bil 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í Úkraínu frá því að innrásin hófst. James Heappey, ráðherra hernaðarmála, segir þó engan eiga að gleðjast yfir því að þessir menn snúi ekki aftur til fjölskyldna sinna. Heappey segir ekki óumflýjanlegt að Rússar nái Donbas á sitt vald. Úkraínumenn séu í varnarstöðum sem þeir hafi undirbúið í átta ár og að með góðum stuðningi eigi þeir möguleika á því að standa sókn Rússa af sér. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir yfirlýsingar rússneska utanríkisráðherrans um möguleikann á þriðju heimstyrjöldinni aðeins til marks um að Rússar skynji að ósigur sé mögulegur í Úkraínu. Síðasta von þeirra sé að hræða önnur ríki frá því að aðstoða Úkraínumenn. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að árásir á stjórnarbyggingu í Transnistríu í Móldóvu, þar sem aðskilnaðarsinnar ráða ríkjum, hafi verið skipulögð af rússneskum öryggisyfirvöldum til að skapa andúð í garð Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Mark Milley, sem fer fyrir bandaríska herforingjaráðinu, segir næstu vikur muni skipta sköpum í átökunum í Úkraínu. Fundurinn í Þýskalandi í dag snúist um að skipuleggja sem bestan stuðning við Úkraínumenn á þeim tíma. Bretar áætla að um það bil 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í Úkraínu frá því að innrásin hófst. James Heappey, ráðherra hernaðarmála, segir þó engan eiga að gleðjast yfir því að þessir menn snúi ekki aftur til fjölskyldna sinna. Heappey segir ekki óumflýjanlegt að Rússar nái Donbas á sitt vald. Úkraínumenn séu í varnarstöðum sem þeir hafi undirbúið í átta ár og að með góðum stuðningi eigi þeir möguleika á því að standa sókn Rússa af sér. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir yfirlýsingar rússneska utanríkisráðherrans um möguleikann á þriðju heimstyrjöldinni aðeins til marks um að Rússar skynji að ósigur sé mögulegur í Úkraínu. Síðasta von þeirra sé að hræða önnur ríki frá því að aðstoða Úkraínumenn. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að árásir á stjórnarbyggingu í Transnistríu í Móldóvu, þar sem aðskilnaðarsinnar ráða ríkjum, hafi verið skipulögð af rússneskum öryggisyfirvöldum til að skapa andúð í garð Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Moldóva Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Sjá meira