Ríkinu gert að greiða sex milljónir í skaðabætur vegna ferðagjafarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 14:29 Smáforrit Yay sem notað var til að nýta ferðagjöfina. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var á dögunum dæmt til að greiða Sigurjóni Erni Kárasyni og Steinari Atla Skarphéðinssyni hvorum um sig 3.087.600 krónur í skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta fyrir að hafa ekki efnt til útboðs á tæknilegri útfærslu fyrir ferðagjöf stjórnvalda. Þá var ríkið dæmt til að greiða hvorum þeirra 400 þúsund krónur í málskostnað. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. apríl síðastliðinn og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki stutt það viðhlítandi rökum hvers vegna lög um opinber innkaup hafi ekki átt við þau innkaup sem málið snýst um. Stafrænt Ísland kallaði eftir tilboðum frá fjórum aðilum og gekk að lokum til samninga við fyrirtækið Yay ehf. Einnig var óskað eftir tilboðum frá Meniga, Landsbankanum og Renova, sem var vinnuheiti á nýju fyrirtæki Sigurjóns og Steinars. Í tilboði Yay fólst kostnaður sem nam fjögurra milljóna þróunarkostnaði auk virðisaukaskatts og rekstrarkostnaður upp á tólf til átján milljónir króna miðað við 1,5% þóknun af innleystri ferðagjöf. Fólst því í tilboðinu kostnaður að lágmarki sextán milljónir króna, sem er yfir þeim viðmiðunarmörkum sem mælt er fyrir um í lögum um opinber innkaup að falli undir útboðsskyldu en þar er miðað við 15,5 milljónir króna. Ríkið hélt því hins vegar fram að í tilboði Yay hafi bara falist heildarkostnaður að fjárhæð 15.250.000 króna og þar af væru 11.250.000 krónur rekstrarkostnaður. Samsvarar það því að aðeins 50% ferðagjafa yrðu nýttar. Fleiri nýttu ferðagjöfina en framkvæmdastjórinn gerði ráð fyrir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem hafði umsjón með verkefninu, sagði í framburði sínum fyrir dómi að hann hefði sjálfur talið að aðeins 50% til 60% ferðagjafa myndu ganga út og byggt á því þann útreikning að kaupin væru undir útboðsskyldri fjárhæð. Þegar uppi var staðið nýttu fleiri ferðagjöfina en það og Yay á samkvæmt samningi að hafa fengið greiddar 15.180.000 krónur í rekstrarkostnað frá ríkinu, en ekki 11.250.000 krónur. Við það bættist áðurnefndur fjögurra milljóna króna þróunarkostnaður auk virðisaukaskatts og var heildarupphæðin því að endingu yfir viðmiðunarmörkum fyrir útboðsskyldu. Að mati héraðsdóms færðu stjórnvöld engin efnisleg rök fyrir því að ætluð fjárhæð rekstrarkostnaðar skyldi miðast við mun minni nýtingu á ferðagjöfinni en tilboðsgjafinn Yay gerði ráð fyrri í tilboði sínu og raunin varð. Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands.Vísir/Egill Möguleikar þeirra hafi verið betri ef efnt hafði verði til útboðs Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands bar fyrir dómi að lausn stefnenda hefði uppfyllt öll tæknileg skilyrði. Að því leyti hafi lausnin átt raunhæfa möguleika á að vera valin af kaupanda. Af hálfu stefnenda hefur verið bent á atriði sem ranglega voru eignuð þeim í kynningu á samanburði á tilboðum með því að kynna lausn þeirra með tilboði Landsbankans og gátu haft neikvæð áhrif á afstöðu stjórnvalda til tilboðs þeirra. Að öllu virtu telur héraðsdómur að raunhæfir möguleikar Sigurjóns og Steinars til að verða valdir hafi skerst við þau brot á lögum um opinber innkaup að efna ekki til útboðs og gæta ekki að jafnræði í meðförum tilboða. Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. apríl síðastliðinn og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki stutt það viðhlítandi rökum hvers vegna lög um opinber innkaup hafi ekki átt við þau innkaup sem málið snýst um. Stafrænt Ísland kallaði eftir tilboðum frá fjórum aðilum og gekk að lokum til samninga við fyrirtækið Yay ehf. Einnig var óskað eftir tilboðum frá Meniga, Landsbankanum og Renova, sem var vinnuheiti á nýju fyrirtæki Sigurjóns og Steinars. Í tilboði Yay fólst kostnaður sem nam fjögurra milljóna þróunarkostnaði auk virðisaukaskatts og rekstrarkostnaður upp á tólf til átján milljónir króna miðað við 1,5% þóknun af innleystri ferðagjöf. Fólst því í tilboðinu kostnaður að lágmarki sextán milljónir króna, sem er yfir þeim viðmiðunarmörkum sem mælt er fyrir um í lögum um opinber innkaup að falli undir útboðsskyldu en þar er miðað við 15,5 milljónir króna. Ríkið hélt því hins vegar fram að í tilboði Yay hafi bara falist heildarkostnaður að fjárhæð 15.250.000 króna og þar af væru 11.250.000 krónur rekstrarkostnaður. Samsvarar það því að aðeins 50% ferðagjafa yrðu nýttar. Fleiri nýttu ferðagjöfina en framkvæmdastjórinn gerði ráð fyrir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem hafði umsjón með verkefninu, sagði í framburði sínum fyrir dómi að hann hefði sjálfur talið að aðeins 50% til 60% ferðagjafa myndu ganga út og byggt á því þann útreikning að kaupin væru undir útboðsskyldri fjárhæð. Þegar uppi var staðið nýttu fleiri ferðagjöfina en það og Yay á samkvæmt samningi að hafa fengið greiddar 15.180.000 krónur í rekstrarkostnað frá ríkinu, en ekki 11.250.000 krónur. Við það bættist áðurnefndur fjögurra milljóna króna þróunarkostnaður auk virðisaukaskatts og var heildarupphæðin því að endingu yfir viðmiðunarmörkum fyrir útboðsskyldu. Að mati héraðsdóms færðu stjórnvöld engin efnisleg rök fyrir því að ætluð fjárhæð rekstrarkostnaðar skyldi miðast við mun minni nýtingu á ferðagjöfinni en tilboðsgjafinn Yay gerði ráð fyrri í tilboði sínu og raunin varð. Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands.Vísir/Egill Möguleikar þeirra hafi verið betri ef efnt hafði verði til útboðs Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands bar fyrir dómi að lausn stefnenda hefði uppfyllt öll tæknileg skilyrði. Að því leyti hafi lausnin átt raunhæfa möguleika á að vera valin af kaupanda. Af hálfu stefnenda hefur verið bent á atriði sem ranglega voru eignuð þeim í kynningu á samanburði á tilboðum með því að kynna lausn þeirra með tilboði Landsbankans og gátu haft neikvæð áhrif á afstöðu stjórnvalda til tilboðs þeirra. Að öllu virtu telur héraðsdómur að raunhæfir möguleikar Sigurjóns og Steinars til að verða valdir hafi skerst við þau brot á lögum um opinber innkaup að efna ekki til útboðs og gæta ekki að jafnræði í meðförum tilboða.
Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira