Telur ólíklegt að Íslandsbankamálið sprengi stjórnarsamstarfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. apríl 2022 20:30 Það hefur blásið á ríkisstjórnina að undanförnu, líkt og á Bessastöðum á síðasta ári, þegar hún tók formlega við. Vísir/Vilhelm Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Íslandsbankamálið svokallaða verði til þess að sprengja stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Þetta kom fram í máli Stefaníu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hún var beðin um að leggja mat á stöðuna í stjórnmálunum eftir þá orrahríð sem ríkisstjórnin hefur mátt þola að undanförnu vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Rætt var við Stefanía um grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þar sem umfjöllunarefnið var möguleg stjórnarslit og myndun minnihlutaríkisstjórnar VG og Framsóknar með stuðningi Samfylkingar og Pírata. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst það afskaplega ólíklegt að það gerist, nema það komi upp úr dúrnum að það sé svo mikill pottur brotinn í þessu bankasölumáli.“ Sem rekja þá má til fjármálaráðherra? „Já, en þá myndi maður segja að næsti leikur, það er að segja ef sú staða kæmi upp, að það kæmi í ljós eftir athugun Fjármálaeftirlits og ríkisendurskoðenda, að mikið athugavert hafi verið að finna í þessari bankasölu, þá myndi auðvitað hitna undir fjármálaráðherranum sem mögulega gæti orðið til þess að hann yrði að víkja. Það væri líklegri niðurstaða en að allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hyrfi úr stjórn vegna þess að hann væri hreinlega rekinn úr VG eins og lagt er upp í þessari grein þarna.“ Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ÍslandsKRISTINN INGVARSSON. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í hádeginu í dag að fullt traust væri á milli ráðherra í ríkisstjórn. Stefanía segir ekki útlit fyrir annað en að það sé rétt. „Eins og málin standa í dag, þannig eins og stormur í vatnsglasi og ekkert annað en að sjá að það ríki fullt traust á milli forystumanna þessara þriggja flokka sem hafa starfað saman núna á fimmta ár í ríkisstjórn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26. apríl 2022 07:36 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þetta kom fram í máli Stefaníu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hún var beðin um að leggja mat á stöðuna í stjórnmálunum eftir þá orrahríð sem ríkisstjórnin hefur mátt þola að undanförnu vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Rætt var við Stefanía um grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þar sem umfjöllunarefnið var möguleg stjórnarslit og myndun minnihlutaríkisstjórnar VG og Framsóknar með stuðningi Samfylkingar og Pírata. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst það afskaplega ólíklegt að það gerist, nema það komi upp úr dúrnum að það sé svo mikill pottur brotinn í þessu bankasölumáli.“ Sem rekja þá má til fjármálaráðherra? „Já, en þá myndi maður segja að næsti leikur, það er að segja ef sú staða kæmi upp, að það kæmi í ljós eftir athugun Fjármálaeftirlits og ríkisendurskoðenda, að mikið athugavert hafi verið að finna í þessari bankasölu, þá myndi auðvitað hitna undir fjármálaráðherranum sem mögulega gæti orðið til þess að hann yrði að víkja. Það væri líklegri niðurstaða en að allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hyrfi úr stjórn vegna þess að hann væri hreinlega rekinn úr VG eins og lagt er upp í þessari grein þarna.“ Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ÍslandsKRISTINN INGVARSSON. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í hádeginu í dag að fullt traust væri á milli ráðherra í ríkisstjórn. Stefanía segir ekki útlit fyrir annað en að það sé rétt. „Eins og málin standa í dag, þannig eins og stormur í vatnsglasi og ekkert annað en að sjá að það ríki fullt traust á milli forystumanna þessara þriggja flokka sem hafa starfað saman núna á fimmta ár í ríkisstjórn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26. apríl 2022 07:36 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39
Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00
Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26. apríl 2022 07:36