Telur ólíklegt að Íslandsbankamálið sprengi stjórnarsamstarfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. apríl 2022 20:30 Það hefur blásið á ríkisstjórnina að undanförnu, líkt og á Bessastöðum á síðasta ári, þegar hún tók formlega við. Vísir/Vilhelm Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Íslandsbankamálið svokallaða verði til þess að sprengja stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Þetta kom fram í máli Stefaníu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hún var beðin um að leggja mat á stöðuna í stjórnmálunum eftir þá orrahríð sem ríkisstjórnin hefur mátt þola að undanförnu vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Rætt var við Stefanía um grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þar sem umfjöllunarefnið var möguleg stjórnarslit og myndun minnihlutaríkisstjórnar VG og Framsóknar með stuðningi Samfylkingar og Pírata. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst það afskaplega ólíklegt að það gerist, nema það komi upp úr dúrnum að það sé svo mikill pottur brotinn í þessu bankasölumáli.“ Sem rekja þá má til fjármálaráðherra? „Já, en þá myndi maður segja að næsti leikur, það er að segja ef sú staða kæmi upp, að það kæmi í ljós eftir athugun Fjármálaeftirlits og ríkisendurskoðenda, að mikið athugavert hafi verið að finna í þessari bankasölu, þá myndi auðvitað hitna undir fjármálaráðherranum sem mögulega gæti orðið til þess að hann yrði að víkja. Það væri líklegri niðurstaða en að allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hyrfi úr stjórn vegna þess að hann væri hreinlega rekinn úr VG eins og lagt er upp í þessari grein þarna.“ Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ÍslandsKRISTINN INGVARSSON. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í hádeginu í dag að fullt traust væri á milli ráðherra í ríkisstjórn. Stefanía segir ekki útlit fyrir annað en að það sé rétt. „Eins og málin standa í dag, þannig eins og stormur í vatnsglasi og ekkert annað en að sjá að það ríki fullt traust á milli forystumanna þessara þriggja flokka sem hafa starfað saman núna á fimmta ár í ríkisstjórn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26. apríl 2022 07:36 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Þetta kom fram í máli Stefaníu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hún var beðin um að leggja mat á stöðuna í stjórnmálunum eftir þá orrahríð sem ríkisstjórnin hefur mátt þola að undanförnu vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Rætt var við Stefanía um grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þar sem umfjöllunarefnið var möguleg stjórnarslit og myndun minnihlutaríkisstjórnar VG og Framsóknar með stuðningi Samfylkingar og Pírata. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst það afskaplega ólíklegt að það gerist, nema það komi upp úr dúrnum að það sé svo mikill pottur brotinn í þessu bankasölumáli.“ Sem rekja þá má til fjármálaráðherra? „Já, en þá myndi maður segja að næsti leikur, það er að segja ef sú staða kæmi upp, að það kæmi í ljós eftir athugun Fjármálaeftirlits og ríkisendurskoðenda, að mikið athugavert hafi verið að finna í þessari bankasölu, þá myndi auðvitað hitna undir fjármálaráðherranum sem mögulega gæti orðið til þess að hann yrði að víkja. Það væri líklegri niðurstaða en að allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hyrfi úr stjórn vegna þess að hann væri hreinlega rekinn úr VG eins og lagt er upp í þessari grein þarna.“ Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ÍslandsKRISTINN INGVARSSON. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í hádeginu í dag að fullt traust væri á milli ráðherra í ríkisstjórn. Stefanía segir ekki útlit fyrir annað en að það sé rétt. „Eins og málin standa í dag, þannig eins og stormur í vatnsglasi og ekkert annað en að sjá að það ríki fullt traust á milli forystumanna þessara þriggja flokka sem hafa starfað saman núna á fimmta ár í ríkisstjórn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26. apríl 2022 07:36 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39
Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00
Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26. apríl 2022 07:36